Fálkinn - 17.05.1965, Page 31
mtt
m
upptunt
Gústaf E. Pálsson,
borgarverkfrœðingur
Hann er Rangæingur,
fæddur 20. janúar 1907 að
Ytri-Skógum undir Eyjafjöll-
um sonur Páls bónda þar
Bárðarsonar frá Sauðafelli
undir Eyjafjöllum og konu
hans Margrétar Oddsdóttur
frá Ytri-Skógum.
Gústaf varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykja-
vík árið 1928, en fór síðan
til Þýzkalands og lauk prófi
í byggingaverkfræði frá TH
ar mannvirkja hér á landi,
svo sem Sogsvirkjunar,
Andakílsárvirkjunar, Göngu
skarðsárvirkjunar, síldar-
verksmiðja á Skagaströnd
og Siglufirði o. fl. Greinar
hefur hann skrifað í
Tímarit Verkfræðingafélags-
ins um verkfræðileg mál-
efni, einkanlega um stein-
steypu og gatnagerð. Hann
var skipaður borgarverk-
fræðingur í Reykjavík árið
1961.
Gústaf er tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Mar-
grét Bjarnadóttir Péturs-
sonar forstjóra, en hún lézt
eftir skamma sambúð.
Seinni kona Gústafs er
Kristín Guðmundsdóttir frá
Móum á Kjalarnesi, systir
Teits bónda þar. Þau Gústaf
og Kristín eiga fjögur börn.
í Dresden 1934. Réðst hann
þá sem verkfræðingur til
Vegagerðar ríkisins og starf-
aði þar til 1941. Hann var
einn af stofnendum Al-
menna byggingafélagsins í
Reykjavík og framkvæmda-
stjóri þess frá 1941 — er
hann var ráðinn borgar-
verkfræðingur Reykjavíkur.
Garðprófastur Stúdentagarð-
anna í Reykjavík, var hann
frá 1934 til 1940. í stjórn
Ve/kfræðingafélags íslands
1944—1946 og formaður þess
1950—1952.
Sem framkvæmdastjóri
Almenna byggingafélagsins
vann Gústaf Pálsson að
byggingu ýmissa meirihátt-
„Það er ekki að spyrja að því!"
sagði Peter, eftir að hann hafði
lesið nafn mannsins, sem hafði
hringt. „Hvers vegna þarf nú
hr. Snyder endilega að koma til
New York í dag?“
„Hver er Snyder?" spurði
Loren og lagaði á sér hárið fyrir
framan spegilinn. Rokið á leið-
inni hafði ýft það allt.
„Snyder er félagi minn,“ anz-
aði Peter.
Hann og Snyder höfðu lög-
fræðiskrifstofu í Washington, og
Snyder var eldri í starfinu.
„Fyrirgefðu," sagði hann við
Loren, „ef Snyder hringir ...“
Ef Snyder hringdi, varð Peter
að tala við hann strax. Hann
gekk að símanum og valdi núm-
erið. Loks svaraði kvenrödd:
„Halló?"
„Þetta er Peter Sayers. Hr.
Snyder bað mig að hringja i
þetta númer. Gæti ég fengið að
tala við hann?“
„Ó, hr. Sayers!" Röddin við
hinn endann varð glaðlegri. „Það
var gott, að þér hringduð! Það
er út af Perkins ... Ég er einka-
ritari hans.“
Og það líka, hugsaði Peter og
sneri sér að Loren, sem beið
sitjandi í djúpum hægindastól
og fletti timariti.
Perkins var einn af þýðingar-
mestu viðskiptavinum lögfræði-
skrifstofunnar.
„Gæti ég nú fengið samband
við hr. Snyder?" spurði hann.
„Hr. Snyder bað mig að biðja
yður að koma eins fljótt og
mögulegt er á skrifstofu Inter-
continental Lead. Hann þarf
nauðsynlega að tala við yður!"
Peter lofaði að fara strax af
stað og lagði á.
„Mér þykir þetta leiðinlegt,"
sagði hann við Loren, „en einn
góðan veðurdag verð ég kannski
yfirmaður lika, og þá líkar mér
heldur ekki, að undirmennirnir
láti biða eftir sér.“
Loren leit brosandi á hann.
„Hvað þarftu að vera gamall til
að verða yfirmaður?"
„Svona sextugur."
„Ég vil alveg eins, að þú sért
undirmaður," sagði Loren.
„Þú átt heldur ekki völ á öðru,
eins og stendur," sagði Peter.
„Það er satt. Eða ef við eigum
að vera nákvæm: Ég hef valið
undirmanninn. Fæ ég ekki koss
fyrlr það?“
Hún fékk hann og líkaði hann
vel. „Einn í viðbót," sagði hún.
—v—
Loren horfði á eftir Peter,
þegar hann ók burtu.
En varla var bíllinn horfinn
út af lóðinni, þegar hún fann
aftur til kvíðans, sem hún hafði
gleymt í bili.
Ráðalaus stóð hún í forstof-
unni.
Þögnin í húsinu fór í taug-
arnar á henni.
Hún ætlaði að fara að ganga
út á svalirnar, þegar síminn
hringdi.
Hún tók upp tólið og svaraði.
„Loren? Ert þetta þú?“
„Já ... Við hvern tala ég?"
„Þetta er Alice Jackson!"
Það var eins og Loren hefði
fengið raflost, þegar hún heyrði
nafnið.
Hún fann, að hún svitnaði á
enninu.
Hún stóð þarna, kreisti sima-
tólið og kom ekki upp orði.
„Er þér batnað aftur?" spurði
Alice Jackson. „Ég er búin að
hafa svo mikiar áhyggjur út af
þér! Ég hef margreynt að ná í
þig, en þú varst ekki heima hjá
þér, og þess vegna prófaði ég
að hringja til frænda þins!"
„Hvers vegna ...“ Loren kingdi.
„Hvers vegna hefurðu haft
áhyggjur, Alice?"
Og hún hugsaði: Ég verð að
hitta hana ... ég verð að hitta
►
bara áhuga á morðingjanum"
Á þessum seinasta hálftima
virtist Peter enn gerbreyttur.
Það var eins og hann hefði safn-
að saman öllum efasemdum og
spurningum og ýtt þeim alger-
lega burt úr huga sínum.
„Jæja, ég held það sé kominn
tími til að reyna að njóta sunnu-
! dagsins!" sagði hann.
„Já, gerum það,“ sagði Loren
Peter faðmaði hana að sér.
Og skyndilega fannst honum
þetta faðmlag vera seinasta
kveðja þeirra ...
—v—
„Afsakið," sagði Charles kjall-
| arameistari og rétti Peter Sayers
minnisblað, þar sem hann hafði
skrifað símanúmer. „Þér eruð
beðinn að hringja strax í þetta
númer."
Peter og Loren voru nýkomin
frá Ridgefield, þar sem þau
höfðu fengið sér snarl í svang-
inn.
FJELAGSPRENTSIHOJUNNAR
SPÍTALASTÍG 10 — (VIÐ ÓÐINSTORG)
ERU AFGREIDDIR MEÐ
DAGS FYRIRVARA
VAMDAO EFMI
FÁLKINN 31