Fálkinn - 08.06.1965, Side 12
Á nokkrum stöðum hef ég
rotað orðið „tígrisdýr" í sam-
1 andi við Chuck og kunningja
) ans. Þetta kann að virðast til-
raun til dramatískra áhrifa og
1 efur ef til vill verið það, þegar
rg var að skrifa það, en að
t' ðrum þræði einnig, að ég held,
táknrænn sannleikur.
Þessir náungar voru „dreng-
i.“ aðeins vegria skilgreiningar
lagaákvæðis og „afbrotaungling-
ar“ aðeins af slysni. Hvatir
þeirra eiga ekkert skylt við
1 röngbýl fátækrahverfin, við
ippleyst heimili eða vanmátt
minnihlutans. Þetta er þjóð-
félagsvandamál, en það, sem
knúði þessa drengi áfram, er
eldra en þjóðfélagið, jafn gamalt
og djúpstætt og rætur mann-
kynsins. Vandamál þeirra var
hið sama og „tígrisdýrsins", sem
ávallt er á meðal okkar og í
upphafi hlaut nafnið Kain.
Tígrisdýrið er alltaf ungt.
glæpir þess eru glæpir æskunn-
ar, og þeir virðast hafa marg-
faldazt á seinni tímum. Ef til
vill stafar það að einhverju leyti
af umburðarlyndisafstöðu okkar
gagnvart æskunni. Eða kannski
aðeins af því mannfjöldinn hef-
ur aukizt og þá um leið tala
þessara ofbeldishneigðu barna,
sem vaxa upp og verða afbrota-
menn. Ungir menn, átján, tutt-
ugu, tuttugu og fimm ára. Á
þeim aldri hafa þeir nær alltaf
komizt undir mannahendur. Það
er fátt eldri manna í hópi þeirra,
sem haldnir eru æsingagirnd
kvalalosta eða morðæði.
En áður en þeir eru gripnir,
hefur margt saklaust fólk þjáðst.
Lítið í hvaða biað sem er, hvar
og hvenær sem er, og þér mun-
uð að líkindum finna a. m. k.
■pina frásögn af þeirri tegund
plæps, sem ég á við. Nema frá-
sögnin sé þeim mun hræðilegri
eru henni venjulega látnar nægja
tiu til tólf línur. Þar er sagt frá
rafni fórnardýrsins og heimilis-
fangi og hvort hann lifði eða
dó, það er allt og sumt. Og haf-
!rðu ekki þekkt hann persónu-
lega, muntu aðeins hrista höf-
uðið snöggvast yfir fólsku mann-
anna og fara að lesa knatt-
spyrnufréttirnar.
Fyrir fórnarlambið og fjöl-
skyldu hans er þetta ekki svo
einfalt. Tigrisdýrið hefur kram-
ið þau og merkt um aldur og
ævi.
Ég get talað um þetta af þekk-
ingu, vegna þess að ég var sjálf-
ur sex línu frétt á forsíðu. Ég
var fórnardýr.
Nafn mitt er Walter Sherris.
Ég bý í Mall’s Ford, Ohio, sem
er stáliðnaðarborg I nánd við
Pennsylvaniubrautina.
Fyrir átján mánuðum var ég
þrjátíu og eins árs gamall. Ég
var heilbrigður. Ég hafði góða
atvinnu með framtíðarmöguleik-
um. Ég átti fallegt heimili í út-
hverfinu og á því hvíldu ekki
meiri skuldir en gerist og geng-
ur, sömuleiðis nýjan bíl, nærri
skuldlausan. Ég átti fallegustu
og Skynsömustu konuna í hérað-
inu, þriggja ára dóttur, sem var
ímynd hennar, og lítinn dreng,
sem nýlega var orðinn eins árs.
Ég var í blóma lífsins.
Þá var það eitt vorkvöld, að
ég fór í gönguferð.
Atvinna mín var við viðskipta-
deildina i Valley Steel Fabrica-
tors, Inc. Ég vann lengi fram-
eftir þetta kvöld við að gera
upp viðskiptareikninga fyrir
hálfsársfundinn. Það var heitt
og einmanalegt, og um hálf-
ellefu leytið fannst mér ég þurfa
smá hlé. Schmitz gamli hleypti
mér út um aðaldyrnar. Ég sagði
honum, að ég ætlaði að fá mér
kaffibolla og bað hann að opna
aftur fyrir mér eftir svona
stundarfjórðung. Bíllinn minn
var á bíiastæðinu við bygging-
una, en ég skildi hann þar eftir.
Kaffistofan á horninu við þjóð-
veginn var aðeins spölkorn
burtu, og ég þurfti á hreyfing-
unni að halda, ekki síður en
kaffibollanum.
Valley Steel stendur við boga-
dregna Williams breiðgötuna
nokkuð frá miðbiki borgarinnar.
Ég lagði af stað i norðurátt.
Loftið var mettað rökum gróður-
ilmi og ég heyrði umferðardyn-
inn frá þjóðveginum fyrir ofan.
Williamsgata var mannlaus. Hún
er ætluð verksmiðjunum, sem
við hana standa, og fáir eiga
erindi um hana nema kvölds og
morgna, í og úr vinnu. Langt að
baki mér var Ijósaröð á járn-
brautarbrú, og tveim húslengj-
um fyrir framan mig var einnig
Ijós á horninu, en annars var
myrkt, því ekki sást til tungls.
