Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 7

Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 7
VIÐTAL: STEIIMUNN S. BRIEIVI MYNDIR: SIGURJÓN JÓHANNSSON OG ViGNIR ekki hvetja neinn til að verða músíkant; hann vissi hvað það var erfitt. Hann hvatti hvorki mig né bræður mína til að læra að spila, og þó eru þeir báðir bráðmúsíkalskir. Einar fór að læra nót- urnar hjá mér þegar hann var orðinn tvítugur, og það er merkilegt hvað hann getur spilað. HITT er annað mál, að pabbi er bezti maður sem ég hef á ævi minni þekkt. Það er dásamlegt að vera dóttir hans sem manns, þó að músík- antinn í honum hafi ekki verið mér til neinnar beinnar hjálpar. Hann hefur aldrei sagt við mig styggðaryrði, og mér þykir óskaplega vænt um hann. Ég er heldur ekki viss um, að það hefði verið neitt betra, að hann hefði hjálpað mér — maður verður að hafa þetta i sér sjálfur. Enginn ætti að leggja út á listabrautina nema hann geti ekki hugs- að sér að gera neitt annað, sé hreint og beint rekinn áfram af óviðráðanlegri þörf innra með sér. Ef hæfileikarnir eru fyrir hendi, hljóta þeir að fá útrás, en það er mikill misskilningur að ætla að gera listina of auðvelda og mata fólk á henni í skeiðatali. Það er ekki hægt að iðka list án þess að leggja talsvert í söl- urnar, og það er ekki hægt að njóta list- ar án vissrar áreynslu. Mér finnst of mikið gert að því að reyna að matreiða listina ofan í fólkið — sönn listnautn j 1. Fjölskyldan á heimili sínu í Reykjavík. Frá vinstri: Orn Guðmundsson viðskiptafræðing- ur, Guðmundur Páll 10 ára, Laufey 2 ára, Þuríður og Kristín 18 ára. 2. Laufey litla með einn mesta merkisgrip heimilisins, upp- stoppaða skjaldböku sem land- stjórinn á Súmötru og hin ís- lenzka kona hans, frú Laufey Obermann, færðu foreldrum Arnar, Frú Laufeyju Vilhjálms- dóttur og Guðmundi Finnboga- syni landsbókaverði, að gjöf fyrir rúmum 35 árum. hlýtur alltaf að krefjast einbeitingar, og þeir sem nenna ekki að hugsa neitt, eru einfaldlega ekki móttækilegir fyrir list. Og of mikið má af öllu gera — það má heldur ekki drekkja fólki í músík, vegna þess að ofmettun er ekki góð á því sviði fremur en öðrum. Það er ekki hægt að hlusta af athygli á músík allan liðlangan daginn . . . og er nokkuð eins dásamlegt inn á milli og alger kyrrð úti í náttúrunni þegar ekkert hljóð heyr- ist nema kannski einstöku tíst í fugli?“ Lífið var gegnsýrt af músík og list. N það hlýtur að hafa haft sín áhrif, að þú skyldir alast upp á músík- heimili?" „Já, mikil ósköp, lífið var gegnsýrt af músík og list, listafólk af öllu tagi kom og fór, skáld og músíkantar, listmálarar og leikarar voru heimilisvinir, og það var stöðugt verið að syngja og spila. Ég sofnaði út frá æfingunum hjá pabba, en þær héldu oft áfram langt fram á nótt, og ég vaknaði við hljóðfæraslátt á morgnana. Mamma kenndi líka að spila, og þegar pabbi var ekki heima, þá spil- aði hún og kenndi. Þarna var fullt af hljóðfærum, píanó, flygill, harmóníum, cembaló um tíma, gamalt píanó, eitt af þeim fyrstu sem flutt voru til landsins, langspil — ég vissi aldrei hvað pabbi átti af þessu, en þarna var það. Á heim- ili þar sem músík er atvinna eins og hjá pabba, er svo sjálfsagt, að alltaf sé verið að spila og æfa, að maður hugsar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.