Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1964, Blaðsíða 42

Fálkinn - 10.08.1964, Blaðsíða 42
F*í?=n fortí5 f'ramh. af bls. 40. að ganga með giftingarhring- inn hennar Dot. De Trice hjónin voru mið- aldra, barnaleg og nöldursöm. Eiginmaðurinn var stuttur og veimiltítulegur í háttum eins og ríku fólki hsettir til að vera. Lois, eiginkonan, var feit, mikil fyrir sér, blíð og hvöss til skiptis eins og persneskur kött- ur. Ég hefði verið hrædd við hana, ef stúlkan á vinnumiðlun- arskrifstofunni hefði ekki varað mig við henni. Hún hét Alex- andra Clarke. Það geislaði út frá henni, og hún var með glampandi blá augu og hár með eilítið rauðum blæ. Hún sagði strax: „Kallaðu mig bara Alex. Hringdu til mín hvenær sem þú vilt, ef þér líkar ekki.“ Að því er Alex sagði, þá gat hver sem var verið ánægður yfir að fá mig í vinnu. „Vertu ekki svona efagjörn á svipinn,“ sagði hún og skellihló og lét puttana renna í gegnum spjaldskrána. „Svo að segja hver sem er, að undanskildu konungsfólkinu sættir sig við barn. Sér í lagi ef þú ert ekkja.“ — og deplaði framan í mig augunum. Kaupið, sem Alex hafði ákveðið án minnstu fyrirhafnar var jafn hátt og kaup einka- ritara, og auk þess fékk ég rúm- gott herbergi uppi á lofti og lítið herbergi við hliðina handa Riette. Ég hafði einkabaðher- bergi. Þetta var ekkert í saman- burði við íbúðina niðri á neðri hæðunum með bleiku gólftepp- unum, en alveg ágætt samt. Og þegar ég gat ekki farið út með Riette og keyrt hana um í frosnum görðunum, sem ég gerði svo til á hverjum degi, skildi ég hana eftir í herberg- inu, sem baðað var í febrúar- skininu. Vinnan var auðveld. Lois de Trice var hrædd um að missa mig. Ég átti að þurrka af tvisv- ar sinnum á dag, svo sá ég um matseldina og innkaupin. Ég fór og heimsótti Ellie og Harold á frídögunum mínum. Ég hætti ekki að sjá ofsjónirn- ar, þótt ég væri önnum kafin við að hugsa um hve hjarta- lausir og leiðinlegir húsbændur mínir væru og þó ég hefði nóg að gera við barnið og allt hið nýja, sem nú mætti mér. Ég hélt áfram að sjá Alex, stóran og sterkan, hvert sem ég fór í London. Mikil vinna er sögð dreifa huganum, þegar fólk þjáist af ástarsorg. Mér hafði verið sagt að börn væru það sem tæki mestan tíma af öllu 42 1 þessum heimi. En þrátt fyrir þetta hafði barnið, sem ég ann- aðist ekki allra minnstu áhrif á sjúkdóminn, sem ég gekk með, þótt það væri kröfuhart og ákveðið. Ég fann til kvala bæði í brjóstinu og maganum, eins og ég væri með sár. Vinnan hjálpaði dálítið til. Þegar frú de Trice sagði mér, að sex kon- ur væru væntanlegar til te- drykkju, og spurði, hvort mért þætti verra að fá ekki fríið mitt, þá sagði ég það alls ekki vera. Þar sem við vorum ekki neinir sérstakir vinir varð hún vandræðaleg á svipinn. „Það eru fáeinir gestir vænt- anlegir hingað til þess að fá sér glas,“ sagði hún við mig einn morguninn, þegar ég var að skrifa niður innkaupalistann í hvítu eldhúsinu. Hún færði sig í áttina til mín og átti erfitt með að ná andanum, og angaði af jasminu. Hún stóð svo ná- lægt mér, að ég varð að hörfa undan. „Farið til Harrods og kaupið bakaðan humar. Þér vitið. Skiljið þér hvað ég á við?“ „Auðvitað.“ „Mm,“ sagði hún, og horfði rannsakandi á mig úr lítilli fjarlægð. „Þér getið alltaf spurt búðarstúlkuna ráða.“ „Ég skal spyrja hana.“ „Ég ætlaði að fá lánaðan þjón frá Searcy, en Sidney segist halda, að þér getið séð um að blanda drykkina.“ „Ég myndi hafa ánægju af því.“ Þessi afrdáttalausu svör mín féllu ekki í góðan jarðveg. „Verður barnið komið í ró klukkan sex?“ Hún gat ekki fremur en Morrie Lescher þolað fólk, sem var innan við tuttugu ára. „Ég skal sjá um að svo verð'i." Eitthvað í andliti mínu minnti hana á að hún mætti vera þakklát fyrir að hafa mig. Ég steig eitt skref aftur á bak og rak höfuðið í hillu fulla af matreiðslubókum. „Ég vona að þér séuð ánægð- ar hér,“ sagði hún áköf. Hún var klædd í kaffilita drakt með hálsbindi eftir nýjustu tízku, sem hefði farið miklu betur á mér. „Ég hugsa það.