Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1965, Side 39

Fálkinn - 08.06.1965, Side 39
i FALKINN rétt hegdun Eftir að konur hafa litið á þessar þrjár myndir vita þær upp á hár hvernig þær eiga að sitja við matborð- ið. Efstu tvær myndirnar sýna hvernig ekki á að haga sér. Neðsta myndin sýnir hinar réttu stelling- ar. Konur, og raunar ekki karlmenn heldur, eiga ekki að sitja hálfbognar með deyfðarsvið við matborðið. Það er ekki snyrtilegt að blása á skeiðina. En gest- gjafinn á heldur ekki að hafa súpuna svo heita að fólk verði að sötra, „kalla á hjálp“, í hvert sinn sem það ber skeiðina upp að vörunum. Og neðsta mynd- in þarfnast ekki skýringa. Það er alltaf bezt að hafa hlutina í réttu lagi, líka stellingarnar. 1. Auðvelt er að móta stafina með því að styðjast við rúðustrikaðan pappír eða efni. Festið pappírn- um á mjúkt undirlag og mótið síðan stafinn, tyllið honum með títuprjónum. 2. Pressið stafinn með röku stykki, svo auðveldara sé að flytja stafinn á sinn stað. Þræðið stafinn fastan. 3. Festið svo bandið ýmist með ósýnilegum sporum í hendi eða sting í vél meðfram köntum bands- ins. Ef þessi aðferð er notuð t. d. til að merkja i jafnþráða efni er fallegt að festa stafina með ein- földum húllsaum. SKEMMTILEGUR, FLJÓTLEGUR OG NÝ- TÍZKULEGUR HÁTTUR AÐ MERKJA MEÐ BENDLUM EÐA LEGGINGABÖNDUM

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.