Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1965, Side 31

Fálkinn - 31.05.1965, Side 31
Fæst um allt land DALA-garnið er BEZT FALLEGAST VINSÆLAST og býður fjölbreyttast mynstraval. Þess vegna nota allir DALA-garnið Fæst um allt land ingja. Þér eruð heppinn að vinna fyrir eina manninn sem nýtur trausts þjóðarinnar og gæti bjargað okkur úr þessum ógöngum.“ Casey svaraði með kæruleysis- röddinni sem hann tamdi sér í samkvæmum: „Ég er herforingi, öldungadeildarmaður, og ég fæ ekki betur séð en þér séuð að fara með mig óþægilega nærri stjórnmálum." „Við skulum ekki blekkja sjálfa okkur,“ hreytti Prentice út úr sér. „Þjóðin er í vanda stödd, slæmum vanda. Hvort sem þér eruð hermaður eða ekki eruð þér borgari, og sér- hver borgari hefur stjórnmála- skyldum að gegna. Talið við Scott hershöfðingja. Ég er viss um að þér komizt að raun um að hans hugmyndir um ástand- ið eru svipaðar yðar — og svip- aðar því sem flestir góðir Banda- ríkjamenn hugsa um þessar mundir." Casey var órótt. Hann hafði ekki hugmynd um hvað þessi ýtni stjórnmálamaður ætlaði sér með hann, en hvert sem hann vildi draga hann var Casey stað- ráðinn í að fara hvergi. Hann skipti um umræðuefni. „Vonandi getið þér og frúin notið þinghlésins, öldungardeild- armaður. Ég gleymdi að spyrja hana við matborðið hvert þið ætlið." „Ég verð kyrr hér. Nógu er að sinna." Prentice leit í kringum sig. „Þar að auki verður ein- hver á þingi að vera viðbúinn. Sérstaklega á laugardaginn, ekki satt ofursti?" Orðið „viðbúinn" kom flatt upp á hermanninn. „Jú, auðvitað, herra minn. Það eigum við að vera, alltaf," sagði hann vandræðalega. Pren- tice tók þétt i handlegg honum og gekk burt. Veizlan var að leysast upp. Casey fann Marge og leit spyrj- andi til hennar. Hún kinkaði kolli til svars og þau kvöddu. Casey hafði ekki nema hálfan hugann við umferðina á akstr- inum heim. Hvar í ósköpunum hafði Prentice frétt af viðbún- aðaræfingunni? Aðeins átta menn áttu að vita af henni, og formaður hermálanefndar Öld- ungadeildarinnar var ekki I þeirra tölu. En úr því Prentice vissi þetta, var þá eins ástatt með fleiri? Eitt var vist, hann yrði að ræða málið við Scott strax í fyrramálið. Marge lét dæluna ganga um veizluna. „Ég sá að Prentice öld- ungadeildarmaður tók þig á ein- tal undir lokin. Hvaða erindi átti hann?“ Casey svaraði út i hött. „O, bara þessar venjulegu kvartan- ir þeirra á þinginu." „Hann er í hermálanefndinni, er það ekki? Meðal annarra orða, Jiggs, gleymdu ekki að síma.“ Casey leit á úrið þegar þau fóru framhjá götuljósi. „Það er orðið of seint. Ég hringi í bítið á morgun." Bill, fjórtán ára sonur þeirra, var sofnaður þegar heim kom. Don, eldri bróðir hans, var enn úti í bíó. Marge var í baðher- berginu og Casey lét fara vel um sig í dagstofunni, þegar siminn hringdi. „Pabbi?“ Það var Don. „Heyrðu, við vorum að koma af myndinni og það er sprung- ið hjá Harry. Það er sunnudag- ur og ég veit ekki hvað við eig- um að gera, og það er stytzt hingað heiman frá okkur, svo —“ „Ég get sagt þér eitt sem þú getur gert,“ greip Casey fram í. „Skiptu um dekk.“ „Pabbi.“ Rödd Dons var þrung- in meðaumkun með skilnings- leysi fullorðinna. „Harry hefur ekkert varadekk." Ég slepp ekki frekar en venju- lega, hugsaði Casey. „Hvar eruð þið?“ —v— Á leiðinni niður Arlington Boulevard í áttina til kvikmynda- hússins sem Don hafði nefnt, datt Casey í hug að renna fram- ► KJÖRGARÐI.LAUGAVEGI 59 FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.