Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 27

Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 27
Stein, „voruð þér i Bryant Park á föstudaginn milli 2 og 3?“ 1 þvi birtist Charles, kjallara- meistari. „Mætti bjóða gestunum eitt- hvað?“ Loren leit spyrjandi á Stein og Simmons, og báðir hristu höfuð- ið. Charles hneigði sig og fór. „Já, eins og ég var að segja — hvar voruð þér á föstudaginn milli 2 og 3?“ „Ég ...“ Áður en Loren komst lengra, hafði Peter Sayers setzt við hliðina á henni. „Ég vildi benda ykkur á, að ég er lögfræðingur ungfrú Hart- ley,“ sagði hann. „Ég geri ráð fyrir, að þið séuð hingað komnir í i embættiserindum?" Stein kinkaði kolli. „Eins og þér hafið réttilega getið yður til, komum við hingað til að fram- kvæma formlega yfirheyrslu.“ „Hefur ungfrú Hartley verið ákærð? Táknar sú ákæra, að það væri mögulegt að taka ungfrú Hartley fasta í Connecticut-riki vegna flóttatilraunar?" Þeir taka ekki frekar tillit til mín í samræðunum en ég væri krakki, hugsaði Loren ... . „Nei.“ Andlit Steins var svip- brigðalaust eins og gríma. „En ef þér og skjólstæðingur yðar skylduð samt sem áður hafa í hyggju að ferðast þangað, hefði lögreglan í Connecticut fulla heimild til að handtaka ungfrú Hartley." „Hr. Stein,“ Loren fannst kom- inn tími til að blanda sér í sam- talið. „Ég vildi gjarna svara spurningu yðar núna.“ „Gerið þér svo vel, ungfrú Hartley." „Ég veit ekki hvar ég var á föstudaginn milli 2 og 3. Það getur verið að ég hafi verið í Bryant Park — en ég gæti alveg eins hafa verið einhvers staðar allt annars staðar." Stein hallaði sér aftur á bak i stólinn sinn og horfði hugsandi á trjáþyrpingu yzt í garðinum. „Getið þér ekki verið aðeins nákvæmari, ungfrú Hartley?" Bernhard Simmons lagði hend- urnar á hnén, virti Loren fyrir sér og sagði ekki orð. Það glamp- aði á rauðleitt hár hans í sól- skininu. „Það eina, ,sem ég get sagt yður, er, að 20 mínútur yfir 5 vaknaði ég á bekk í Bryant Park. En hvernig ég komst þangað og hvað ég hafði verið þar lengi, — það get ég því miður ekki sagt yður, þótt það hljómi ótrú- lega." Það varð stutt þögn. Stein skoðaði ennþá trjáþyrp- inguna. Simmons virtist vera niður- sokkinn í að rannsaka andlit Lorenar í smáatriðum. Frá næsta garði barst' glymj- andi úr útvarpinu. „Má ég spyrja einnar spurn- ingar?" Peter lagði handlegginn Framh. á bls. 30. MEÐ HIRZUU UNDIR SKRÚFUR OGANNAÐ SMÁDÖT * FRAMLEIÐUM HINA ÞEKKTU SKÁFAl ÞREM STÆRÐUM, 16,24 OG 32 SKOFFU.__ lOOI :Spi' 'iyi VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.