Fálkinn - 31.05.1965, Side 9
VIÐ ERUM
TILBÚIMIR
EF ÞIÐ
ERUÐ TILBÚIN
ast með vita að framleiðandinn og leik-
stjórinn eiga í erfiðleikum með að fá
nægilega margar myndir af hjónunum.
Þau vilja ekki láta snúa sér til og frá,
þau vilja hafa hlutina eftir eigin höfði.
Þess vegna þýðir ekki að segja við þau:
Einu sinni enn, einu sinni enn.
Meðan á myndatöku stendur kemur
sendiboði með samkvæmiskjól frá Guy
Laroche. Vinnan stöðvast því hún þarf
að máta kjólinn. Tízkuherrarnir gefa
henni kjólana, sem hún klæðist fyrir
stærri samkvæmi eða hátíðir. Það er
auglýsing fyrir þá, ef hún vill bera
framleiðslu þeirra. Þelr keppast um að
hafa kjólana sem glæsilegasta og ný-
stárlegasta. Þeir eru listamenn þegar
þeir starfa með Elizabeth Taylor í huga.
Ef Richard er þreyttur eða leiður ákveð-
ur hún að senda afboð í samkvæmi.
Setjum svo að þeim hafi verið boðið
til kvöldveizlu, borðhalds, hjá Guy de
Rothchild, þessum auðuga og áhrifa-
mikla baróni. Hún sendir áritað kort:
„Vesalings Richard er svo laslegur og
þreyttur,“ undirritað E&R. Og hún lætur
kaupa blóm fyrir eitt hundrað dollara,
sem fylgja kortinu til barónsins. Svo
heldur hún heim með Richard í íbúð
þeirra í hótelinu. Þar klæðist hún létt-
um kvöldklæðnaði frá Dior-húsinu, og
þau setjast niður, rabba saman, lesa.
Og þegar líður á kvöldið ganga þau
til hvílu. Hún sér um að Richard hvíl-
ist vel.
„Ég hef aldrei séð hana jafn ást-
, fangna,“ segir einkaritari hennar, sem
hefur þekkt Elizabeth Taylor, í tæp-
lega tuttugu ár. Aðrir muldra: „Þau
eiga eftir að eyðileggja hvort annað.“
Og samband þeirra er krufið til mergj-
ar eins og talað sé um orrustuna við
Verdun.
Þau fara raunar sjaldan í samkvæmi.
Hún vill eiga hann ein. Hún veit líka
að það tekur hana margar klukkustund-
ir að búa sig í samkvæmi. Hún á
kjóla í tugatali, og það verður vandi að
velja. Hún þarf að láta snyrta andlit-
ið, greiða hárið, hvor tveggja gert af
mönnum sem beita kunnáttu sinni af
ótrúlegri lipurð og mikilli þolinmæði.
Framh. á bls. 11.
„Þig vantar ekki förðun
heldur plastaðgerð.“
ÍSWÍilSlillpiSi
&}>,■ . ; • ; •<•.•/•./ • •.. .
; ■■■■■ ..
MM'