Fálkinn - 31.05.1965, Side 15
ÞAÐ ER SJALDGÆF SJÓN
Það er sjaldgæf sjón að sjá kynbombu með pípu
í munninum. Þýzka stjarnan Elke Sommer er harður
keppinautur amerískra leikkvenna um sæti Marilyn
Monroe. Hún starfar um þessar mundir í Hollywood.
Hér er hún með manni sínum Joe Hyams. Elke
tottar pípuna, sjálfri sér og öðrum til skemmtunar.
Henni fer alls ekki illa að hafa pípu í munninum.
Hvenær byrja konur almennt að reykja pípu?
★ GLÆSILEGASTA far-
þegaskipið á höfunum, Mich-
elangelo, eign Italian Line
sigldi jómfrúarferð sína fyr-
ir fáeinum dögum milli
Genúa og New York. Michel-
angelo hefur vakið mikla að-
dáun allra sem hafa skoðað
skipið eða myndir af því, að
ekki sé talað um þá, sem
hafa siglt með því. Skipið
þykir óvenjulegt ásýndum
og þaðan af glæsilegra neðan
þilja en þar er allt sam-
kvæmt allri nýjustu tízku
— salir, gangar og herbergi
skreytt listaverkum.
★ WESTINGHOUSE hefur
framleitt grammófónplötur
og grammófón fyrir myndir,
tal og tón Tækið nefnist
Phonivid. Á plötunni eru
bæði ljósmyndir, tónlist og
frásögn. Myndin kemur fram
á sjónvarpstæki, en tal og
tónn í venjulegum hátölur-
um. Á báðum hliðum stórr-
ar 33 snúninga plötu má
koma fyrir 400 myndum,
ásamt 40 mínútum af tali
og tónlist. Þetta jafngildir
400 síðna „myndabók“-
Westinghouse gerir ráð fyr-
ir að geta síðar framleitt
grammófónplötur með kvik-
myndum ásamt tali og tón-
um.
★ NÝLEGA hefur Hedy
Lamarr hin fræga kvik-
myndaleikkona krafizt skiln-
aðar frá eiginmanni sínum.
Hún gerir kröfur um mánað-
arlegar greiðslur frá eigin-
manninum, sem nema sam-
tals um 20 þúsund krónum,
á þeirri forsendu, að hún
sé gjörsamlega eigna- og
peningalaus.
FÁLKINN 15
í PEIMIIMGAGJÁ Á ÞINGVÖLLUIVI
Norðmaðurinn Jean-Thommes Thomassen er heimskunnur
froskmaður, sem hefur um nokkurra ára skeið unnið afrek
við björgun verðmæta af botni hafs og vatna. Hann kom
til íslands fyrir tveimur árum og tók þátt í köfun á botn
Peningagjár á Þingvöllum. Leiðangurinn var kvikmyndaður
og síðan sýndur í sjónvarpi á Norðurlöndum. Thomassen
kom með margt verðmætra muna upp úr gjánni. í frásögn
norsks blaðs segir að fulltrúi Þjóðminjasafnsins hafi verið
viðstaddur. — Myndirnar skýra sig sjálfar. Á annarri þeirra
er Thomassen að kanna það sem er á botni Peningagjár.
Hin myndin er tekin eftir að hann kom upp úr gjánni.
Hann virðist vera ánægður með það sem hann fann þar.
Svo er að sjá að hann haldi á hálsmeni og talnabandi.