Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 16

Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 16
SAGA UM HUGVITSAMLEGA HEFND ■ EFTIR HARRY MUHEIM Norman Logan greiddi fyrir eplakökuna sína og kaffið og bar síðan bakkann fram í veitingasalinn. Af langleið kom hann auga á hnakkann á hinum stórhöfðaða William Tritt. Borðin næst Tritt voru auð og Logan hafði enga löngun til að snæða með honum, en þeir áttu sakir óuppgerðar sem Logan hafði hug á að fá á hreint. Hann nam staðar við borð Tritts og spurði: „Væri yður sama þó ég settist hér?“ Tritt leit upp á sama hátt og hann leit alltaf upp þegar hann var í gjaldkerastúku sinni í bankanum hinum megin við götuna. Framkoma hans var eins og hjá þjóni — feitum, nákvæmum yfirþjóni sem Logan hafði oft séð í kvikmyndum — bak við auðmýktarhimnuna bjó takmarkalaust sjálfsálit og yfirlæti sem alltaf reisti kampana á Logan. „Jú, auðvitað, herra Logan. Gjörið svo vel að fá yður sæti. Ég verð þó að fara þess á leit við yður að þér minnist ekki á þessa tvö hundruð dali.“ „Jæja, við sjáum hvað setur,“ sagði Logan, dró fram stól og settist. „Þér farið seint til hádegisverðar?" „Ó, ég hef þegar snætt hádegisverð,“ sagði Tritt. „Þetta er aðeins aukabiti." Hann skar stóra sneið úr nautasteikinni, sem hann hafði á diskinum fyrir framan sig, og tróð henni upp í sig. „Ég minnist þess ekki að hafa séð yður í allt sumar,“ bætti hann við og tuggði kjötið. „Ég fékk mér vinnu norður frá,“ sagði Logan. „Við vorum að reyna að stöðva einhvers konar ryð í ávaxtatrjánum.“ „Er það satt?“ Tritt var á svipinn eins og umhyggjusamur blóðhundur. „Ég hefði kosið að vinna við rannsóknarstörf fyrir vestan,“ hélt Logan áfram, „en ég get engan styrk fengið frá háskól- anum.“ „Þér verðið aftur við kennslu í ár, er ekki svo?“ „Jú, ójú,“ sagði Logan og andvarpaði, „við byrjum aftur í fyrramálið." Honum varð augnablik hugsað til nýliðaandlit- anna sem myndu snúa á móti honum í kennslustofunni. Hóp- ur af taugaveikluðum, vélrænum New York krökkum, sem foreldrar eða her höfðu þröngvað inn í háskólann og háskól- inn hafði þröngvað inn 1 grasafræðibekkinn hans. Þau voru fædd á mölinni og höfðu engan áhuga á gróðri og Logan fann stundum til hryggðar yfir því að á fimm ára kennslu hafði honum aðeins tekizt að miðla örfáum þeirra af eigin hrifn- ingu á námsefninu. „Það er svei mér ekkert smá sumarfrí, sem kennarastéttin fær,“ Sagði Tritt. „Frá byrjun júní og út seþtember." „Það gétur verið “ sagði Logan. „Það stendur bara allt á . . . meSan hann sneri baki við kippti Logan peningapokanum upp úr töskunni og lét hann falla niður í skúffuna hjá byssunni. Hann renndi skúffunni undir borðið . . . því, að kaupið er ekki nóg til þess að neitt sé hægt að nota fríið.“ Tritt hló stuttum, afmörkuðum hlátri og hélt áfram að tyggja. Logan fór að borða eplakökuna. Hún var dauf og bragðlaus eins og allar veitingahúsakökur. „Herra Tritt,“ sagði hann. eftir langa þögn. „Já?“ „Hvenær ætlið þér að greiða mér aftur tvö hundruð dalina mína?“ „Nei, hættið þér nú, herra Logan. Við gerðum þetta allt upp fyrir tiu mánuðum síðan. Við fórum í gegnum það með herra Pinkson og endurskoðendunum og öllum. Ég stal ekki frá yður tvö hundruð dölum.“ „Þér gerðuð það, og þér vitið það vel.“ „í hreinskilni sagt þá vil ég ekkert um þetta heyra framar.“ „Herra Tritt, ég var með þrjú hundruð tuttugu og fjóra dali í höndunum þennan dag. Ég var að enda við að selja skuldabréf. Ég veit hvað ég var með mikið.“ „Málið hefur verið til lykta leitt,“ sagði Tritt kuldalega. „Ekki hvað mér viðvíkur. Þegar þér færðuð upphæðina í reikning minn, þá skrifuðuð þér eitt hundrað tuttugu og fjóra í stað þrjú hundruð tuttugu og fjögurra.“ Tritt lagði frá sér gaffalinn og spennti greipar, vandlega. „Ég hef heyrt yður segja þessa sögu þúsund sinnum, hería minn. Kassinn stemmdi hjá mér þegar þér komuð aftur til atð kvarta.“ i,Auðvitað stemmdi hann,“ braust út úr Logan. „Þér urðpð mistakanna var, þegar Pinkson bað yður að gera upp sjóðinp. Þá tókuð þér tvö hundruð dalina mína úr skúffunni. Þgð var ekki að undra þótt hann stemmdi!" f Tritt lagði hönd sína á handlegg Logans eins og til að halda aftur af honum. „Herra Logan, ég ætla mér að komast langt í bankanum. Ég má yfirleitt ekki leyfa mér að fremja skyssur<“ „Þér getið heldur ekki leyft yður að viðurkenna þær, þegár þær eiga sér stað.“ - „Æ, vitið þér nú hvað,“ sagði Tritt, eins og hann væri dð tala við barn. „Þér haldið þó ekki að ég færi að leggja stöðu mína í hættu fyrir tvö hundruð dali?“ j „Þér lögðuð ekkert í hættu,“ sagði Logan hvatskeytslegþ. „Þér vissuð að það myndi ekki komast upp. Og þér tókuð peningana mína til að leyna villunni." Tritt sat hinn rólegasti og brosti gleitt við Logan. „Já, þetta er yðar útgáfa, herra Logan. En ég vildi óska, að þér hættuð að ónáða mig með þessu ævintýri yðar.“ Tritt skildi eftir helminginn af kjöti sínu á diskinum, stóð á fætur og setti á sig hattinn. Síðan gekk hann kringum borðið og stóð og gnæfði yfir Logan. „Ég vil aðeins taka fram, að ef við segðum nú sem svo að ég hefði stolið peningunum yðar og síðan lagt mannorð mitt að veði fyrir því, að það væri lygi, þá gæti ég ekkert afleitara gert en það, að afhenda yður peningana aftur. Þér hljótið að fallast á það.“ „Ég næ mér niðri á yður, Tritt,“ sagði Logan og hallaði sér aftur í stólnum. „Ég þoli ekki að láta pretta mig.“ „Ég veit það, ég veit það. Þér hafið tönnlast á því líka í tíu mánuði. Verið þér nú sælir.“ Tritt gekk út úr matstofunni. Norman Logan sat eftir, 16 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.