Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1965, Page 21

Fálkinn - 17.05.1965, Page 21
ana í herbergjunum á efri hæð- inni. Þá var alla hægt að opna nema þann sem var í herberg- inu, sem Steinar svaf í; þar í var heilt gler. Við sáum út um gluggann, hvar stigi lá upp að grindverkinu í bakgarðinum. — Þennan stiga mætti auð- veldlega reisa upp að hús- veggnum og ^klifra úr honum inn um einhvern glugganna sagði Skarphéðinn. — Ég var nú búinn að taka eftir því, sagði ég, — en það er bara ómögulegt að komast óséður inn á hæðina, því fólk hlyti að vakna við það, ef ein- hver væri að skríða inn um gluggann. -— Mikið rétt, sagði prófess- orinn og glotti. — Við skulum nú koma niður og Ijúka rann- sókninni. — Ég tók eftir því, að það lágu nokkrar filmur af nýrri gerð á borði í myrkrastofunni og það var á þeim litur, sem vakti grunsemd mína, sagði prófessorinn við Steinar. — Já, ég botna hreinlega ekkert í því, sagði Steinar. — Við Randvér fórum upp í kompuna í gær, og ég tók þá til þessar filmur, því ég var að hugsa um að stækka í dag. Ég fór inn í kompuna áður en lög- regluþjónarnir fóru að leita, til þess að verja filmurnar fyrir birtunni, því þær skemmast í vanalegu rafmagnsljósi, enþær voru þá orðnar ónýtar, þótt allt væri í lagi með þær í gær. — Merkilegt, sagði prófess- orinn. — Líttu nú hérna á rammann, sem málverkið var í, Ljónharður. Sérðu nokkuð sérstakt við það, hvernig mynd- in hefur verið skorin úr? — Það virðist ekki vera mjög vandlega gert, sagði ég. Sennilega gert í flýti. Það sást, að myndin hafði verið skorin úr með hárbeittu verkfæri, sennilega rakvélar- blaði. Það var þó ekki betur gert en svo, að smábútar höfðu orðið eftir í rammanum hér og þar. KLÆÐIST FÖTUM FRÁ OKKUR UNDIRFÖT ÚR NYLON OG PRJÓNASILKI CERES, REYKJAVÍK — Jæja, sagði prófessorinn, —ég held ég geti nú sagt þér næstum því örugglega, hver stal myndinni. Það eru að vísu fleiri en einn möguleiki fyrir hendi, en málsatvikin benda hins vegar öll í sömu átt. Hugs- anlegt væri ef til vill, að þjóf- urinn hefði hagað stuldinum þannig, að staðreyndirnar bentu á þann, sem ég hef í huga. En það væri hins vegar algerlega órökrétt að reyna að skella skuldinni á þann mann, því hann er raunverulega sá, sem átti einna verst með að stela myndinni. Ég myndi nú ráðleggja þér að sleppa fólkinu og halda uppi njósnum um okkar mann. Það verður erfitt, að ná málverkinu á annan hátt. Komdu svo til mín á morgun og segðu mér úrslitin. Þegar ég kom daginn eftir heim til Skarphéðins, var hann niðursokkinn í krossgátu. Hann leit þó upp, þegar ég hafði hóst- að nokkrum sinnum og sagði glottandi: — Hvernig gekk? — Þetta reyndist vera rétt hjá þér, sagði ég hálffúll yfir sigrihrósandi svip hans. — Við handtókum hann skömmu eftir, að maður hafði farið inni hús hans með pakka, sem leyndi sér ekki hvað í var. Við kom- um að þeim, þegar þeir voru að taka utan af málverkinu, svo það var ekkert fyrir þá að gera annað en játa —. Svo bætti ég við svolítið illkvittnis- lega. — Ég þorði nú ekki ann- að en láta njósna um hina gest- ina líka, þar sem ég held, að þessi lausn þín á málinu hljóti að standa nokkuð veikum fót- um. — Ekki svo mjög, sagði pró- fessorinn og setti upp fullorð- inssvip, eins og hann ætlaði að fara að klappa mér á kollinn, og sagði í fræðimannlegum tón: — Þegar ráða þarf gátur af þessu tagi, þar sem ekki er hægt að útiloka möguleikana þannig, að aðeins einn verði eftir, er nauðsynlegt að prófa alla þá, sem fyrir hendi eru, og athuga, hvernig þeir koma heim við málsatvikin. Hvað úti lokunaraðferðina varðaði, gerði ég mér strax grein fyrir því, að utanaðkomandi maður eða ein- hver af þjónustuliðinu gat ill- mögulega hafa tekið myndina, nema þá að einhver heima- manna væri þeim samsekur. Móðirin eða bróðirinn gátu ekki framkvæmt þjófnaðinn sjálf vegna líkamlegra ástæðna. ► 21 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.