Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 6

Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 6
I SLENZKAR HÚSMÆÐUR ÖÐRUM HEIMSAIFUM JÁ, ég hefði vel getað hugsað mér að setjast að í Kongó, Þetta er draumaland, paradís á jörðu. Okkur leið dásamlega þar, og ég veit, að ég mun sakna Afríku alla mína ævl.“ FRÚ Margrét, dóttir Ólafs Thors fyrr- verandi forsætisráðherra og eigin- kona Þorsteins Jónssonar flugstjóra, er sýnilega ein þeirra hyggnu kvenna sem kunna að laga sig eftir umhverfi og aðstæðum og njóta þess bezta sem hvert land hefur upp á að bjóða. Hún talar um dvöl sína í belgísku Kongó með ljóma í augum, leggur áherzlu á hina margvíslegu kosti lands og þjóðar, en lítur á ókostina með heimspekilegu jafnaðargeði. Trumbusláttur allar nœtur „En óeirðirnar og ósköpin sem ganga þarna á?“ „Blessuð vertu, við vorum þar ein- mitt í öllum látunum. Ég get full- vissað þig um, að það var miklu hroða- legra að lesa um þetta í heimsfréttun- um en vera á staðnum. Við urðum ekki svo mikið vör við rósturnar — ja, við vorum ekkert að ana út þegar hætta var á æsingum, víð hlustuðum bara á trumbusláttinn á næturnar og fórum eftir honum. Ef hann var rólegur, gát- um við verið eins og við vildum daginn eftir, en værl hann hins vegar mjög æðisgenginn, höfðum við hægt um okk- ur. Svo einfalt var það.“ paradis á jör^u „Skildirðu trumbumálið?“ „Nei, ekki nema það sem ég gat getið mér til af blænum hverju sinni. Kunningjar okkar sem höfðu búið þarna lengi, voru alveg búnir að læra það. Þetta er símakerfi innfæddra Kongó- búa, og eitt af því sem ég sakna mest hérna, er að heyra ekki í trumbunum á næturnar.“ Seld fyrir 50 franka „Hvað bjugguð þið lengi í Kongó?“ „Tæp þrjú ár. Við fórum þangað i júlí 1957 og komum heim í maí 1960. Ja, þ. e. a. s. við komum heim í frí einu sinni á ári, mánuð til sex vikur, en al* komin 1960. Ég ætlaði alls ekki að fara heim, en ég átti von á barni, og belgísku læknarnir voru farnir úr landinú. Ég vildi ekki hætta á að eignast barn án þess að geta fengið læknisaðstoð, og þess vegna komum við til íslands. Seinna fréttum við reyndar, að það hefði verið búið að selja okkur fyrir 60 franka, húsið, - innbúið, börnin og mig.“ „Til matar?“ „Nei, nei, en það þykir nú enginn smáræðis fengur að ná sér í hvíta konu. Það er sérstaklega fínt og hvítar eigin- konur mjög eftirsóknarverðar." | „Finnst svertingjunum þær falleg- ar?“ „Nei, andlitsfallinu eru þeir ekki hrifnir af, þessar þunnu varir og mjóu nef þykja mikil óprýði, en aftur á móti er ljósi hörundsliturinn og hárið fagurt i augum þeirra.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.