Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 42

Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 42
HALLUR SÍMONARSON skrifar um FRÆGT SPIL. Suður gefur. Austur-Vestur á hættu. * Á-G-8-4 ¥ 10-7 * Á-G-6-4-3 * K-3 A 7-C-5-3 V Á-G-8-6-4 ♦ K-8-7-5 * Ekkert A Enginn ¥ D-9-3-2 ♦ D-10-9-2 A D-G-9-6-2 A K-D-l 0-9-2 V K-5 ♦ Enginn A Á 10-8-7-5-4 Sagnir: Suður Vestur Norður Austur 2 A pass 2 ♦ pass 2 A pass 4 ♦ pass 4 A pass 4 gr. pass 6 A pass 6 A pass pass pass Vestur spilaði út tígulfimmi. Spilið hér ao ofan kom fyrir f leik Ítalíu og Bandaríkj- anna í heimsmeistarakeppninni 1959. Þar sem ítalirnir sátu í Norður-Suður, gengu sagnir eins og sýnt er hér að ofan. Chiaradia opnaði á tveimur laufum, sem segir frá langlit í laufi og löngum hliðarlit. Forquet sagði einfald- lega tvo tígla, og stökk hans í fjóra tígla er slemmutilraun, þar sem spaði er samþykktur sem tromp. Eftir að Chiaradia hafði sagt spaða aftur, sagði Forquet fjögur grönd (ekki Blackwood) og Chiaradia, sem átti aðra fyrirstöðu í hjarta (kónginn), tók áskoruninni og stökk í sex lauf, sem Forquet breytti í sex spaða. Bandaríkjamaðurinn Fishbein, sem sat í Austur, doblaði. Hann átti reyndar ekki neinn öruggan varnarslag, en hann reiknaði með, að slemman gæti ekki unnizt, þar sem spaðinn og laufið hjá varnarspilurunum skiptist eins illa og mögulegt var fyrir ítalana. Og hann reyndist hafa rétt fyrir sér, því sagnhafi fékk aðeins 10 slagi — eða 300 fyrir USA. Chiaradia kastaði hjarta á tígulásinn, spilaði spaða og tók á kónginn og spilaði laufi. Vestur (Hazen) trompaði, vann slag á hjartaásinn og spilaði öðru hjarta, sem Chiara- dia trompaði, en hann tapaði síðar slag til viðbótar á lauf. Við hitt borðið, þar sem Bandaríkjamennirnir voru N-S (Stakgold og Hammon) gengu sagnir þannig: Suður Vestur Norður Austur 1 A 1 ¥ 1 A 2 ¥ 4 A pass 5 ♦ pass 5 A pass pass pass Austur spilaði út hjarta — og Stakgold tapaði tveimur slögum á hjarta og einum á lauf — 50 fyrir Ítalíu. Utan úr forstofunni gat Peter séð inn i dagstofu Lorenar. Það var vitanlega herbergi með tveimur gluggum, sem sneru að húsagarðinum. Og inn um gluggana flóði sið- degissólin og lýsti upp gólftepp- ið á tveimur stöðum. Peter gekk inn. Og svo hrökkl- aðist hann aftur á bak. Á miðju teppinu lá maður... Hann var ekki alveg beinn. Fingurnir á hægri hendinni voru útglenntir, með þeirri vinstri hafði hann gripið í gólf- ábreiðuna. 1 bakinu á manninum stóð eldhúshnífur. Þetta var gamall feitur maður. Móleit skyrtan hans var lítið eitt opin í hálsinn. Sólargeisli lék um skallann á honum. Framh. í næsta blaði. • Hekluð blússa Framh. af bls. 39. Haldið áfram með mynstrið, það eru 60—64—68 mynstur í röðinni. Heklið beint þar til síddin er 37—38—39 cm. Fellt af fyrir handveg hvorum megin í 2. hverri röð fyrst 2 mynstur og því næst 1 mynstur 2—3—4 sinnum, afg. 52—54—56 mynst- ur. Heklið beint, þar til hand- vegurinn er 18—19—20 cm. Fellt af fyrir öxl beggja vegna (Það þarf að slíta garnið hverju sinni), 6 mynstur 2svar, 4—5—6 mynstur 1 sinni afg. 20 mynstur. Hætt. Framstykkið: Fitjið upp 128 —136—144 kl. með heklunál nr. 2%. Haldið áfram með mynstrið, það eru 62—66—70 mynstur í röðinni. Heklið beint þar til síddin er 37—38—39 cm. Skiptið við miðju og heklið hvora öxl fyrir sig 31—33—35 mynstur. Tekið úr fyrir hand- veg eins og á bakinu. Heklið beint með 26—27—28 mynst- ur, sem eftir eru, þar til hand- vegurinn er 14 cm. Fellt af fyrir hálsmáli í hverri röð 4 mynstur 1 sinni, 2 mynstur 2svar og 1 mynstur 2visvar, afg. 16—17—18 mynstur. Þegar handvegurinn er 18—19—20 cm er fellt af fyrir öxl eins og á bakinu. Ermar: Fitjið upp 72—78— 84 kl. á heklunál nr. 2y2. Hald- ið áfram með mynstrið, það eru 34—37—40 mynstur í röð- inni. Aukið út um 1 mynstur (2 kl.) hvorum megin í 6. hverri röð, þar til 42—45—48 mynstur eru í röðinni. Heklað beint, þar til ermin er 29—30— 31 cm löng. Fellið af hvorum megin í hverri röð 2 mynstur 1 sinni og 1 mynstur 16—17— 18 sinnum. Hætt. Líning: Fitjið upp með tvö- földu garni 3 kl. með heklunál nr. 5 og heklið 2 fl. (fasta^- lykkjur) í kl. röðinni ★. Verið með nálina í hægri hendi, garnið aftan við vinnuna, snú- ið handavinnunni frá hægri til vinstri (% hring), stingið nál- inni gegnum báða lykkjubog- ana í síðustu 1. á fyrri röð sl. u., dragið bandið í gegnum sl. u. dragið bandið í gegnum báðar 1. á nálinni, heklið fl. á sama hátt ★. Endurtekið frá ★—★ þar til líningin er nógu löng, á að vera neðan á peysunni, ermunum og í hálsmálinu. Frágangur: Allt pressað var- lega á röngunni. Saumið saum- ana saman. Saumið líningarn- ar flatar á frá réttu. • Hjónabantf Framh. af bls. 11. vita að það er ekki eðli þeirra. Sumar konur halda að þær geti aðeins unnað einum manni. En við sk-ulum segja að eigin- maðurinn okkar velji á milli, kjósi skilnaðinn og ástkonuna. Hann kann að neyðast til þess. Nýja hjónabandið hefur ekki byrjað gæfulega. Það er margt sem á bjátar. Barnanna úr fyrra hjónabandinu er saknað og ekki má gleyma peninga- málunum. Það kemur að fyrsta rifrild- inu og þá hugsar hann með sjálfum sér: „Var þetta svo sem allt sem ég hafði upp úr krafs- inu. Nú er ég farinn að rífast hér. Gamla sagan ætlar að endurtaka sig, bara á nýjum stað.“ Hún hugsar með sjálfri sér: ,,Ég verð að gæta mín að gera honum ekki gramt í geði. Hann hefur lagt svo mikið í sölurnar til að giftast mér.“ (Framh.). • MiElilandaflug F í Framh. af bls. 25. mannahafnar, enda standa þar opnar dyr til allra átta. t sumar eru farnar 11 ferðir á viku til Kaupmannahafnar — morgunfexðir alla daga og fjór- ar síðdegisferðir, þar af tvær með viðkomu í Bergen. Það er því ljóst að það er nóg að starfa á skrifstofu fé- lagsins við Vestei'brogade. Þar vinna 10—13 manns undir stjórn Vilhjálms Guðmundss. Fyrsti vinningur í verðlauna- getrauninni er flugferð til Kaupmannahafnar og áfram til Costa Brava. 42 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.