Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1965, Blaðsíða 34

Fálkinn - 31.05.1965, Blaðsíða 34
Danska nostulínsverksmiðjan Danska postulínsverksmiðjan Bing & Gröndahl, sem hefur verið starfrækt í 112 ár, hefur fyrir löngu unnið sér heims- frægð. Súpuskál úr „SADOLIN" mat- arstelli. í tilefni þess, að innan tíð- ar vei'ður innflutningsleyfi á vörum verksmiðjunnar gefið frjálst hér á landi, kom hingað til lands útflutningsstjóri fyrir- tækisins A. Ritz, og sýndi hann fréttamönnum og öðrum gest- um kvikmynd um starfsemi fyrirtækisins og lýsti jafnframt hvernig postulín verður til. Um miðja 19. öld stofnuðu bræðurnir M. H. og J. H. Bing verksmiðjuna ásamt postulíns- gerðarmanninum F. V. Grön- dahl, sem einkum gerði postu- lín sitt eftir verkum Bertel Thorvaldssen. Gröndahl dó, er verkið var að komast í gang, og máttu bræðurnir þá byrja að nýju. Þeir réðu í sína þjónustu mál- ara og myndhöggvara erlendis frá, sem aftur kenndu Dönum. Bræðrunum tókst að koma framleiðslunni á arðvænlegt stig, og það voru framleiddir vasar, skálar, standmyndir, ásamt kaffi- te- og matarstell- um, sem hafa hlotið heims- frægð, og er þessi framleiðsla nú seld til fleiri en 60 landa. Bing & Gröndahl hafa haft marga kunna listamenn í sinni þjónustu. Þar sem íslendingar þekkja vel hið svonefnda máva- stell, sem er eitt af frægustu verkum verksmiðjunnar, er gaman að geta þess, að það var kona að nafni Fanny Garde, sem teiknaði mávana. Þeir sem eiga mávastell geta glaðst yfir því að það er til hjá drottn- ingunni í Buckinghamhöllinni í London. Það má segja, að blái litur- inn sé einkennandi fyrir danska postulínið. Einnig er notaður mjög fallegur svartur litur, sem vai'ð til eftir margra ára erfiðar tilraunir. Aðrir litir þola ekki hitann við brennsl- una, ca. 1450° á celsíus, og því verður að blanda þá með 24 karata gulli. í dag vinna hjá verksmiðj- unni 1200 manns. Postulínsgrip- ir, sem hafa verið framleiddir hjá vei’ksmiðjunni, eru víða til hjá fyrirfólki og söfnum. Það er vert að geta þess, að Bing & Gröndahl hefur fram- leitt litla veggplatta með ís- lenzkum fyrirmyndum (með þrykktum myndum en ekki handmáluðum) og sagði A. Fritz, að slíka þjónustu hefði fyrirtækið ekki veitt öðrum en íslendingum. Umboðsmaður fyrirtækisins hér á landi er Karl K. Karlsson. JÓLADISKAR Allt frá árinu 1895 hefur Bing & Gröndahl látið gera sérstaka jóladiska, og frá árinii 1915 hafa komið hátíðadiskar á fimm ára fresti og er fyrir- myndin alltaf valin úr eldri diskum. Þar sem enginn fær vitneskju um hve margir diskar eru gerðir hverju sinni, hafa safn- arar og antikhöndlarar mikinn áhuga á þessum diskum. Allir jóladiskarnir eru uppseldir hjá verksmiðjunni. Ef að einhver íslendingur ætti í fórum sínum fyrsta diskinn, sem var gerður 1895, getur hann selt hann á 800 dollara og diskurinn frá 1959 er nú 100 dollara virði. 1. Postulíni hellt í mót. 2. Afsteypan yfirfarin. 3. Afsteypan máluð. 4. Afsteypunni difið í glans- lög. POSTULÍNSGERÐ 34 FALKINN Hvernig er postulínsgripur búinn til? Við skulum taka sem sýnishorn styttuna „Ugg- æðingsleg dirfska“. Er myndhöggvarinn hefur lokið við að gera styttuna þarf að skipta henni í nokkra parta til að gera aðalmót eftir, en þau samanstanda af 38 hlut- um! Næst er postulínsvökva hellt í aðalmótin. Postulíns- vökvinn harðnar fljótt og nú eru mótin tekin utan af hinum ýmsu hlutum. Listamaðurinn tekur þessa parta og límir þá saman með öruggum og fimum handtökum. Hann fjarlægir öll merki um samskeyti og fyllir í allar holur. Nú líður vika þar til gripurinn fer í brennslu við 1700° hita. Þá er komið að undirlagsmálningu og nú þarf að handmála hvern grip. Stytt- an, sem nefnd er hér að framan, er einkum máluð í gráum og bláum lit, en andlit og hendur er litað með blöndu er inniheld- ur 24 karata gull. Því næst er styttunni difið ofan í glans- lög, sem hylur litina þangað til eftir brennsluna, en þá koma þeir út fallegri og skírari en áður. Við síðustu brennslu þarf mikla aðgát. Hún stendur yfir í um það bil 35 Jdukkustundir og fer hitinn upp í 2700° F. Eftir brennsluna hefur styttan minnkað um Ys vegna hins gífurlega hita. Það ríkir yfir- leitt mikil eftirvænting þegar brennsluofninn er opnaður, því að þrátt fyrir mjög vandaðan undii'búning er aldrei hægt að segja með fullri vissu, hvernig postulíninu reiðir af inni í ofn- inum. Þess vegna er hver grip- ur skoðaður vandlega eftir að hann kemur úr ofninum og honum hent, ef hann stenzt ekki hið stranga gæðamat.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.