Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 5
Hún Gunna upplifði það að
komast í stutt ferðalag tii
Norðurlanda. Þegar hún kom
aftur heim, mátti hún til með
að heimsækja hana SigRU, vin-
konu sina, og seg.ia henni frá
ferðinni. Það var ekki laust
við að það vaeri dálítil öfund
og iafnvel óvild hjá Siggu í
garð vinkonu sinnar. Berst nú
talið að því hvernig Gunna
hefði skilið málið. Játar Gunna
að hún hafi ekki skiiið stakt
orð til að byrja með. Þá snýr
Sigga sér hróðug að Gunnu og
segir:
— Ég er nú góð í öllum
Norðurlandamálunum, nema
kannski ekki í þýzkunni!
Send. Rúnar Vilhjálmsson,
Suðurlandsbraut 83.
ýVlóitWi
Það hafði verið tekin hóp-
mynd af börnunum og kennar-
inn var að reyna að fá þau til
þess að kaupa hvert sína mynd-
ina. Hann sagði, að það yrði
svo gaman fyrir þau síðar meir
að horfa á myndina og rifja
upp fyrir sér gömul nöfn —
þarna er hún Jóna, hún er nú
gift og á mörg börn. Þarna er
hann Siggi, hann fór til sjós.
Þarna er hann Nonni, hann er
nú orðinn læknir, o. s. frv.
Þá kallaði pabbastrákur aft-
ast úr bekknum:
—Og þarna er hann Halldór
kennari, hann er nú dauður!
Send. X—8.
Pabbi sat með mömmustelpu,
sem hafði verið óþæg, og bað
hana um að vera þæga, þvi
að ef hún væri ekki þæg, þá
myndi mamma fara frá henni
og pabba.
Mömmustelpa sat lengi hugsi,
en sagði síðan snöggt með
skelfingu í svipnum:
— Já, pabbi. Ef mamma fer,
þá getur enginn búið til mat
handa okkur!
Þegar Mick Jagger, sem við
sögðum lítillega frá í siðasta
blaði, hitti Keith Richard i
fyrsta skipti var sá síðar-
nefndi með plötubunka undir
hendinni — allar með Chuck
Berry. Mick og Keith voru
álíka hrifnir af þessum lista-
manni, og upp frá þessari
stundu urðu þeir óaðskiljan-
legir vinir.
Keith Richard var fæddur
í Dartford 18. desember 1944.
Faðir hans var raffræðingur
og hann óskaði sannarlega
eftir því, að sonurinn myndi
feta i sömu slóð.
Afi Keiths lék á fiðlu og
gítar í danshljómsveit, en
varla af sama móð og Keith
áti eftir að leika.
Keith gekk vel í skóla og
hann var vinsæll hjá kenn-
urunum. Einn þeirra sagði
um hann: Keith er blátt
áfram. Hann hlær þegar hann
er glaður, grætur þegar hann
er hryggur. Það er auðvelt að
finna út hvað hann er að
hugsa. Hann er opinskár pilt-
ur.
Um íþróttir hefur Keith
þetta að segja: Það var allt
í lagi með venjulegan fót-
bolta. Ég var ekki góður
knattspyrnumaður, en mér
fannst gaman að vera úti
undir beru lofti. En þegar við
skiptum yfir í Rugby, þá var
mér öllum lokið. Mér líkaði
víðavangshlaup ágætlega. Ég
var vanur að fela mig bak
við einhvern runna og beið
svo eftir hlaupurunum, sem
komu móðir og másandi til
baka, og þá kom ég inn i
hópinn og hljóp meðal þeirra
öftustu þá stuttu leið sem
ófarin var til skólans!
Keith fékk spánskan Rosetti
gítar að gjöf frá foreldrum
sínum og hann sýndi strax
góða getu. Afinn tók hann í
nokkra tíma og svo hlustaði
hann á Chuck Berr.y og æfði
og æfði. Næst segjum við
stuttlega frá Brian nokkrum
Jones.
Sjón og saga.
Send, Unnar Sigurleifsson.
[ I á .f Laus staða lafnarfjarðarkaupstaður óskar eftir að ráða konu aldrinum 25 tíl 50 ára til að starfa i Hafnar- irði á vegum kaupstaðarins. ?
Tíminn. Send. Hafsteinn Þorvaldsson, Engjavegi 28, Selfossi.
Mndarleeri en Bítlarnir
„Faðir gíraffi" fer sínar eigin ieiðir
SUDUR í Napólt starfar nú og
hefur starfaö um árabil brerk-
ar pre-stur, &em hlotið hefur
þann dóm italskra blaða að
hann sé „undarlegasta fyrir-
brigðið, sem borirt hefur frá
Rretlaodi bin síðari ár að bítl-
Morgunblaðið. Sendandi. Unnar Sigurleifsson.
Þak með spemim og öllu
fauk inn í eldhús
Morgunblaðið. Sendandi. B. V.
Brauzt inn til
að skila þýfi
Vísir. Sendandi. B. V.
■ . ATVINNA ATVINNA
KONA ÓSKAST
Kana 6aKasL.MLafi ,leeg1a ofan 6 brauS' o fl. Uppl. 1 síma 19457 og
;K«fftttofunni Hafnarstræti 16. ,
Vísir. Sendandi. N. N.
KuMigóðurfyrirgróíurinn
Vísir. Sendandi. B. V.