Fálkinn - 31.05.1965, Page 8
eru teknar til varðveizlu í minnishirzl-
um starfsfólksins. Þegar einhver spyr:
Hvernig er hún í raun og veru, þá eru
tilsvör sem þessi jafnan höfð á hrað-
bergi. (Þegar sminkarinn sagði.. svar-
aði hún . ..) Hún virðist þreytuleg.
Hann er einnig hjá förðunarmeistar-
anum. Meistarinn getur sagt þér að
Burton lítur aldrei á andlit sitt í spegli.
Ef hann þarf að lagfæra hálsbindið
tyllir hann speglinum þannig að hann
sér aðeins biridið, ekki andlitið. Hann
hefur stundum gaman af að segja frá
ummælum vinar síns O’Toole, sem sagði:
„Þig vantar ekki förðun heldur plastik-
aðgerð.“ Og hann brosir að þessari
fyndni.
Aðstoðarleikstjórinn gengur til henn-
ar. „Þú ætlar að segja þetta vanalega:
Við erum tilbúnir ef þið eruð tilbúin.
Ég veit það.“ Enn verður nokkur bið
á því að kvikmyndataka hefjist. Um
ellefuleytið er búið að hnika þeim fram
fyrir kvikmyndavélarnar og ljósin. Al-
gjör þögn ríkir á sviðinu. Allir bíða
þess að þau hefji starfið.
Aðstoðarleikstjórinn skellir óvænt
upp úr — en hlátur hans deyr jafn-
snögglega og hann byrjaði — kafnar
í fæðingunni. Konungur og drottning
eru byrjuð. Þau vinna hægt, en án af-
láts, einbeittar fagmanneskjur, þaul-
reyndar á sviðinu. Myndatökumönnun-
um tekst að ná af þeim nokkrum gulln-
um augnabliksmyndum. Þá hefst matar-
hlé.
Þau hverfa á brott. Enginn veit hvert
þau halda. Starfsfólkið horfir á eftir
þeim inn í græna Rollsinn með Gaston,
einkabílstjóranum, undir stýri. Bifreið-
inni er ekið á þeysingi. Þau koma aftur
eftir óratíma. Engin þorir að gera at-
hugasemdir við þessi löngu matarhlé.
Bæði virðast harðánægð, þau eru ham-
ingjusöm og glaðleg. Hún syngur. Hann
talar mikið segir frá námamönnunum í
Wales. Hann talar fallegt mál, er lit-
ríkur og töfrandi í frásögn sinni. Vinn-
an hefst á nýan leik, eftir að frásögn
hans lýkur. Þá hafa allir hlýtt á hann
hugfangnir og bíða þess að hann segi
frá seinna um daginn. Ný hvíld, kampa-
vín er borið fram, hann gerir að gamni
sínu. Framleiðandinn lýsir því yfir að
kvikmyndatakan gangi eftir áætlun.
Hver getur trúað því? Þeir sem fylgj-
^ „Ást okkar hefur aldrei ver-
ið traustari1.