Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 28

Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 28
Tom Jones sem eiginmann, lézt hann ekkert í því skilja. „Nú veit ég það,“ hrópaði hann eftir stutta umhugsun. „Nú veit ég hvað gerir allan þráann í stelpukindinni... það er þessi lávarðsfjandi, ég hefði átt að geta sagt mér það sjálfur. En því heiti ég, að sá ráðahagur skal aldrei verða, og vilji Tom Jones hana, þá skal hann líka fá hana, eða enginn ella.“ Herra Allworthy brýndi enn fyrir landeigandanum að beita ungfrú Soffiu ekki neinni harð- neskju, en fara að henni með föðurlegri bliðu. Hann hafði mörg orð um nauðsyn þess og lauk svo þeirra samtali að sinni, að Western landeigandi mælti: „Ekki veit ég hvað gerir, ná- granni sæll, en þér skal alltaf takast að vinna mig á þitt mál. Þó er landareign min sízt minni en óðal þitt og auður þinn engu meiri en minn — og gáfur okk- ar hef ég haldið nokkurn veginn álíka...“ En nú gerðust skjót umskipti, því að Western landeigandi, sem — með allri virðingu sagt fyrir þeim mæta manni — hafði stað- ið á hleri og fylgzt með samtali þeirra, ruddist inn i stofuna og var hvorki lágværari né hógvær- ari en hann átti vanda til. „Þetta er tóm lygi í stelpunni, nágranni sæll, ®kki satt orð í því sem hún segir. Ég get svarið og lagt við sáluhjálp mína, að hún mundi fleygja sér i fangið á þessum bölvuðum þorpara og glæpa- manni, þessum Tom Jones, ef hún gæti komið þvi við og svona er hún, ekkert nema þráinn og mótspyrnan gegn vilja minum, þannig hefur hún alltaf verið og þannig verður hún, þó að hún sé dóttir mín.“ „Nú hefur þú rofið heit þitt, nágranni," sagði herra All- worthy, „eða lofaðir þú því ekki að beita ekki neinni ósanngirni eða hörku við dóttur þína, sem á það sannarlega ekki heldur skilið, jafn góð og vönduð hún er.“ „Góð og vönduð — bölvað þráablóðið ..." Sneri hann sér nú að dóttur sinni, og bauð henni að halda upp i herbergi sitt og hreyfa sig ekki þaðan nema leyfi hans kæmi til, hverju hún hlýddi orðalaust. En sem hún var á brott gengin, sneri landeigand- inn sér að herra Allworthy og kvað ástæðu til þess að hann vildi hafa sterkt varðhald á dótt- ur sinni. Kvaðst hafa fengið bréf frá lafði Bellaston, þar sem hún tilkynnti að Tom Jones yrði lát- inn laus úr dyflissunni þá og þegar, og skyldi hann þvi hafa gát á stelpugálunni. Er hann hafði lokið þeim lestri sínum, krydduðum hressilegu orðbragði, tók herra Allworthy til máls og skýrði landeigandan- um í fáum orðum frá því, hvers hann hefði orðið visari varðandi atferli Blifils unga og ætti Tom Jones því minnsta sök á ógæfu sinni sjálfur. Yfirleitt eru skapbráðir menn öðrum fljótari að skipta um skoðun, þegar svo ber undir og var Western landeigandi sannar- lega ekki nein undantekning frá þeirri reglu. Herra Allworthy hafði ekki fyrr skýrt honum frá því að hann hyggðist gera Tom Jones aðalerfingja sinn, en land- eigandinn var þvi eins eindregið fylgjandi að fá hann fyrir tengdason og hann hafði áður verið því mótfallinn. Og þegar herra Allworthy minnti hann á að ungfrú Soffía hefði sjálf sagt að hún gæti ekki hugsað sér FERTUGASTI OG ÞRIÐJI KAFLI. Nálgast sögulok Þegar herra Allworthy sneri aftur heim til híbýla sinna sagði frú Miller honum að Tom Jones væri þangað kominn fyrir litilli stundu. Bað herra Allworthy liana að sjá svo um að endur- fundir þeirra yrðu í einrúmi, hvað hún gerði, og verður þeim ei með orðum lýst. Féllust þeir í faðma og báðu hvor annan inni- lega fyrirgefningar, en herra All- worthy skýrði Tom Jones frá því hvernig hann hafði látið blekkjast af falsi og fagurgala Blifils unga og mundi sig iðra þess öll þau ár, sem hann ætti ólifað, þvi að þar með teldi hann allt það, sem Tom Jones kynni að hafa leiðst út í, einnig — og kannski fyrst og fremst sína eigin sök. Tom Jones bað fóstra sinn ekki mæla slíkt; þegar hann liti til baka yfir farna leið, þætti sér sem flest það mótlæti, er hann hafði í ratað mestan part fyrir sitt eigið gáleysi og breyzk- leika, hefði orðið sér til nokkurs þroska. Ein væri þó sú stórsynd, sagði Tom Jones, sem sér hefði orðið á að drýgja, að vísu óaf- vitandi, sem hann fengi ekkí undan risið og hlyti guð að hafa gert sér þá refsingu fyrir illt athæfi. „Vil ég ekki leyna þig neinu, fóstri, ekki heldur því, sem mér hefur verst á orðið ...“ Herra Allworthy greip þá fram í fyrir honum; kvaðst mundu fara nærri um við hvað hann ætti og væri þessi synd hans ekki eins alvarleg og hann héldi. Sagði herra Allworthy honum upp alla söguna um skyldleika þeirra, eins og frú Waters hafði honum sagt, og þarf ekki að orð- lengja það hvilikri byrði var létt af samvizku Tom Jones, og hve endurfundirnir urðu jafnvel enn innilegri en fyrr, er hann vissi hve náskyldur hann var Jomjonesl Eftir HEMI FIELDING ____________________ 28 fálkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.