Fálkinn - 08.06.1965, Qupperneq 13
að hjálpa þér á rhóti einum?“
Ég sneri mér til hinna. „Hvers
vegna eruð þið að láta hann
koma ykkur í klandur? Notið
þið höfuðið. Þetta er ekki...
„Haltu þér saman," sagði
Chuck, með sérkennilega ill-
kvittnislegri rósemi. „Eins og ég
sagði þér.“
Hann lamdi mig. Hann var
sterkur sem björn. Ég hrasaði
í fangið á hinum, og þeir byrj-
uðu að hrinda mér á milli sín.
Hefur þú nokkra hugmynd um,
hvernig er að vera í þessari að-
stöðu? Þú ert fullvaxinn maður,
og þetta eru drengir. Þér finnst
niðurlæging í því að vera hrædd-
ur við þá, en þú ert hræddur.
Þér finnst svívirðing að því, að
þeir skuli hafa lagt hendur á
þig að ástæðulausu, aðeins vegna
þess að þá langaði til þess. Þér
finnst, að þeir séu undir vernd
alls kyns laga og hefðbundinna
venja og einhvernveginn sé ekki
réttlætanlegt að berja þá, jafn-
vel ekki i sjálfsvörn, á sama
hátt og þú myndir berjast við
fulltiða menn. En þarna eru þeir
allt að einu, fullþroska að öllu
nema vitsmunum, þess umkomn-
ir að eyðileggja, limlesta, myrða.
Þig langar til að drepa þá.
Þetta er ekki tilfinning, sem þú
hefur æskt eftir eða gert ráð
fyrir. Hún vaknar af sjálfu sér.
Margir hafa haldið því fram,
að það, sem næst skeði, hafi ver-
ið mín eigin sök.
Ég fór að berja frá mér. Ég
hrópaði eins hátt og ég gat, i
þeirri von að Schmitz eða ein-
hver annar myndi heyra til min.
Enginn heyrði til mín. „Þaggið
þið niður í honum,“ sagði Chuck,
og þeir þögguðu niður í mér.
Eftir fáein augnablik lá ég á
jörðinni með þá alla fimm ofan
á mér og munninn fullan af
blóði. Haldið honum þarna,
heyrðist rödd Chueks segja.
Hver heldur hann að hann sé?
Þetta er enginn róni.
„Hvað gerir það til?“
„Hey. Heyrðu Chuck, gæti
hann verið lögga?
Lögga? Hvers vegna ætti hann
að vera það? Ég sagði ykkur,
að hann er ekki neitt.
Lítum samt í veskið hans.
Allt í lagi, allt í lagi, rageit,
réttu mér það.
Ég velti mér á magann og kom
hnjánum undir mig.
Liggðu kyrr, þú þarna. Heyr-
irðu ekki hvað við sögðum?
Heimurinn tók aðra veltu.
Hlátur. Heyrðu, ég hefði átt að
vera á fótboltaskóm, þessir
gúmmísólar láta of mikið undan.
Aftur hlátur.
Rödd Chucks á ný. Haltu á
eldspýtunni svo ég geti séð.
Walter Sherris, 202 Laurel Terr-
ace — ég sagði þér að halda á
eldspýtunni, Bill, hvað er að?
Önnur rödd. Ég verð að fara,
Chuck. Ég verð að fara.
Hvað gengur að þér, hérinn
þinn? Þekkirðu hann eða hvað?
Lofaðu mér að fara, Chuck. Ég
verð að fara!
Það varð allt í einu mikilvægt
að sjá, hver Bill væri. Óskap-
lega mikilvægt. Ég vissi ekki
alveg hvers vegna. Ég brauzt
um. Nóttin var mjög dimm.
Skuggar bærðust í henni. Ótti
og sársauki bærðust í henni. Ég
sá langan renglulegan skugga
hiaupa í áttina til blæjubilsins
og stökkva inn.
Nú voru þeir aðeins fjórir.
Ég dró djúpt andann.
Hefur hann nokkra peninga?
Fjandinn hafi peningana hans.
Hver kærir sig um þá?
