Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1965, Side 19

Fálkinn - 08.06.1965, Side 19
1 , ' fajörfr eh ótiehju hutjfhœm AmáAaqa etftir @ick tfutn'H hann fær munað, hefur hann alltaf verið sá minnsti og litið undarlega út. Af þeim sökum hefur honum fundizt að hann væri veikburða og kjarklítill. Hár hans er á litinn eins og eyðimerkursandur, augun eru dökkbrún og kinnbeinin fram- standandi. Þótt hann vitandi vits, hugsi ekki um nokkurn skapaðan hlut, þá virðist hann í þungum þönkum, og af þeim sökum hefur hann fengið orð á sig fyrir að vera djúpt hugsandi. Hann er stúdent á öðru ári í háskóla staðarins og leggur stund á sálfræði, sumpart vegna áhuga á sjálfu við- fangsefninu, en einnig vegna þess, að hann álítur að námið geti gefið honum svar við ýmsum spurningum varðandi pers- ónu hans sjálfs. Drengnum er fullkomlega ljóst, hvert álit stúlkan hefur, en það er ekki aðeins það, er vekur áhuga hans. Strax hið fyrsta skipti er hann sá hana og áður en nokkur hafði sagt honum frá henni, hafði hann tekið eftir því, hve fínleg og nett hún var, og hann hafði fundið knýjandi löngun til að strjúka henni um hárið. En nú hefur hann gleymt þessari fyrstu tilfinningu, og hann þykist viss um það, að hann vilji gjarnan rabba við hana, af því að hún er auðveld bráð, og hann vill ekki viðurkenna með sjálfum sér, að þeirri löngun fylgi annað dýpra og meira. Hann hefur heyrt af öðrum stúlk- um, sem til eru í það, en hann hefur ekki haft áhuga á þeim. Stúlkan hérna er þvert á móti öðruvísi. Hann er viss um að hún geti leyst hið alvarlega vandamál hans. Vandamálið er, að hann er enn ósnertur. Skákinni er löngu lokið. Keppinauturinn býður honum í annað tafl, hann vill meira að segja bjóða honum hvítt, en drengurinn afþakkar boðið. Hann segist ekki langa til að tefla meira, og um leið og hann segir það undirbýr hann í huganum hina löngu, auðmýkjandi göngu þvert yfir salinn til stúlkunnar, sem hann vill gjarnan ræða við. Hún hefur greinilega ekki tekið eftir honum, og hann hugs- ar um hvað hann skuli gera, ef hún vill svo ekki tala við hann og lætur hann standa eins og hvern annan strandaglóp við borðið. En hann hugggar sig við það, að þau hafa talazt við áður, og þá var hún alls ekki óvingjarnleg. Það er aðeins eitt, hún bíður ef til vill eftir einhverjum ákveðnum í kvöld. Hann minnist þess hvernig það er að fá neitun, þegar maður býður stúlku upp í dans. Það er eins og allir viðstaddir horfi á mann og hlæi hátt og innilega. Aðeins það að ganga eftir salnum virðist nógu slæmt, auk þess mun hann standa eins og hver annar hálfviti, ef hún neitar honum. Eitt augnablik fyllist ►

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.