Eftir fáeinar mínútur heyrði
ég til bifreiðar, sem kom upp
eftir Williamsgötu í átt frá borg-
inni. Ég heyrði í henni álengd-
ar, hvernig söng og hvein í henni
vegna ofsahraðans. Krakkar,
hugsaði ég með mér, og vonaði,
að þeim myndi takast að nema
staðar á horninu. Ljósgeislinn
frá framhjólum bifreiðarinnar
féll á mig, og ég sá skuggann af
mér þjóta yfir götuna í hring.
Þá var allt í einu hemlað. Spyrna
hjólbarðanna við malbikið varð
að háu langdregnu ískri. Billinn
hentist og rann framhjá mér,
og mér varð Ijóst, að þeir höfðu
slökkt Ijósin. Siðan beygði hann
snöggt fyrir framan mig og nam
staðar með annað framhjólið
uppi á gangstéttarbrúninni.
Þetta var blæjubíll, Ijós á lit-
inn, grár, blár eða grænn, með
dökku þaki. Vélin var enn í
gangi. Ég heyrði hlátur innan úr
bilnum, þennan hálftryllta fávita-
hlátur, sem krakkar eiga til að
reka upp, þegar þeir eru yfir-
spenntir og æstir. Það heyrðist
hratt hvískur, síðan hrindingar
og pústrar, og fimm drengir
þyrptust út úr bilnum og röðuðu
sér í kringum mig.
Aðeins drengir. Krakkar. Ungl-
ingar. Það hljómar svo hjálpar-
vana og samúðarvekjandi sagt
á þann hátt. En aðeins einn
þeirra var lægri en ég; breið-
vaxinn og þykkur undir hönd.
Tveir voru vel á hæð við mig.
Einn var aftur langur og horað-
ur, en sá fimmti var höfði hærri
en ég og hlýtur að hafa verið
a. m. k. tuttugu pundum þyngri.
Ég gat ekki greint andiit neins
þeirra. Þeir voru aðeins fimm
óljósir skuggar, sem þrengdu að
mér. Og nú var ég farinn að
finna vott af hræðslu.
Jæja, sagði ég, hvað viljið þið?
Sá stóri stóð beint fyrir framan
mig, svo ég varð að nema staðar
eða rekast á hann að öðrum
kosti.
Ég vil fá að vita, hvert þú
ert að fara,“ sagði hann, og
hinir hlógu allir, eins og hann
hefði sagt eitthvað bráðfyndið.
„Hvert ertu að fara, ræfill?"
„Heyrið þið, drengir," sagði ég,
„þið eigið ekkert óuppgert við
mig.“
„Það dæmum við um, ræfiil-
inn,“ sagði sá stóri. Hann lagði
höndina snöggt á brjóstið á mér.
Ég hörfaði um skref og einhver
hinna hrinti mér aftan frá. Siðan
hrintu þeir mér til skiptis og
hoppuðu um gangstéttina, fliss-
andi. Ég hélt höndunum niður
með hliðunum.
„Ég spurði þig spurningar,"
sagði stóri pilturinn. „Hvert ætl-
arðu, róni?“
„Ég veit ekki til, að það komi
þér neitt við,“ sagði ég, „en ég
er á leiðinni að fá mér kaffi.
Ertu nú ánægður?"
„Fá mér kaffi,“ hermdi einn
hinna eftir mér. Þeir hlógu allir.
Þá sagði sá langi og horaði,
dálítið efagjarn, „þú sagðir, að
það yrði að vera róni, Chuck.
Mér sýnist þessi ekki vera það."
„Hvað annað gæti hann ver-
ið?“ sagði sá stóri. „Nema hann
sé glæpon. Ertu glæpon,
glæpon?”
Breiðvaxni drengurinn flissaði
hátt og fíflalega.
„Hlustið þið á mig,“ sagði ég.
Ég hélt enn höndunum niður
með hliðunum og reyndi að
gæða rödd mína ró og sanngirni.
„Ég er hvorki róni né glæpa-
maður, aðeins venjulegur maður,
sem stundar sína vinnu. Ég hef
ekkert gert ykkur. Hvers vegna
reynið þið ekki að finna ykkur
annað verðugra viðfangsefni?"
„Haltu kjafti,“ sagði Chuck.
Hann virtist skyndilega gripinn
ofsareiði. Ég er hundleiður á að
láta fólk segja mér fyrir verk-
um. I allt kvöld hefur það verið
að skipa mér, farðu hingað,
farðu þangað, farðu út! Til hel-
vítis með þig. Haltu kjafti!"
Hinir tvistigu en nú hlógu þeir
ekki lengur, nema þéttvaxni
drengurinn og jafnvel hlátur
hans var með öðrum blæ.
Chuck sagði lágt um leið og
hann kom nær: „Ég er stærri
en þú.“
„Að hkamsvexti, já. Hvað með
það?“
„Svo ég þarf ekki að taka við
skipunum frá þér.“
Nú hló ég. Það var ef til vill
ekki skynsamlega gert, en það
virtist samt vera min eina von.
„Fyrst þú ert svona risavaxinn,
hvers vegna þarftu þá fjóra til
12
FALKINN