Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1965, Side 6

Fálkinn - 08.06.1965, Side 6
„TONLEIKARNIR” IIJA MUSICA NOVA Gestur Einctrsson ljósmyndari (Studio Laufásveg 18) tók allar myndirnar. Tónlistaríélagið MUSICA NOVA hefur starfaS hér á landi í nokkur ár. Sumt af því tónleikahaldi, sem félagið hef- ur gengizt fyrir, hefur þótt smáskrítið og orðið tilefni smá- vœgilegra ertinga milli gamal- dags tónlistarunnenda og hinna yngri og nýjungagjam- ari. Ég kom í Lindarbæ tíu mín- útum fyrir auglýstan tíma, sagði áheyrandinn, sem Fálk- inn hafði tal af, og var fólk þá farið að safnast saman til að kaupa miða. Er ég kom inn í forsalinn varð mér starsýnt á Kóreubúann Nam June Paik, sem sat nú í einu horninu með þrjú lítil senditæki framan við sig, en með þeim stjórnaði hann mannhæðarháu vélmenni (sjá forsíðu) er stóð í miðju and- dyrinu. Paik ýtti á mismunandi takka og gaf vélmennið þá frá sér ýmis konar hljóð og hreyfði „hendur“ og „fætur“. Vélmenn- ið var á tveim sjálfstæðum hjólasleðum, sem hreyfðust; ennfremur hreyfðust handlegg- irnir, en í stað höfuðs var hátal- ari og úr honum komu kyn- legustu hljóð. Einn merkileg- asti mekanisminn í þessu vél- menni var kassi með baunum i. í hausnum var komið fyrir Það vakti því svo til enga eftirtekt hjá almenningi, þeg- ar auglýst var, a3 á vegum Muscia Nova kœmi fram heimsfrœgt par, sem erlendis er taliS standa mjög framar- lega í túlkun nútíma tónlistar. Þó mœttu innan við hundrað manns að hlýða á leik þessa frœga fólks, og er talið, að sumir hafi búizt við að heyra hinn eina sanna tón, en aðrir voru þama til að sýna sig og sjá aðra, og enn aðrir komu af tœknilegum áhuga (vélmenni og radíóhljóð). Það bjóst sem sagt enginn við neinum stór- tíðindum. Það var ekki íyrr en daginn eftir tónleikana, að allt komst í uppnám, enda þá komið á daginn, að hér var ekki um neina venjulega nútíma tón- list að rœða — hér var lengra gengið í ástríðufullri túlkun, en dœmi eru til i hljómleika- sölum hérlendis, og jafnvel hörðustu andstœðingar hins gamla og úrelta vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið, þeg- ar Kóreumaðurinn sýndi á sér gulan rassinn í einu verkinu. Samkvœmt frásögn eins áheyrandans gekk þetta hljóð- leikahald þannig fyrir sig i stórum dráttum. Guðmundur Guðmunds- son (Ferró) ræðir hér við Kóreubúann Paik að tónleikunum loknum. — Kóreubúinn heldur enn á skónum, er hann drakk úr. (Efri mynd). Paik vindur ofan af pappírs- stranga, allur útataður í hvítri froðu. (Neðri m.).

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.