Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 4

Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 4
OPNAN O FRA LIÐIMIIIVI DOGUM Hún er hrífandi föffur og stássleg. B. V. sendi okkur þessa skemmtilegu mynd og lét íylíí.ja með, að þessi hattur frá tíma þöglu myndanna sé hreint ekki svo ólíkur DIOJÍ tizkunni nú. Konan heitir (eða hét) Geraldine Farrar. Kannski hefur hún einhvern tíma verið draumadís þeirra sem nú eru orðnir feitir, sköllóttir osr önugfir karlar, hver veit? SKRYTLUSAMKEPPMIIM vVV ■*» . J-l-r — Grímur, þessa lieyK.ju tókstu vel! (Sendandi. Sesselja E. Einarsdóttir, Bergstaðastrœti 24) Okkur fannst þessi texti beztur af þeim sem þárust. Þá fannst okkur góður textinn frá Garðari Láruss. 7 ára: — Mundirðu eftir að slökkva á útvarpinu? Og þá er að finna góðan texta við nœstu mynd. PEIXIIMAVIINiUR Frímerki og íþróttir eru á- hugamál mín, segir norskur piltur í bréfi til okkar. Hann langar til að skrifast á við ís- lenzka unglinga á aldrinum 14—15 ára. Nafn og heimilis- fang er: ANDERS LUNNAN, Nesset, Levanger Norge. AF LETTARA TAGI Allir, í það minnsta Aust- firðingar, kannast við hinn skemmtilega grinleikara Kristj- án Imsland, sem nú er kaup- maður á Höfn í Hornafirði, formaður sjúkrasamlagsins og fleira. Eitt sinn í fiarveru héraðs- læknisins, gegndi ungur kandi- dat læknisstarfinu. Kandidatinn þótti nokkuð orðhvatur og eitt sinn er ung stúlka, er Stebba var kölluð, kom í rannsókn til hans og hann gat lítið að henni fundið, sagði hann, að hún mundi þjást af karlmannsleysi. Þessu svari reiddist Stebba og svo fór, að hún fór suður til Reykjavíkur til læknisrann- sóknar. Kristján hafði heyrt um orðaskipti Stebbu og kandi- datsins og hafði gaman að. Nokkru síðar, er hann hitti kandidatinn, spurði hann hvort nokkuð hefði frétzt af Stebbu. „Já, já, blessaður vertu, það er búið að skera hana upp,“ svaraði kandidatinn. Kristján leit glottandi á hann og svaraði:. „Já ört fleygir nú læknavísind- unum fram, en þetta mun víst. í fyrsta skipti, sem þeir skera upp við karlmannsleysi?" (Sendandi K. J.) Heildsali kom inn í skrifstofu sína og spurði skrifstofumann- inn, hvort nokkur hefði spurt''- eftir sér. Já, svaraði skrifstofu- maðurinn, það kom hér maður, sem sagðist hafa átt viðskipti við þig og nú væri hann kom- inn til að berja þig i rot! — Og hvað sagðir þú þá? spurði húsbóndinn. — Ég sagði bara, að því mið- ur værir þú ekki viðstaddur! — Hvað segirðu við konuna þína þegar þú kemur seint heim á kvöldin? — Ég segi bara „gott kvöld'* — og síðan segir hún allt hitt! Gunni litli: Ég get ekki farið I skólann í dag. Mér liður hálf illa. Mamma: Hvar líður þér illa, góði minn? Gunni: 1 skólanum! Höfundur: Heiðar Þór Sæmundsson, Stóragerði 7. £•■*• ■ / / Það er skemmtilegur leikur að láta skip sigla á tjörnum og pollum, að ekki sé talað um heima í baðkerinu — og mest er gaman ef skipið getur siglt sjálft. Og hér getum við sýnt ykkur hvermg hægt er að búa til skip með „vél“. Fáið ykkur spýtu ca. 30 sm langa og sagið hana til, eins og myndin sýnir, ásamt yfirbyggingu og skorsteini. Skrúf- una klippið þið með járnklippu eða göml- um skærum. Þegar þið hafið gengið frá öllu, eins og myndin gefur til kynna, snúið þið skrúfunni þar til teygjan hefur undið vel upp á sig og setjið síðan skipið á flot — og þá á það að sigla!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.