Fálkinn - 08.06.1965, Side 11
STRÚTAR
Strútarnir eru ekki fallegir
fuglar, þó að fjaðrirnar á þeim
séu eftirsóttar. Ljótari haus er
varla til á nokkrum fugli en
strútnum. Það er karlfuglinn,
sem býr til hreiðrið, en það er
létt verk, því að hreiðrið er
ekkí annað en hola í sandinn.
Kvenfuglinn verpir eggi annan
hvern dag þar til komin eru
fjórtán til fimmtán egg. Kven-
fuglinn liggur á eggjunum á
daginn, en karlfuglinn á nótt-
unni. Það er ekki út í bláinn,
því að fjaðrir karlfuglsins eru
svartar og sjást ekki í myrkr-
inu, en fjaðrir kvenfuglsins eru
módröfnóttar og samlitar sand-
inum á daginn.
—v—
FLJÓTVIRKIR
RITMÖFLIMDAR
Enginn mælikvarði er til um
það, hve fljótir rithöfundar
eru yfirleitt að semja bækur
sínar. Sumir eru afar lengi og
margvelta hverri setningu fyrir
sér, en aðrir hafa ekki undan
að skrifa niður hugsanir sínar.
Líklega hefur Alexander Du-
mas eldri verið hraðvirkastur
allra rithöfunda, því að hann
samdi 52 bækur á einu ári.
Hann notaði að vísu þá aðferð
að segja samstarfsmönnum sín-
um fyrir verkum, en leiðrétti
svo á eftir. En hvað um það —
þetta var vel af sér vikið.
Sir Arthur Conan Doyle, höf-
undur Sherlock Holmes sagn-
anna, skrifaði einu sinni 12000
orða sögu í einni lotu, án þess
að standa upp frá skrifborði
sínu á meðan. Um hann er
einnig sagt, að eitt kvöld hafi
kunningi hans setið hjá hon-
um og verið að segja honum
frá glæp, sem hafði verið drýgð-
ur þá um daginn. Morguninn
eftir sýndi hann kunningja sín-
um nýja Sherlock Holmes sögu,
sem byggðist á þessum glæp.
Hann skrifaði þá sögu áður en
hann fór að hátta!
Þá er sagt að H. G. Wells
hafi oft skrifað um 10.000 orð
á dag.
.—v—
EKKERT IMÝTT
Ekkert er nýtt undir sólinni,
segja þeir vísu. — í etrúska
safninu í Papa Júlía, skammt
fyrir utan Róm, er t. d. haus-
kúpa, tvö þúsund ára gömul,
og í henni eru gulltennur og
„brú“ eins og það er kallað á
; Jaril þér yranítvaralauA
m í fatialayii eia ^eriatHfggiÍ
jíét hjá ÁBYRGÐ H/F
%■ í ferðaáætlun yðar reiknið þér ekki með að lcnda í slysi, liggja á sjúkrahúsi eða að far- angri yðar verði stolið. En reynslan hefur sýnt að þetta verður maður að taka með í reikning- inn. Kaupið því allt-í-eitt ferðatryggingu hjá ÁBYRGÐ áðvir en þér haldið af stað. Hún innifelur nauðsynlegustu tryggingar á ferðalag- inu — gefur nauðsynlega tryggingarvernd. Grandvar maður ferðast aldrei ótryggður.
Hafið samband við
Abyrgdp — tryggingarfélag fyrir bindindismenn — i Skúlagötu 63 — símar 17455-17947
máli tannlækna nú á dögum.
Hraðritun hafa menn líka
kunnað í gamla daga, þó að hún
væri með öðru sniði en tíðkast
nú. Það er talið að mælsku-
snillingurinn Cíceró hafi orðið
fyrstur manna til þess að kenna
skrifurum sínum að nota tölur
og tákn í stað heilla setninga.
HVÍSLAIMDI VEGGIR
Margir munu hafa heyrt get-
ið um „hvíslandi“ svalirnar í
Pálskirkjunni í London, en þar
heyrist veikt hvísl á ákveðnum
stað þvert yfir kirkjuna. Þetta
er aðeins eitt dæmi af mörgum
um einkennilegt bergmál og
má nefna grafhýsi það, sem
Súlla reisti yfir lík konu sinn-
ar. í kjallaranum í Pantheon í
Róm er bergmálið líkast því að
skotið væri af byssu. Og ef mað-
ur syngur nokkra tóna í skakka
turninum í Pisa, þá er berg-
málið eins og hljómur í sterku
orgeli.
FALKINN
11