Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 37

Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 37
Það er margs að minnast a löngum starfsferli. Hér ræðast þeir við Svanur SteindórsEon, prentari og Hafliði Helgason, prent- smið.iustjóri í Félagsprentsmiðjunni. Svanur hóf störf hjá prent- smiðjunni 1945 og prentaði Iengi Vísi og Fálkann á meðan hann var prentaður hjá Félagsprentsmiðjunni. Hafliði hefur unnið hjá Félagsprentsmiðjunni um háifrar aldar skeið; byr.jaði sem sendili, lærði síðan prentiðn og tók við framkvæmdastjórastarf- inu árið 1934. Haukur Einarsson frá Miðdal hefur unnið i Félagsprentsmiðjunni í ein 20 ár. Hann er hér á tali við Sæunni Jóhannesdóttur, sem er gift Þorsteini Asbjarnarsyni, verkstjóra. HVAD GERIST ÞESSA VIKU Hrúturinn. 21. marz—20. apríl: Fyrrihluti vikunnar er hentugur til ferðalaga eða til að skipuleggja væntan- iegar ferðir, en þó mun aðallega verða um stuttar ferðir að ræða, því að óvænt atvik í vikulokin gætu haft þau áhrif, að þú neyddist til að sitja heima af heilsu- farsástæðum. NautiS, 21. avríl—21. maí: Þetta er mjög heppileg vika til að koma lagi á persónuleg fjármál þín, kaup og sölu. Þetta á aðallega við um fyrrihluta vikunnar, því að það má búast við, að þú verðir einum um of örlátur á peninga í skemmtanir í vikulokin. Tvíburamerkiö, 22. max—21. júní: Áhugi þinn á daglegum störfum þinum er nú mikill og þú ættir að geta afkastað miklu þessa viku, en það má búast viö að fjölskyldu þinni finnist hún vanrækt að einhverju leyti, og gæti þao orðið til- efni til árekstra. Krabbinn, 22. júní—23. júlí: Þú ættir að reyna að njóta sem mestrar hvildar fyrri hluta þessarar viku, þvi að ske kynni, að þú þyrftir á öllu þinu að halda síðar i vikunni. Forðastu umfram allt að lenda í deilum. LjóniS. 2i. júlí—23. áffúst: Vinir þínir og kunningjar munu reyn- ast þér sérlega hliðhollir. Fyrir þeirra til- stilli munu margar óskir þinar rætast. Þú ættir að fara sérstaklega gætilega með fjármuni þina seinnibluta vikunnar. Meyjan. 2i. áaúst—23. sevt.: Jafnvel þótt fyrrihluti vikunnar hjóði upp á sérstaklega gott tækifæri til að auka vinsældir þínar og afla þér viður- kenningar, þá gæti komið fyrir það atvik í persónulegum málefnum, sem kollvarp- aði öllu fyrir þér. Voain. 2i. sevt.—23. okt.: Þó nú séu að mörgu leyti góðar afstöð- ur til utanlandsferða og ferðalaga yfir- leitt, munu þó óvænt atvik verða til þess að margir munu verða að hætta við férðalög og nota heldur timann til hvíldar. Drekinn. 2i. okt.—22. nóv.: Þú munt sinna fjármálunum, og þá sérstaklega sameiginlegum fjármálum, meira þessa viku en endranær, en þó að þér virðist allt ætla að ganga þér í hag, gæti það snúízt á annan veg, ef þú gætir ekki fyllztu varkárni i sarnskiptum við aðra. BogmaSurinn, 23. nóv.—21. des.: Samband þitt við maka eða félaga ætti að geta orðið þér til sérstakrar ánægju þessa Viku. Gerðu þitt til að það geti haldizt. Það gæti orðið til þess að fólk liti mildari augum á yfirsjónir þínar. Steingeitin, 22. des.—20. janúar: Þú hefur ástæðu til að gleðjast yfir batnandi heilsufari, en of mikil ferðalög og þeytingur um helgina gæti orðið til þess að aftur sækti i sama farið. Skemmt- anir eru beztar í hófi. Vainsberinn. 21. janúar—19. febrúar: Þú munt að öllum líkindum skemmta þér óvenju mikið þessa viku. Einnig gæti þessi vika boðið upp á skemmtileg ástar- ævintýri sem þó gætu fengið nokkuð skyndilegan og óvæntan endi. Eyddu ekki um efni fram. Fiskarnir, 20. febrúar—20. marz: Heimilis- og fjölskyldulíf þitt virðist vera mjög ákjósanlegt þessa stundina. Þú ættir því ekiki að spilla því með ó- þarfa aðfinnslum, því að það gæti haft i för með sér óvænt málalok. FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.