Fálkinn - 17.05.1965, Page 20
Spítalastíg 8. Sími 14661. Pósthólf 671.
ÖBNINIY
Winther þríhjol
Margar stærðir og gerðir
þeir strax og komu fram á
stigabrúnina. Ég bað þá um að
vekja Randvé og koma síðan
niður, sem þeir gerðu að vörmu
spori allir þrír. Ég hringdi á
lögregluna, og Páll náðiíDavíð
lögregluþjón, sem var fyrir ut-
an“.
HVERFISGÖTU 16
SÍMI 2-1355
Steinar hafði ekki fleiru við
að bæta og talaði ég þá við
Pál. Hann hafði einskis orðið
var frá því að hann fór upp og
Steinar kallaði í hann. Hann
lá reyndar vakandi, þegar sím-
inn hringdi í seinna skipti, og
hélt, þegar hann fór að hugsa
um það, að hann hefði heyrt
daufa hringingu um fjögurleyt-
ið, en ekki sett það neitt í sam-
band við símann.
Móðirin eða bróðirinn höfðu
engu við að bæta né heldur
Halldór, en það var reyndar
hann, sem fór til að vekja
Randvé, en hann var þá vakn-
aður og kominn 1 buxur og
slopp. Hafði heyrt hringinguna,
ætlaði að athuga hvort nokkuð
væri að, fyrst hringt var svo
síðla nætur. Randvér fór upp
um eittleytið og gat ekki sofn-
að. Hann er vanur að gangaum
gólf, þegar þannig stendur á,
en hætti því þegar Steinar kom
upp, til þess að valda' ekki ó-
næði. Féll svo í svefn skömmu
séinna og vaknaði aftur við
hringinguna um fjögurleytið.
Lögregluþjónninn hafði
einskis orðið var né heldur
þjónustufólkið, sem fullyrti, að
þvottahúshurðin hefði ekki ver-
ið opnuð um nóttina. Ég reyndi
hurðina sjálfur, og hún var það
bólgin og opnaðist með það
miklum hávaða, að það hlytu
allir að hafa vaknað í húsinu,
ef hún hefði verið hreyfð.
Skarphéðinn hafði fylgzt með
frásögninni af miklum áhuga
og baunaði nú á mig spurning-
um.
— Sefur Steinar fast?
— Ég spurði hann ekki að
því.
— Er hægt að sjá allar her-
bergishurðirnar úr salnum?
— Já, nema úr símakróknum
austanvert við stigann.
— Er auðvelt að heyra í
símanum neðan að upp á efri
hæðina?
— Síminn er að vísu niðri,
en það liggur leiðsla úr honum
í bjöllu fyrir utan dyr Steinars.
— Það var merkilegt, sagði
prófessorinn, en hvernig leizt
þér nú á þessar persónur, sem
koma við sögu?
— Steinar virðist vera mjög
öruggur og trúverðugur ná-
ungi, sennilega nokkuð gamal-
dags í hugsunarhætti og dálítið
hávaðasamur. Geir bróðir hans
er spaugsamur, en lamaður og
kemst ekki um nema í hjóla-
stól. Gamla konan er orðin
skar og virðist skilja lítið af
því sem sagt er við haná.
Ég þagnaði og hagræddi mér
í stólnum, því Skarphéðinn
virtist í þungum þönkum.
— Hvað er um gestina að
segja? sagði hann svo.
— Eins og ég gat um áðan,
gerði Randvér málverkið, sem
um er að ræða. Hann var
heimsfrægur- málari hér í eina
tíð, en varð að hætta fyrir um
það bil sautján árum. Þá fékk
hann Parkinsonsveiki og varð
að hætta að mála vegna riðu af
völdum hennar. Hann er nú bú-
settur í London og, stundar þar
einhvers konar viðskipti. Hann
kom hingað til lands fyrir um
það bil mánuði síðan og leigði
sér þá inni í Vogum. En Steinar
bauð honum að koma og dvelja
hjá sér í vikutíma, og þá hann
það. Honum hefur sennilega
fundizt það skemmtileg til-
breyting frá einverunni. Ann-
ars er hann einn af þessum
mönnum, sem þú kynnist ekki
við fyrstu sýn.
— Nú jæja, sagði prófessor-
inn.
— Páll hefur verið lögfræð-
ingur Steinars undanfarin ár,
en er nú nýfluttur norður á
Akureyri, og var staddur í
bænum vegna viðskiptaslita
þeirra Steinars. Hann er ákaf-
lega kuldalegur og þurr á
manninn.
— Eins og margir starfsbræð-
ur hans, bætti Skarphéðinn við.
— Halldór er aftur á móti
allt önnur manngerð. Hann hef-
ur verið skipstjóri á millilanda-
skipum Steinars í fjölmörg ár
og á eiginlega ekkert heimili
nema á sjónum. Hann er ákaf-
lega glaðlyndur, og má sjá það
á nefinu á honum, að hann hef-
ur ekki verið minni vinur
Bakkusar en margir starfs-
bræðra hans. Þó ber fas hans
þess merki, að hann muni vera
þéttur í lund. Og ekki þarf að
fara í neinar grafgötur með
það, að hann er þéttur á velli.
— Ég verð nú að láta mér
þetta nægir í bili, sagði prófess-
orinn. — Það er ekki hægt að
gera meira fyrr en á staðinn
er komið.
Ég tók eftir því, að grannar
hendur hans titruðu ofurlítið,
eins og alltaf þegar hann var
í æstu skapi. Þrátt fyrir ytri
rósemi, hafði hann greinilega
sterka tilhneigingu til tauga-
veiklunar.
Þegar við komum upp á Rán-
arstíg, var fólkið orðið mjög
órólegt, enda hafði því verið
haldið á staðnum frá því um
morguninn. Prófessorinn fór
strax á stúfana og þaut um
húsið með mig í eftirdragi.
Hann aðgætti hvern krók og
kima. Hann athugaði sérstak-
lega vel loftræstingar-opin í
gluggalausu herbergjunum, sal-
erninu og myrkrakompunni.
— Hér er engu hægt að koma
út, sagði hann hinn ánægðasti.
— Mér er nú ekki ljóst, hvað
á þeirri vitneskju er að græða,
sagði ég, en hann var þá lagður
af stað til að rannsaka glugg-
TRÚLOFUNAR
ULRICH FALKNER guusm
LÆKJARGÖTU 2 2. HÆD
20
FALKINN