Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 19

Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 19
legt, að mér þótti engin skömm að því að leggja það strax fyr- ir vin minn prófessorinn. Fyrir skömmu hafði verið gerð til- raun til þess að brjótast inn í málverkasalinn hjá Steinari, og af þeim sökum höfðu verið gerðar mikilvægar varúðarráð- stafanir til þess að gera húsið eins óaðgengilegt sem frekast var unnt. Utanaðkomandi þjóf- ur hafði raunverulega enga möguleika til þess að komast inn í húsið. Ef einhver íbúanna hafði stolið myndinni, hafði hann varla heldur neina leið til þess að koma henni undan. Sannarlega mjög ónotaleg að- staða fyrir þjóf. En samt, samt var myndin horfin. Ég labbaði mig til Skarphéð- ins upp úr hádeginu daginn eft- ir hvarf myndarinnar og hitti svo vel á, að hann var að semja fyrirlestur fyrir byrjendur í rökfræði. Ég vissi, að honum þótti það svo ákaflega leiðin- legt, að ég hugsaði mér gott til glóðarinnar að kvabba á honum. Enda var raunin sú, að hann notaði hverja afsökun, sem hann fann til þess að slá þessum hvimleiða starfa á frest. Hann fór strax að iða í skinninu, þegar hann sá mig, enda hef ég líklega borið það með mér, að mér var talsvert niðri fyrir. Prófessorinn var heldur ekkert að hafa fyrir því að bjóða góðan daginn, ensagði bara: „Byrjaðu“. Ég skýrði honum þá tafarlaust frá stuld- inum, hvaða fólk hefði verið á staðnum, og því sem ég hafði komizt að síðar í sambandi við málið með yfirheyrslum og húsrannsókn. Lesandinn verð- ur að fyrirgefa þó að frásögn mín sé nokkuð skýrslukennd á stöku stað, en það er vaninn, þegar um lögreglumál er að ræða, að hafa allt eins formlegt og mögulegt er. Ég kom fyrst að Ránarstíg 140 kl. 5 um nóttina klukku- tíma eftir að hvarfið var upp- götvað. Davíð Guðmundsson lögregluþjónn, sem var á verði við framhlið hússins, stóð þá vörð við forstofudyrnar, og hann hafði einnig safnað öllu fólkinu saman í stóra salnum, þar sem málverkin eru geymd. Híbýlum er þannig háttað, að húsinu er eiginlega tvískipt. í austurhlutanum, sem er á einni hæð er aðsetur þjónustufólks- ins, eldhús, bað, þvottahús og forstofa. I þeim hluta eru einn- ig báðar þær dyr, sem á húsinu sru, forst'ofudyrnar á framhlið- inni, sem snýr í suður og þvottahúsdyrnar sem snúa í norður. Vesturhlutinn er á tveimur hæðum og er sú neðri einn stór málverkasalur. Úr honum liggur stigi upp á efri hæðina, þar sem íveruherberg- in eru 5 að tölu, salerni, og gluggalaus myrkrakompa til ljósmyndunarstarfa sem er eitt afáhugamálum Steinars. Fimm herbergjanna vita í norður, eitt í vestur, salernið, og eitt í aust- ur, herbergið, þar sem Páll og Halldór sváfu, og er glugginn á því rétt yfir þaki austurálm- unnar. í vestasta herberginu á bakhliðinni sefur móðir Stein- ars, þá er herbergi Geirs og við hliðina á því myrkrakompan, síðan koma tvö herbergi, sem Steinar hefur að jafnaði til um- ráða og svaf Randvér í þvi eystra, sem er hornherbergi og veit í austur og norður. Verður að ganga í gegnum herbergið, sem Steinar svaf í til þess að komast inn í það. Ekki er hægt að komast milli álmanna eftir kl. 10 á kvöldin. Þá er einu hurðinni á milli þeirra læst og þjófabjalla sett í samband. Alla gluggana í austurálmunni er hægt að opna en á neðri hæð- inni í vesturálmunni hins veg- ar engan. Á efri hæðinni er hins vegar hægt að opna alla glugga nema þann, sem er í herberginu, sem Steinar svaf í. í myrkrakompunni og salern- inu eru engir gluggar. Meðan á húsrannsókn stóð, sem reyndar bfr eng»* árang- ur, hóf ég yfirheyrslur og var Steinar fyrstur. Frásögn hann var svohljóðandi: „Kl. 10 um kvöldið voru allir gengnir til náða nema ég og Randvér, og, röbbuðum við saman í um það bil tvo klukkutíma. Þá hringdi síminn, og fór Randvér upp, meðan ég var að svara, en þact var reyndar skakkt númer. Þá var málverkið á sínum stað, en það hangir beint yfir síman- um. Ég fór svo sjálfur í háttinn um tvöleytið; ég er vanur aiJ vinna við skrifborðið hérna niðri fram að þeim tíma. Þegar ég kom inn í mitt herbergi, tók ég eftir því, að Randvér var ekki farinn að sofa, því hann gekk um gólf. Kallaði ég þá til hans, hvort ekki væri allt f lagi, og svaraði hann því ját- andi. Ég sofnaði skömmu síðar, en vaknaði svo við símhring- ingu um fjögurleytið. Ég fór £ símann, og fannst mér þá ég heyra einhvern skarkala uppi þegar ég tók upp tólið. Stúlku- rödd var í símanum, sem sagði: „Þetta er Morgunsíminn lif. Klukkan er fjögur, góðan dag- inn“. Síðan var skellt á. Upp- götvaði ég þá, mér til mikillar skelfingar, að málverkið var horfið. Ég kallaði þá upp á þá Pál og Halldór, og vöknuðu ► FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.