Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1965, Page 11

Fálkinn - 17.05.1965, Page 11
3. HLDTI ,KONAN MÍN SKILUR MIG EKKI" HUGLEIÐINGAR UM HJÓNABANDID Það hefur svo oft verið þrá- stagazt á því að „ástin sé að veita, ekki að þiggja,“ að flest- ir munu vera orðnir dauð- þreyttir á því stagli. En þó verður ekki hjá því komizt að vekja athygli á því hvenær sem rætt er um hjónabandið. Þetta kann að vera einu „sann- indin“ um hjónabandið sem hafa almennt gildi, þ. e. ætlir þú þér að öðlast hamingjuna við hlið þess sem þú berð svo mikla ást til þessa stundina, þá verður þú sjálfur (sjálf) að leggja þitt af mörkum. Hvort hjónaband þitt er hamingju- samt eða óhamingjusamt er undir því komið hvað þú hefur sjálfur til að bera af lífs- nautn, glaðlyndi, tryggð, um- burðarlyndi, þrautseigju, svo að nefndir séu einhverjir þeir kostir sem maki þinn getur ætlazt til af þér. Þetta vill oft gleymast og maður verður sjálfur að minna sig á það; komi áminningin frá makanum, er hætt við að litið verði á hana sem móðgun og hún geri aðeins illt verra. Þetta ætti öllum að vera í blóð borið, en það er alltof al- gengt að ungir karlar og kon- ur geri sér alltof miklar vonir þegar gengið er í hjónabandið. „Hann hafði lofað að gera mig hamingjusama“ verður oft við- kvæðið og í því er fólgin öll raunasagan. Hann lofaði meiru en hann gat staðið við. Hún hélt að hamingjan væri eitt- hvað sem hægt sé að gera kröfu til. Þeir eru auðvitað margir sem eru ekki svo einfaldir, vita að bæði verða að leggja sitt af mörkum. Og þá halda þeir að allt falli í ljúfa löð. Þau unna hvort öðru, eru trygg hvort öðru, sýna hvort öðru gagn- kvæman skilning, eru þolin- móð hvort við annað. Allt gengur bærilega. Við og við gerir m. a. s. hamingjan vart við sig, en þó er eins og eitthvað vanti. Úr öllum áttum er því haldið að fólki að ást karls og konu sé allt að því himneskt í eðli sínu, og þegar menn reka sig á að raunin er önnur og hinar barnalegu hugmyndir eru falln- ar hver um aðra, verður oft ekki annað eftir en kaldlyndi og vantrú. En sumir telja sér trú um að þar sem þeim tókst ekki að höndla ástina og hamingj- una í fyrstu lotu, þá hljóti hana vera að finna einhvers annars staðar. Og þá er stutt í við- kvæðið: „Konan mín skilur mig ekki“. Þetta heyrir maður oft af vörum karlmanna sem eru fjarri því að vera léttúðugir eða útsláttarsamir. Þetta geta verið „traustir11 eiginmenn, í þeim skilningi að þeir eru ekki að sækjast eftir neinu ævin- týri. Þeir eru þvert á móti á höttunum eftir hinni „miklu ást“ og þegar þeir finna hana, þá er hætta á ferðum. Þessir menn eru einmitt hættulegir bæði sjálfum sér og sínum, vegna þess að þeir eru „traust- ir“ og ,,vandaðir“. Þeir hafa aldrei, heldur ekki þegar þeir voru ungir, verið útsláttarsam- ir, þeir hafa „sannarlega ekki haft neina löngun til að halda framhjá konunni sinni.“ En því afdrifaríkara getur það orð- ið, þegar þeir halda að þeir hafi fundið „ástina miklu.“ Það getur meira en verið að mað- ur af þessu tagi þyrfti í raun- inni að fá annan maka. Það kann að vera. Þó er það öllu líklegra að hann hafi meiri þörf fyrir. að kynnast annarri konu um lengri eða skemmri tima, en án varanlegra tengsla. Slík kynni geta orðið öllum til nokkurrar ánægju og jafnvel til varanlegs gagns, — líka eig- inkonunni. Einmitt líka eiginkonunni. Hún kemst hjá öllum þeim erfiðleikum og öllu því and- streymi sem skilnaður hefur i för með sér, og oftast verður eiginmaðurinn tillitssamari og jafnvel skemmtilegri en hann átti að sér áður. Hann þykist vita upp á sig „sökina.“ Þetta er náttúrlega oftast með því skilyrði að konan viti ekki hvað er að gerast. Finni hún það á sér, þá forðast hún að gera mikið veður út af því. Það er að segja, ef hún lætur skynsemina ráða. En hvað um ástkonuna? Skipta tilfinningar hennar engu máli? Það er nú svo að hún kynnist aðallega kostum eigin- mannsins (og elskhugans) okk- ar. Það er yndislegt meðan það helzt. Láti hún skynsemina ráða, þá gerir hún sér fulla grein fyrir því að það væri önnur saga að vera gift honum. En það er ekki alltaf sem skynsemin fær að ráða, og þá verður niðurstaðan skilnaður. Síðar munum við víkja að því hvernig hann ber að. En það má segja það strax að færri skilnaðir yrðu af þess- um sökum ef allt það fólk sem eins er ástatt fyrir og elskhug- anum og ástkonunni sem við höfum verið að tala um, gerði sér grein fyrir öllu því erfiði sem skilnaður leggur. á það. Meðan skilnaður mannsins við konu sína stendur yfir, hlýtur hann og ástkonan að spyrja sjálf sig hvað verði í rauninni eftir af þeim sjálfum til að hafa með í hið nýja hjónaband. Svo ekki sé sú nærtækari spurning: — Eigum við að gera allt þetta fólk óhamingju- samt? Er þetta þess virði? Sumir kynnu að svara því til, að þetta sé ósköp einfalt mál, annaðhvort elski maður- inn konu sína eða þá hina kon- una. Sé gert ráð fyrir því að hver maður geti aðeins unnað einni konu, að maðurinn sé í eðli sínu einkvænismaður, þá ætti aðvitað að vera lítill vandi fyrir hann að velja á milli. En einkvænið er manninum alls ekki eðlilegt. Karlmenn Framh. á bls. 42.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.