Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 16

Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 16
þið eigið góða sinfóníuhljóm- sveit og getið haldið uppi fjöl- breyttu menningarlífi svona fá- menn þjóð — þið standið miklu framar í þeim efnum en Bóli- vía.“ „Hvað haldið þér, að þér verðið lengi hér?“ „Tvö—þrjú ár, býst ég við. Ég er þó hræddur um, að ég læri ekki íslenzku á þeim tíma. Bæði virðist mér málið mjög erfitt og svo tala íslendingar yfirleitt þessa fyrirtaks ensku.“ „Hvaða mál talið þér ann- ars?“ „ítölsku og spönsku og hrafl í frönsku. Ég var sex ár á Ítalíu og rúm tvö í Bólivíu þar sem spænska er aðaltung- an.“ Don R. Torrey j skrifstofu sinni. Hjá honum er einkarit- ari hans, Mildred Archie. LITIÐ INN I UPP- LÝSINGA- ÞJÓNUSTU BANDA- SÍZT af öllu hefði ég nú búizt við að verða send- ur til íslands," segir Don R. Torrey, hinn nýi yfirmaður Upplýsingaþjónustu Bandaríkj- anna, sem tók við af Raymond Stover skömmu fyrir síðustu áramót. „Það er töluvert stökk frá Bólivíu hingað norður eftir. En ég kann ágætlega við mig í Reykjavík. Og landið ætla ég að skoða í sumar þegar hlýna tekur í veðri.“ Útlit hans minnir á brezkan ofursta, a. m. k. eins og þeim er gjarnan lýst í skáldsögum, en þegar hann byrjar að tala getur enginn verið í vafa um þjóð- ernið. Don R. Torrey hefur starfað lengi í þjónustu Banda- ríkjastjórnar og dvalizt í mörg- um löndum, þó aldrei jafn- norðarlega á hnettinum og núna. Hann stundaði söngnám á Ítalíu og lauk M. A. prófi frá Columbia háskólanum í New York sem tónlistarkennari en samt varð músíkin ekki ævi- starf hans, þótt áhugi hans á henni hafi ekki dvínað með ár- unum. ÉG söng í karlakór dóm- kirkjunnar í Washing- ton,“ segir hann með hálfgerð- um söknuði við tilhugsunina, „og ég sæki alltaf tónleika hvar sem ég er staddur. Hér fer ég á sinfóníutónleikana í Háskóla- bíói, og ég er alveg hissa hvað TTVERNIG lízt yður á að starfa hér — hafið þér einhverjar breytingar á prjón- unum?“ „Mér lízt prýðilega á það, og ég geri ráð fyrir ýmsum minni háttar breytingum, einkum í þá átt að nýta betur salarkynni bókasafnsins. Með því að færa bókaskápana þéttar saman má fá rými í öðrum endanum sem TEXTI: STEINUNN S. BRIEM MYNDIR: RUNÓLFUR í ameríska bókasafninu. Kristín Pétursdóttir svarar spurningum viðskiptavinar, Don R. Torrey fylgist með. RIKJANNA OG RÆTT VIÐ YFIR- MANN HENNAR FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.