Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 35

Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 35
 Loftdælan sem Jens MiiIIer lét smíða. Rörin eru gerð úr mjólkurdósum. Loftdælan gerði föngunum kleift að athafna sig í göngunum er lágu út fyrir girðing- una umhverfis fangabúðirnar. sinni haft fyrir því að setja yfir þeim rétt. Gífurlegur fjöldi fólks, óbreyttra borgara og hermanna tók þátt í leitinni að þeim og vart höfðu þeir verið fundnir, er þeir bitu í gras að fullu og öllu. Talið er að um fimm milljónir manna hafi tek- ið þátt í leitinni um lengri eða skemmri tíma. Yfirmaður fangabúðanna var, er þetta gerðist, Von Lindeier offursti. Gestapo setti hann frá sínu ógeðslega embætti tafar- laust, er kunnugt varð um flótt- ann, en hann mun, áður en af því varð hafa látið í Ijósi nokk- urt stolt yfir því, að í hans fangabúðum höfðu verið slíkar hetjur. Og þá er bara að bíða eftir myndinni, sem sýnd verður í Tónabíói. H. E. ,,Sjö dagar í maí“ er heiti á næstu framhalds- sögu. Kvikmynd hefur verið gerð eftir sögunni (Seven days in May) og verður hún sýnd í Há- skólabíó í haust. ENK UM „ÞÖGNINA" Þögnin, kvikmynd Ingmars Bergman, hefur víða verið mikið vandamál fyrir kvilc- myndaeftirlitið. Kvikmyndin var sýnd óstytt í Svíþjóð, en Bergman gerði útflutningsein- tak af kvikmyndinni, sem var nokkuð frábrugðið upprunalega eintakinu. Þetta reyndist óhjá- kvæmilegt, þar sem kvik- myndaeftirlit margra landa neituðu að sýna kvikmyndina eins og hún kom upphaflega frá hendi Bergmans. En jafn- vel útflutningseintakið verður stundum að þola úrfellingar. í Bandaríkjunum neitaði sá að- ilinn, sem sá um dreifinguna þár, að sýna kvikmyndina fyrr en hún hefði verið stytt enn frekar. Sænska kvikmyndaíé- lagið, sem sér um dreifinguna fyrir Bergmann, hefur látið í Ijós óánægju sína vegna með- íerðarinnar, sem myndin fékk í Bandaríkjunum. í Bretlandi var myndin stytt lítilsháttar. Menn hafa velt því fyrir sér hvernig islenzka kvikmynda- eftirlitið muni bregðast við, þegar Hafnarfjarðarbíó, tekur kvikmyndina til sýningar. OMEGA - Constellation OMEGA úrin Constellation og Seamaster eru með dagatali, sjálftrekkt, vatnsþétt, seg- ulvarin og höggþétt. Hvert einstakt úr er ná- kvæmlega rannsakað og fer ekki á markað, nema fyllilega megi treysta því. Þetta er gjöf, sem sérhver karlmaður er stoltur af. n OMEGA

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.