Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1964, Page 40

Fálkinn - 10.08.1964, Page 40
a L.S.2. SOVÉTRÍKIN: 16 daga ferð 4.-19. september Fararsijóri: ÁKIVI BBRCiIIAlVN Verð: kr. 17.500.00 Innifalið: ferðir faeði gisting. F erðaáætluu: 4. sept. Flogið með Loftleiðavél til Kaupmannahafnar og gist þar. 5. sept. Flogið til MOSKVU, kvöldverður þar og flogið til LENINGRAD og dvalið þar til 8. sept. 8. sept. Flogið til KIEV og dvalið þar til 10. sept. . 10. sept. Flogið til YALTA og dvalið þar til 16. sept. 16. sept. Flogið til MOSKVU og dvalið þar til 19. sept. 19. sept. Flogið til KAUPMANNAHAFNAR og REYKJAVÍKUR. í öllum borgum verða skoðaðir markverðustu staðir og farið um umhverfið. — Á YALTA verður dvalið á baðströnd og farið á hraðbátum um Svartahaf. Ennfremur eiga þátttakendur kost á, gegn aukagreiðslu, að komast í leikhús í öllum borg- unum og geta valið fyrirfram á milli ýrnissa leiksýninga, balletta og söngleika. Með flugvélum Loftleiða bjóðum við greiðsluskilmála þeirra, FLUGFERÐ STRAX — OG FAR GREITT SÍÐAR. Verð fararinnar er miðað við 15 manna þátttöku. Þátttakendur eru beðnir að snúa sér til ferðaskrifstofu okkar fyrir 15. ágúst, því eftir þann tíma má bú- ast við að ekki verði bægt að taka á móti fleiri þátttakendum. FERÐASKRIFSTOFAN LAN D SVN nr Týsgötu 3 — Sími 2 28 90. Falin fortíft Framh. af bls. 38. „Harold, við erum u^ki að ræða um Riette, heldur mig. Ég er aðeins að reyna að út- skýra fyrir ykkur, að ég hef verið á ráðningarskrifstofunni og fengið mér vinnu . .. það er um tíu staði að ræða, sem hægt er að velja úr... svo ég mun ekki þurfa að níðast á góðsemi ykkar öllu lengur.“ En þau vildu einmitt að ég níddist á þeim. Harold eyddi löngum tíma í að fá mig til þess að hætta við að hafa Riette hjá mér og reyna heldur að mennta mig eitthvað upp á framtíðina. Hann var vanur að umgangast nem- endur, sem fóru að ráðum hans. Hann gat einfaldlega ekki trú- að því, að nemancíinn, sem sat á stólnum við eldinn við fætur hans, vildi ekki samþykkja eitt 40 FÁLKINN einasta orð af því, sem hann sagði. Ég tók eftir nýrri hlið á honum, sem ég hafði ekki veitt athygli fyrr. Það var þessi yfir-millistétta tilfinning Har- olds. Áður hafði hann ekki getað þolað mig vegna þess að ég var auðug og einskis nýt. Fyrir skömmu hafði ég verið lítil vesöl önd, sem hann var bæði glaður og stoltur yfir að vernda. Nú var hann móðgaður af tilhugsuninni um mig með svuntu og kappa. Ég var á hraðri leið niður í þjóðfélags- stiganum, sem Harold sá eins greinilega fyrir sér og væri hann þarna í herberginu hjá okkur, en ég neitaði að viður- kenna tilveru þessa stiga. Ellie beið þar til eiginmaður hennar var kominn í háskólann og reyndi þá allar leiðir til þess að fá mig til að falla frá ákvörð- un minni, og endaði að lokum með tárum. „Það er hreint og beint hlægi- legt,“ sagði hún kjökrandi. Ein- tóm uppgerð. „Þegar ég hugsa um peningana, sem Dot eyddi í þig, og tungumálin, sem þú talar...“ „London er uppfull af útlend- ingum, sem hafa ekki upp á annað en móðurmálið að bjóða í atvinnuleitinni. Hvers vegna ættu þá einhverjir að ráða mig? Ég kann bara ítölsku og spænsku frá baðstöðunum, og svo frönsku. Ég ætlaði að læra hraðritun, eins og þið stunguð upp á, en nú get ég það ekki með Riette.“ „Þú notar Riette sem afsökun, til þess að þú þurfir ekki að reyna neitt. Og eitt í viðbót. „Hún notaði orð annarra. Hvers vegna að velja Knightsbride, þar sem þú áttir sjálf heima? Þú ert viss með að hitta ein- hvern, sem þú þekkir.“ „Ellie! Að þú skulir láta svona. Þú ert búinn að missa vitglóruna.“ Hún var að gefast upp. Ellie var hætt að geta gert sér grein fyrir hlutunum, og það var vegna þess að eiginmaður henn- ar var miklu eldri en hún sjálf. Ég var fús til þess að veðja fyrsta vikukaupinu mínu, að henni stóð alveg á sama um það, þótt einhver vissi að ég ætlaði að gerast heimilishjálp. Það var nokkuð, sem maður fór ekki að hugsa um fyrr en undir fimmtugt. Húsið, þar sem við Riette lentum, var glæsilegt að framan með grasflöt og hafði verið byggt í kringum 1780 handa Knightsbridge. Starfsheiti mitt var „ráðskona“, og frú de Trice, vinnuveitandi minn lét svo lítið að taka gilda sögu mína um að ég hefði skyndilega orðið ekkja og lét sér lynda að hafa Riette í húsinu. (Ég var byrjuð Framhald á b’s. 42.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.