Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 34

Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 34
# Myndin sýnir jarðgöngin, sem voru 117 metralöng og lágu dýpst 10 m undiryfirborði — lengstu göng, sem vitað er til að hafi verið grafin £ stríðinu. Eins og teikningin sýnir, var byrjað að grafa göngin undir ofninum í bragga 104. A teikningunni scst einnig „her- bergið“, þar sem loftdælan var staðsett og tekið var á móti jarðveginum úr göng- unum. Fangarnir dreifðu jarðvcginum úr göng- unum hér og þar, er þeir voru við vinnu innan fangabúðanna, og þurftu að beita miklum klókindum til að vekja ekki grunsemdir Þjóðverja. 1%/faður heitir Paul Brickhill, ÍTJl fyrrverandi orrustuflug- maður og stríðsfangi í fanga- búðum Þjóðverja er nefndar voru Stalag Luft III. í fangabúðum þessum var gerð ein hin djarfasta tilraun til undankomu, sem þekkt er frá styrjaldarárunum 1939— 1945. Paul Brickhill reit bók um þá atburði, og nefndi hana „Escape to Danger“, seinna reit hann stærra verk um sömu atburði og varð það til þess, að leikstjórinnbandaríski, John Sturges, fór á stúfana og sauð upp úr verki Brickhills kvik- mynd, er hlaut sama nafn. Kvikmynd þessi hefur nú verið á heimsmarkaðinum um nokkurt skeið og hlotið nokkra viðurkenningu. John Sturges er íslendingum annars að nokkru kunnur fyrir kvikmyndina um Gamla mann- inn og hafið og ekki síður fyr- ir myndina „Sjö hetjur“. Mynd Sturges um hetjurnar sjö átti sér reyndar japanska hliðstæðu — eða fyrirmynd. „The Seven Samurai“, sem Akiro Kurosawa gerði árið 1954. Kurosawa er aftur á móti sagður hafa haft „Western" myndir John Fords sem fyrir- mynd. Hver svo sem stolið hefur hverju frá hverjum verður því ekki neitað, að hetjurnar sjö, sem Sturges bar ábyrgð á voru á margan hátt vel gerðar og því ekki úr vegi að ætla hann mann til að veita nokkra á- nægju — í mynd sinni um flótt- ann. Sturges er ekki heldur með öllu ókunnur flóttamyndum, þar eð hann hefur áður gert mynd um flótta, og þá frá Fort Bravo (1953). Kannski er það reyndar gá- lauslega skrifað, er ég minnist á ánægju af Flóttanum mikla, þar eð staðreynd þess máls er sú, að af þeim 82, er út komust voru 56 drepnir á næstu dögum og aðeins þrír sluppu að öllu. Frá öllu þessu segir í bók Brickhills, og þó ef til vill miklu fremur í annarri bók, sem nefnist „Þrír komu aftur“ og er skrifuð af einum þeirra þriggja, er sluppu, Jens Muller. í grein, sem Jens Muller skrifaði í „VI MENN“ fyrir nokkru, gerir hann grein fyrir því, hvernig John Sturges hef- ur farið með staðreyndir í mynd sinni. Hann segir þar meðal annars frá því, að í myndinni sé það sýnt, að op jarðgangna þeirra, er flóttinn fór fram um (117 m á lengd) hafi snemma orðið Þjóðverjunum ljóst, þó að í raunveruleikanum hafi einmitt það opið (eitt af þrem) verið þeim hulið til loka. Hann segir einnig frá því, að síðasti hluti myndarinnar sé hrein fantasía Sturges og bend- ir á, að það sem raunverulega gerðist hafi ekki síður verið til kvikmyndunar fallið. Sjálfur kemur Múller hvergi fram í myndinni og ekki félagi hans á flóttanum, sem einnig slapp, norskir báðir, — en aftur á móti koma fram Englending- ur og Pólverji, uppdiktaðar persónur að öllu, en í þeirra sætum. Þriðji maðurinn, sem slapp, fær aftur á móti nokkurt rúm í myndinni og þar er staðreynd- um fylgt að miklu leyti. Það verður fróðlegt að bera saman bók Brickhills og verk Sturges, þegar þar að kemur, ekki sízt með tilliti til þess, að Jens Múller lætur að því liggja, að þá er hann hitti Sturges að máli við frumsýningu myndar- innar í London hafi Sturges ekki verið með of hýrri há vegna þeirrar tiltektar sinnar að filma að vild og hugarflugi undir lokin. Og veruleikinn, hvernig var hann þá? Eins og áður er sagt voru 56 drepnir næstu daga eftir flóttann. ekki var einu ^ Þetta er Jens MuIIer, sem var einn þriggja sem komust undan. Hann er nú flugstjóri lijá SAS. Auk hans sluppu landi hans Per Bergsland og Hollendingurinn van der Stock, sem er nú læknir í Suður-Ameríku. Ein aðalpersónan í myndinni er leikin af Steve Mc Queen. Hann leikur bandarískan flugmann, sem ekkert lætur sér fyrir brjósti brenna; hlutverkið eykur spennu í myndinni, en persónan er tilbún- ingur einn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.