Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1965, Side 4

Fálkinn - 08.06.1965, Side 4
GLÆSILEG VERZLUIM Akureyri er fyrirmyndarbær um margt. Þar er KEA með margháttaða starfsemi, sem rekin er af miklum myndarskap, og við hlið þess starfar einkaframtakið og veltur á ýmsu í samkeppni þessara aðila. Við hlið aðal- stöðva KEA er t. d. rekin ein fullkomnasta og glæsilegasta verzlun landsins — verzlunin Amaro. Eigandi Verzlunarinnar, Skarphéðinn Ásgeirsson, kynnti sér ýmsar verzlanir erlendis áður en hann hófst handa við byggingu verzlunarinnar og eftir raekilega umhugsun valdi hann sem fyrirmynd nýtízkulega svissneska verzlun. Á myndinni hér til hliðar sést verzlunin utan frá og vefnaðarvöru- deildin, en verzluninni er skipt í deildir og allt fyrirkomulag innandyra, eins og bezt gerist í verzlunum erlendis. Sumir segja að Skarphéðinn sé tíu árum á undan sinni samtíð, en reynslan á eftir að skera úr um það. Eitt er víst, að ef þessi verzlun væri staðsett í Reykjavík, þætti hún áreiðan- lega bera af öðrum verzlunum. Þegar Skarphéðinn auglýsir, þá segir hann eitthvað á þessa leið: Það er óþarfi að fara til Glasgow, þið fáið allt sem ykkur vantar í Amaró FÁLKIIMIM KEIVIIJK EMMÞÁ ÚT Kona, sem dvelur i Dan- mörku um þessar mundir og er áskrifandi að Fálkanum skrifaði heim og spurði hvort Fálkinn væri hættur að koraa út, þar eð hún hafði ekki feng- ið tvö tölublöð af einhverjum ástæðum, sem okkur eru ekki kunnar. f tilefni af þessu orti maður hennar eftirfarandi vís- ur: Auðs er flaska ei full að stút, en fögur vonin seiðir, svo Fálkinn kemur ennþá út og andagiftin freyðir. En ef vonin verður tál, um veig úr þeirri flösku, Fálkans daprast flug og mál og froðan verður að ösku. L. H. MÉR FER ÉG AF BAKI R. V. sendi okkur sögu, sem við könnumst við, en aldrei er góð vísa of oft kveðin: Mikill hestamaður var vel við skál er hann ferðaðist í fyrsta skipti með skipi. Það var haugasjór og þegar hesta- maðurinn ranglaði út á þilfarið, kom mikil vindhviða og gekk sjór yfir skipið. Þá var sem rynni af hestamanninum andar- tak og hann heyrðist tauta um leið og hann brá annarri löpp- inni út yfir borðstokkinn: „Mér er sama hvað aðrir gera, en hér fer ég af baki“. Baldvin smiður var rangeygð- ur á öðru auga og horfði jafnan útunda sér á menn og málefni. Hann var hin mesta hamhleypa við vinnu og vildi að aðrir höguðu sér eins. Eitt sinn skammaði hann vinnufélaga sinn í rúman hálftíma, án þess að manngreyið svaraði honum nokkru. Loks þegar Baldvin þagnaði gekk maðurinn til hans og sagði: — Það er einkennilegt með þig, Baldvin minn, að þú skul- ir aldrei geta litið nokkurn mann með réttu auga! (Send. Sig. Draumland). AUGMFEGRUM Kæri Fálki, Mig langar af fá upplýsing- ar um hvar ULTRA LASH MASCARA fæst. Svo þakka ég allar sögurnar, þær eru frá- bærar. G. Þ. Svar: Þar sem þetta er hið þekkta vörumerki Maybelline hlýtur augnfegrunartækið að fást í hverri tízkuvcrzlun hér í borg. Sltrifaðu Regnbogamun, Tízku- skemmunni, eða hvað þessar verzlanir heita allar saman, og pantaðu eitt stykki gegn póst- kröfu. Ef þú nærð ekki í þetta með þessu móti, skaltu skrifa okkur aftur og þá skulum við h.jáipa þér. Þakka þér fyrir hlý orð, sem við af hæversku vildum ekki setja á þrykk! Pabbastrákur var orðinn 4 ára, en var samt ekki hættur að pissa undir og skammaðist hann sín mikið þegar hann vætti rúmið. Hann reyndi samt með alls kyns brögðum að snúa sér út úr vandræðum sínum. Einn morgun, þegar móðir hans kom til hans, segir strák- ur með. mikilli ásökun í rómn- um: —- Mamma, þú hefur sett blautt lak i rúmið mitt i gær- kvöldi! (Send. R. V.) VAMDRÆÐI Kæra pósthólf! Ég er i dálitlum vandræðum, og vonast ég til að þú getir leyst úr þeim fyrir mig. Þannig er mál með vexti, að ég er aga- lega hrifinn af stelpu, en hún FYRiR 20 ÁRIIM Nú til dags opnar maður varla blað að ekki sé getið um komu nýrrar flugvélar. Blik- faxi kom í gær og Guðríður Þorbjarnardóttir kemur á morgun, Flugsýn fær nokkr- ar flugvélar á næstunni og Eyjaflug hyggst bæta flug- vélakost sinn o. sv. frv. Það er samt ekki lengra síðan en árið 1946, að Flugfélag Is- lands var ek'ki öflugra en það, að það varð að taka á leigu uppgerða sprengjuflug- vél, LIBERATOR, hjá Scottish Airlines til að annast milli- landaflug fyrir félagið. Þessi mynd er tekin þegar flugvélin kom til Reykjavikur með fyrstu farþegana, sem voru 7 talsins.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.