Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 18

Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 18
Mér hefur jafnan verið það kærkomið viðfangsefni að taka mér penna í hönd, þegar eitt- hvað hefur borið við í starfi mínu, sem telja má óvenjulegt og ólíkt því, sem það hefur að öðru jöfnu upp á að bjóða. Starf lögreglunnar inniheld- ur sjaldnast neitt sögulegt eða spennandi, en einstaka sinnum verður hún þó að horfast í augu við ráðgátur, þar sem málsat- vik eru svo óvenjuleg og vill- andi, að hana skortir reynslu og stundum skarpskyggni til þess að bregða ljósi yfir þær. í okkar fámenna þjóðfélagi eru vandlega undirbúin og þaul- hugsuð afbrot svo fátíð, að glæpamaðurinn sleppur oftast við refsingu, þar eð lögreglunni verður aflfátt í átökunum við hann, sakir ókunnugleika og þekkingarskorts á stærri af- brotum, sem löggæzlulið stór- þjóðanna glíma við dag hvern. Nokkur slík mál hafa þó verið upplýst hér, og þótt skömm sé frá að segja hefur það oftast verið að þakka manni, sem alls ekki er í lögreglunni, að þau hafa verið leyst. Mér þykir því tilhlýðilegt að velja fyrst og fremst í skrif mín það efni, sem varðar þessa hjálparhellu lög- reglunnar sérstaklega. Þessi maður, sem er í áberandi stöðu vill ekki láta síns rétta nafns getið svo ég kalla hann Skarp- héðinn Lárusson, en hann er prófessor við háskólann og nýt- ur þar mikillar hylli nemenda sinna eftir því sem ég hef heyrt. Þar sem við prófessorinn er- um mjög nánir vinir bæði vegna samstarfsins og fráfornu fari, álít ég að það muni standa mér nær en mörgum öðrum að varpa nokkru ljósi yfir afrek hans. Annað, sem styður þá á- kvörðun mína að taka fyrst og fremst til meðferðar þau mál, sem hann hefur verið viðrið- inn, er það, að mörg þeirra hafa leystst á þann hátt, að al- menningur hefur ekki fengið vitneskju um úrslitin, Þau hafa því verið hulin nokkurs konar dularblæju í augum fólks, og margar munnmælasögur hafa komizt á kreik varðandi þau, sem ekki hafa við nein rök að styðjast. Þótt langt sé um liðið síðan flestir þeir atburðir áttu sér stað, sem nú koma fyrir augu lesenda, neyðist ég til þess að nota gervinöfn á stöku stað, og endrum og eins eru staðsetningar rangar. Ég kýs að skýra fyrst frá ráð- gátunni um horfna málverkið og styð það val mitt tvennum rökum. í fyrsta lagi er þetta eitt af fyrstu málunum, sem prófessorinn leysti fyrir lög- regluna. I öðru lagi skýrir Skarphéðinn ýtarlegar frá þeim rökfræðilegu ályktunum, sem leiddu til úrlausnar málsins en oft annars. Ég get því birt les- andanum hans eigin orð eða því sem næst um það, hvernig hann vegur og metur möguleik- ana, útilokar suma og fær þá niðurstöðu, sem bezt kemur heim við málsatvikin. Sá galli er þó oft á gjöf Njarðar í sam- bandi við rökfræðilegar niður- stöður af þessu tagi, að þær skilja ekki alltaf einungis einn möguleika eftir. Lausnirnar á dæmunum geta stundum verið fleiri en ein. Þó er það oftast svo, að sú niðurstaða, sem sennilegust er og studd beztum rökum, reynist að jafnaði vera sú rétta. Nú er víst rétt að fara að víkja sér að efninu, og verð ég að vara mig á þeim veik- leika mínum að steypa mér út í drepleiðinlegar hugleiðingar um efnið, sem lesandinn hefur eflaust lítinn áhuga á. Og þá er það sem sagt ráðgátan um horfna málverkið. í stórhýsi hins kunna útgerð- armanns Steinars Sigurðssonar að Ránarstíg 140, var allt í upp- námi, því hinu heimsfræga málverki „Þjóð í hlekkjum“, hafði verið stolið. Randvéfr Skúlason, sem málaði myndiná og var staddur á heimili Stein- ars, þegar hvarfið varð, áleif, að hún myndi vera um það bil tveggja milljóna króna virði. Þessa tölu hafði hann frá hin- um kurfpa brezka uppboðshald- ara, Sir Roger Smallbone, sem taldi verðið jafnvel of lágt á- ætlað, fremur en hitt. Þá nótt, er hvarfið átti sér stað, voru staddir á heimili Steinars auk hans Geir bróðir hans, Ólöf móðir hans og fjög- urra manna Þjónustulið. Þetta fólk var allt heimilisfast á staðnum. Næturgestir voru þrír: Páll Sveinsson, lögfræð- ingur, Halldór Halldórsson, skipstjóri og auk þess áður- nefndur Randvér Skúlason. Þótt embættisstolt mitt sé ekki minnaenyfirlögregluþjóni hlýðir að hafa, fannst mér mál þetta frá því fyrsta svo ómögu- SÖGUPERSÖNUR: Ljónharður Ólafsson, yfirlögregluþjónn og sögumaður. Skarphéðinn Lárusson, rökfræðiprófessor. Steinar Sigurðsson, útgerðarmaður og milljónamær- ingur. Geir Sigurðsson, bróðir hans. Ólöf Geirsdóttir, móðir þeirra. Páll Sveinsson, lögfræðingur. Randvér Skúlason, fyrrverandi málari. Halldór Halldórsson, skipstjóri. Davíð Guðmundsson, lögregluþjónn. Þjónustufólk. 18 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.