Ég var sleginn fast utanundir
með veskinu.
Gerðu svo vel, herra Sherris.
Frá Laurel Terrace Drive. Jæja.
Ekki lögga. Ekki róni, ekki
glæpon. Bara heiðarleg skrif-
stofublók. Já herra, nei herra,
og slær grasflötina á hverjum
sunnudegi. Horfiði á ’ann piltar,
svona vilja mömmurnar ykkar,
að þið verðið fullorðnir. Hæ,
fáðu mér þennan kveikjara, glóp-
ur.
Smá ljósstjarna blikaði yfir
höfði mér.
Chuck hafði tekið mynd úr
veski mínu. Ég vissi hvaða mynd
það var, vegna þess að ég bar
aðeins eina mynd á mér. Það
var mynd af Tracey og börnun-
um tekin síðastliðið sumar á
grasflötinni okkar.
Þeim féll vel myndin af Tracey.
Þeir blístruðu.
Svaka kroppur.
Þú getur átt hana. Hún er
gikksleg. Ég skal veðja, að þú
gerir allt, sem hún skipar þér,
ekki satt, lierra Sherris? Hvaða
Framh. á bls. 26.
„ Ég heyrði hlátur innan úr bílnum,
þennan hálftryllta fávitahlátur, sem
krakkar eiga til að reka upp, þegar þeir
eru yfirspenntir og œstir. Það heyrðist
hratt hvískur, síðan hrindingar og pústrar,
og fimm drengir þyrptust út úr bílnum og
röðuðu sér í kringum mig ..."
I HALLUR SÍMONARSON skrifar um |
GÓÐ VÖRN.
Suður gefur. Norður-Suður á hættu.
A K-10-7-2
V Á-10-8-7-3
A 8
V K-G-9-6-5-2
♦ G-10-9-4
* 7-5
A Á-D-9-6-3
V 4
♦ 7
* K-G-9-8-4-2
♦ 6-5-3
* 10
A G-5-4
V D
♦ Á-D-G-8-2
* Á-D-6-3
Sagnir:
Suður Vestur Norður Austur
1 * 1 ♦ 1 V 2 ♦
2 A 3 ♦ 3 A pass
4 A 5 ♦ pass pass
5 A dobl pass pass
Vestur spilaði út hjartadrottningu.
Það er oft þýðingarmikið í bridge að láta mótherjana
álíta að eitthvert ákveðið spil sé á þeirri hendi, sem það
er ekki, og í spilinu hér á undan, sem kom fyrir í sveita-
keppni, gaf það mörg stig.
Sagnir gengu eins á báðum borðum, en vörnin var ekki
eins. Við annað borðið vann sagnhafi hjartaútspilið með
ásnum, tók þrisvar tromp og var inni í blindum. Hann
spilaði nú laufatíu, sem Vestur vann á drottningu. Vestur
spilaði nú tígulás og öðrum tígli, sem Suður trompaði.
Hann spilaði nú laufakóngi, Vestur lét lítið, en Suður áleit
að hann ætti ásinn og kastaði tígli úr blindum. Eftir það
var létt að vinna spilið. 850 fyrir Suður.
Við hitt borðið spilaði Vestur einnig út hjartadrottningu,
sem sagnhafi vann á ás og hann spilaði einnig þrisvar
trompi. Þegar hann spilaði laufatíunni frá blindum vann
Vestur á ásinn — ekki með drottningu — því hann
áleit að hann yrði að koma því inn hjá Suðri, að Austur
ætti drottninguna.
Þegar Vestur spilaði nú tígulás og aftur tígli trompaði
Suður. Hann vann slag á laufakóng og spilaði laufagosa —
Vestur lét auðvitað lítið lauf — og Suður, sem var sann-
færður um, að Austur ætti drottninguna trompaði í blind-
um og áleit, að þetta þýðingarmikla spil kæmi í frá Austri.
En þegar Austur sýndi eyðu féll spilið saman og Suður
tapaði þremur slögum til viðbótar — eða 800 fyrir A-V.
FÁLKINN 13