Fálkinn - 31.05.1965, Page 10
IPMHWmijiirrrirTrTi-----------------------------------r~T~n~~iirrmTiniii|npiffliiiv»iiimi|lWl|iHlW|llliii
*
'*| Kl
HÆOA HÚS
ggjajMMgL/
L ^ÁTTA HÆÍ.A HÚs
NÝ hverfi rísa í höfuðborg’ íslands, hvert
af öðru, mörg augnayndi. Við eigum ekki
auðvelt með að fylgjast með hinni öru
stækkun borgarinnar. Byggðin hefur
breiðzt út með undraverðum hraða austur
á bðginn út undir Sundin og Flóann. Hin
nýju hverfi eru byggð I samræmi við
kröfur nútimans og fengna reynslu á
undanförnum árum. Eitt þeirra hverfa,
sem mönnum mun finnast til fyrirmynd-
ar í skipulagi, er að rísa á túnunum ofan
við Eliiðavog, austast í Austurhverfi
Reykjavíkur.
1 hverfinu, sem markast af Sæviðar-
sundi, Holtavegi og Kleppsvegi verða
átta og þriggja hæða fjölbýlishús, raðhús,
tvíbýlis- og einbýlishús fyrir meira en
eitt þúsund manns. Það sem einkum ein-
kennir liverfið er að bíiaumferð er öll
utan við hverfið. Bílabrautirnar liggja í
útjöðrum hverfisins og menn geta ekki
ekið inn í hverfið, og um það allt, heldur
aðeins upp að sínu eigin húsi. Inni í sjálfu
hverfinu verður friðsælt og fallegt. Þar
verða garðar og göngubrautir. Þær liggja
um hverfið hið innra út að verzlunarmið-
stöð hverfisins, barnaleikvelli, og barna-
heimili. Engir bílar, ekkert ryk.
f hverfinu verður gert mikið fyrir æsk-
una. Auk barnaieikvaliar, með fullkomn-
ustu tækjum verður barnaheimili og síð-
ast en ekki sízt íþróttavellir og íþrótta-
hús, sem Knattspyrnufélagið Þróttur mun
reisa. Gatan verður ekki leikvangur barn-
anna, né burfa sjoppur og rúnturinn að
verða athvarf unglinganna.
Framkvæmdir eru nýlega hafnar í liinu
nýja hverfi. Þar er nú búið að reisa sex
hæðir af átta hæða blokk. Þróttur hefur
komið upp gömlu húsi á landi sínu og
hyggst byrja að undirbúa gerð maiar- og
grasvallar. Byrjað verður á verzlunar-
miðstöðinni þegar íbúðarbyggingar eru
lengra á veg komnar. Það eru Byggingar-
félögin Súð h.f. og Byggingartækni h.f.
sem byggja stóru f jölbýlishúsin, en bygg-
ingafélög símamanna, vélstjóra og lög-
reglu, auk nokkurra annarra aðila, sjá
um hin fjölbýlisliúsin.
Þetta nýja hverfi rís þar sem áður voru
mikil og stór tún. Þaðan er útsýni hið
fegursta upp til fjalla og út á Sundin.
IVÝTT HVERFI í RFYKJAVÍK