“ Það var kuldanæðingur og snjór þótt komið væri fram í marz. Ég var þakklát fyrir upp- hitað herbergið, þar sem Riette svaf róleg, og fyrir litla hreiðr- ið, sem ég hafði búið mér í auðnum Lundúnaborgar. Har- old og Ellie höfðu á röngu að standa. Ég vildi ekkert sjálf- stæði. Það var betra að vera þjónn heldur en að koma barn- inu þínu fyrir á dagheimili og búa einhvers staðar í ódýrri íbúð, og vanta allt, sem maður hafði ekki ráð á að veita sér. Á meðan ég var að fara í gamla brúna silkikjólinn og jakkann, sem fylgdi og' huldi bara handleggi mína og barm, hugsaði ég um það, hve stúttan tima það hafði tekið að breyta Martine, sem hrædd hafði verið við börn í móður. Og gamla eigingjarna Martíne mað karl- mennina í kringum sig, í konu sem var utan við sig af ást. Ég var hugsi. Ég átti það til að liggja í herberginu mínu uppi á lofti og hugsa um Dot og og gamla daga, og óska þess, að ég hefði verið betri við hana. Og svo hugsaði ég um Alex með söknuði, sem líktist tann- pínu, eða sársauka í sári, en ég líkti ástinni við það. Maður fann til, ef tekið var á sárinu og líka, þótt það væri ekki gert. Ég leit enn einu sinni á barn- ið í bezta skapi og fór niður hlykkjóttan stigann til þess að opna útidyrnar, því bjallan hafði verið að hringja. Það stóð maður á tröppunum, frakkakraginn var uppbrettur og snjórinn þyrlaðist í kringum hann eins og á jólakorti. „Hvað sé ég!“ sagði hann. Þetta var Morrie Lescher. Áður en ég gat náð mér, gekk hann inn í forstofuna og hristi af sér snjóinn eins og hundur. „Þetta er allt í lagi, mér var boðið. Ég hringdi í gömlu b ... ég á við Lois de Trice og spurði, hvort ég mætti ekki líta inn og fá mér glas. Hún sagði mér frá veizlunni. Ég skrifaði um hana ... í dálkunum mínum, ég á við kæra... í fyrra. Ég gat ekki staðizt freistinguna að sjá þig í nýju vinnunni þinni.“ Hann kastaði frakkanum niður á stól, og vafði mig örm- um. „Morrie, hættu! Hún gæti komið.“ „Hvar er hún?“ „í svefnherberginu sínu, en hún kemur niður á hverju augnabliki. Þú verður til þess að hún rekur mig.“ Hann fylgdi á eftir mér upp stigann og inn í dagstofuna, og hvíslaði eins og samsærismað- ur. „Þá höfum við rétt tíma til þess að fá okkur einn. Hvar er barinn?“ „Ég get ekki fengið mér að drekka. Ég vinn hérna.“ „Þú verður ágætis þjónustu- stúlka.“ „Þú leyfir þér ekki að tala svona!“ „Vertu róleg góða, ég var bara að stríða Þér.“ Hann leit alvarlega á viskíið. Ég heilti í glas. Hann settist niður í flau- elisklæddan stól með háu baki, sem sneri að gluggunum, en fyr- ir utan þá rauk snjórinn. Hann lagði fæturna upp á grindina, sem ég hafði verið að pússa fyrir hálfri klukkustund. Ég stóð og horfði á hann. „Hvað ert þú að gera í London? Ég hélt þú ættir enn eftir að skrifa átta kafla af þessari bók, sem húsbóndi þinn vildi að þú skrifaðir.“ „Það er líka rétt,“ sagði hann, og tróð upp í sig hnetum, „en ég náði i heilmikið af óþægileg- um staðreyndum, sem hann vildi ekki að væru notaðar. Staðreyndin var sú, að hann vildi láta breyta allri bókinni. Endurskrifa söguna. Svo ég vil ekki skrifa þessa f ja ... fyrir- gefðu — þessa blóðugu bók.“ „En þú áttir að fá hundruð punda fyrir hana!“ Iiann fór hjá sér. „Hættu nú. Ég hef aldrei haft mikið vit á peningum. Ég tek þá ekki nógu alvarlega. Þegar maður er Gyð- ingur, þá er þetta nokkuð, sem liggur manni þungt á hjarta.“ „Það er gott að vita, að þú hefur einhverjar reglur til þess að lifa eftir.“ „Ég sé, að þú trúir ekki einu einasta orði af því, sem ég er að segja. Það er hlægilegt, vegna þess að þetta er alveg satt. Samt sem áður, kom ég nú hingað til þess að tala um þig. Þessi gamli titrandi lögfræðing- ur þinn, stúlka mín, hefur ver- ið að gera mig gjörsamlega vit- lausan. Hann sendi mér skeyti til St. Marie, og það hefur ekki kostað innan við tvö pund. Hvar þú værir? Værir þú hjá mér? Hann hefði farið til Eaton Square-íbúðarinnar. Hótaði jafnvel að fara til lögreglunn- ar. Okay, okay, vertu róleg. Ég fékk hann til þess að hætta við það.“ Ég hlustaði af öllum mætti eftir ekki allt of léttu fótataki frú de Trice í stiganum. ,Svo það væri víst betra fyrir þig að hafa sambanda við hann í fyrramálið.“ „Til hvers?“ „Lögfræðingar vita, hvað þeir vilja. Kannski þessi Ame- ríkani, sem fékk íbúðina þína, hafi svindlað eitthvað á þér.“ Ég beygði mig niður til þess að setja dálítið meira af kolum á eldinn. Morrie blístraði. „Hvað gæti James viljað mér? Nema ef vera skyldi, að hann ætli að minna mig á, að ég á eftir að greiða honum þóknunina hans. Hann hefur Framh. í næsta blaði. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.