Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1965, Side 27

Fálkinn - 31.05.1965, Side 27
VERÐLAUNAGETRAUNIN TILHÖGUN VERÐLAUNA- GETRAUNAREMNAR ★ Verðlaunagetraun Fálkans, sem hófst í 18. tölublaði og lýkur mánudaginn 28. júní er í senn stórglæsileg og spennandi. ★ í hverju blaði verður birt mynd af íslenzkum leikara í hlutverki og eiga lesendur að ráða af mynd- inni hvaða leikrit er um að ræða. Til að gera getraunina auðveld- ari, eru talin upp þrjú leikrit og er eitt af þeim hið rétta svar. ★ Dregnir verða út þrír glæsilegir vinningar. 1. vinningur: 15 daga ferð til Costa Brava á Spáni fyrir tvo á vegum Ferðaskrifstofunnar Sögu. Flogið til Kaupmannahafnar og heim aftur með Flugfélagi íslands. Ferð- in stendur frá 6.—20. september. Fæði og hótelherbergi er að sjálf- sögðu innifalið. 2. vinningur: Ferð fyrir einn með GuIIfossi til Kaupmannahafnar og heim aftur með viðkomu í Leith. Farið héðan 18. september og komið til Reykjavíkur 30 septern- ber. Fæði og þjónusta innifalið. 3. vinningur: Flugferð fyrir einn til London og heim aftur með Flug- félagi íslands á tímabilir.u októ- ber—nóvember í haust. FOKKER „FRIEIMDSHIP” Eftir margþættar athuganir valdi Flugfélag íslands skrúfu- þotuna Fokker Friendship til flugs á flugleiðum innanlands. „Friendship" skrúfuþotan er upphaflega hugsuð sem arftaki DC-3 flugvéla, en að auki hef- ur hún reynzt færi um að leysa verkefni, sem til skamms tíma voru einungis ætluð fjögurra hreyfla flugvélum. Síðan „Fri- endship" skrúfuþotan, sem smíðuð er af Fokker verksmiðj- unum í Hollandi, hóf áætlunar- flug árið 1958, hefur vegur hennar vaxið ört og hún á mikl- um vinsældum að fagna, jafnt meðal flugfarþega og flugfé- laga. Löng reynsla verksmiðj- anna í smíði farþegaflugvéla, allt frá árinu 1919, hefur reynzt haldgóð og sé litið til baka, sést að Fokker flugvélar hafa unn- ið sér veglegan sess í flugsög- unni. Nöfn eins og „Southern Cross“, sem fyrst flaug frá Bandaríkjunum til Ástralíu og „Friendship“ Amalia Erhart, en hún flaug fyrst kvenna yfir Atlantshaf, hljóma kunnuglega og enn var það Fokker flugvél, sem fyrst flaug yfir Suður- heimskautið. Þegar þetta er skrifað hafa verið smíðaðar og pantaðar ,312 „Friendship" skrúfuþotur. Þær þykja kosta- gripir hvort heldur er á sól- bökuðum flugvöllum 1 hitabelt- inu eða í svala norðursins. Eig- endur „Friendship“ eru 89 að- ilar í 31 landi og flugstunda- íjöldi þeirra samanlagður er yfir eina og hálfa milljón stunda. „Friendship“ veitir farþegum sínum frábært tækifæri til út- sýnis um tuttugu stóra spor- öskjulagaða glugga. Sama hvar setið er í farþegarýminu, ekk- ert skyggir á því að „Friend- ship“ er háþekja. Flugvélin er því tilvalinn farkostur fyrir þá sem vilja skoða hina stórbrotnu náttúrufegurð íslands úr lofti. Farþegarými „Friendship“ er rúmgott, bjart og vistlegt. Sæti eru fyrir 48 farþega í þægileg- um stólum með stillanlegu baki. Við hvert sæti er ljós, loftræst- ing og bjölluhnappur til þess að kalla á flugfreyjuna. Far- þegarýmið er búið jafnþrýsti- útbúnaði, sem gerir flug ofar veðrum í mikilli hæð mögulegt og eykur vellíðan farþeganna. 6. júní er áætlað að Fokker Friendship hefji sérstakar hringflugsferðir á sunnudögum um ísland. Áfangastaðir verða ísaf jörður — Akureyri — Egils- staðir — Höfn í Hornafirði — Fagurhólsmýri og Reykjavík. Ferðin stendur yfir í tvær klukkustundir og kostar krónur 2.500,00. Þá eru áætlaðar einar 10 eins dags ferðir héðan til Kulu- suk á Grænlandi og 6 fjögurra daga ferðir til Narssarssuaq á Grænlandi, Eír>s dags ferðirnar verða á tímabilinu 27. júní til 22. ágúst, en fjögurra daga ferð- irnar á tímabilinu 17. júlí til 7. ágúst. MYIMD 4 Einn af okkar vinsælustu leikurum er Brynjólfur Jóhannesson. Hann er hér í eftirminnilegu hlut- verki í leikritmu: 1. Islandsklukkan? 2. Hart í bak) 3. Maður og kona? Rétt svar: Þegar verðlaunagetrauninni lýkur 28. júní eiga þátttak- endur að klippa út allar myndirnar og senda þær ásamt svörum til ritstjórnar Fálkans, pósthólf 1411. Annað form á úrlausnum verður ekki tekið til grcina þegar vinningarnir verða dregnir út.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.