Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1965, Side 41

Fálkinn - 08.06.1965, Side 41
• Tígrísdýrin Framh. af bls. 27. mér. „Tracey líður vel og börn- unum sömuleiðis." „Auðvitað," sagði ég. „Hvers vegna setti þeim ekki að líða vel. En hvar er Tracey? Ég vil fá hana til mín.“ „Walt,“ sagði Mae og leit niður á mig, augum, sem voru inn- byrgð bræði, „hver gerði þer þetta?" „Nokkrir krakkar.“ Nú varð hún stóreygð af undr- un. „Krakkar?" „Mae, hvar er Tracey?^ Hvers vegna kemur hún ekki? „Við hvað áttu, Walt, nokknr kraikkar? Ungir menn úr stál- iðjuverinu, einhver sem er í nöp við þig?“ „Bara krakkar. Ég þekkti þa ckkGrt.** ,Þú átt við," sagði hún hægt, „að þeir hafi verið ókunnugir, stöðvað þig og barið þig niður. Fyrirvaralaust." „Mae.. ‘ „En hvaða ástæðu höfðu þeir?“ „Ég veit það ekki. Það var ekki af einkaástæðum. Heyrðu, segðu mér nú hreinskilnislega, hvar er Tracey?" Það var eins og blæja legðist yfir andlit hennar. Svipurinn varð innilokaður og efagjarn. Hún var að hugleiða eitthvað. Þetta stóð aðeins augnablik, og ég hefði alls ekki tekið eftir því, ef hugsanaferill Mae hefði ekki verið mér sem opin bók frá því hún fæddist. „Það er líklega rétt hjá þér,“ sagði hún. „Þú brýtur bara heil- ann of mikið um það, ef ég segi þér það ekki. Tracey fékk hótunarbréf. Þessir drengir hljóta að hafa þekkt eitthvað til þín.“ (Laurel Terrace Drive 202, og slær blettinn á hverjum sunnu- degi. Já. og langi horaði skugg- inn, sem hljóp og faldi sig í bílnum, þegar hann heyrði nafn- ið ’mitt. Já. Ég var óskýr og ruglaður í höfðinu. Það var erfitt að hugsa.) „Fékk hún bréf?“ „Það var áreiðanlega ekkert að marka það, en Tracey fannst, að það myndi vera skynsamleg- ast að fara með börnin burt um tíma. Það var vegna þeirra Walt. Ef hún hefði verið ein, hefði engin fengið hana til að fara, en þú veizt, hvernig það er, þegar umhyggjan fyrir börnun- um verður að ráða.“ „Hvert fór hún?“ „Til Boston. Til frænda síns ©g frænku. Hún varð að gera það, Walt. Vegna barnanna. Hún beið, þangað til hún var viss...“ „Viss um hvað? Vertu ekki að halda mér í óvissu, mér líður hryllilega." Framh. í næsta blaði. MEÐ HIRZLU UNDIR SKRÚFUR OG .ANNAÐ SMÁDÖT ? FRAMLEIÐUM HINA ÞEKKTU SKÁPA I ÞREM STÆRÐUM, 16,24 OG 32 SKOFFU. ioor : VINNUHEÍMILIÐ AÐ REYKJALUNDI fálkinn

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.