Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 11

Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 11
óþekkta nýliða. í þetta sinn var stjarnan Otello Bersellini, ágætur barítón sem söng Rigo- letto. -jTiG hafði áhyggjur af leikn- um á sviðinu og var dauð- hrædd um, að þetta færi allt á einhverjá ringulreið þegar til kæmi, en Bersellini var sallarólegur. ,Þetta verður fínt', sagði hann. ,Ég segi þér bara hvað þú átt að gera, og þú ferð eftir því jafnóðum'. Ekki leizt mér nú allskostar á þá til- hugsun. ,Við getum þó ekki farið að tala saman á sviðinu', sagði ég óróleg. ,Jú, jú, það er állt í lagi', sagði hann. Ég skal hjálpa þér, og svo gefur þú mér koss í staðinn'. KlappliðiS ... „Jæja, það gafst ekki tími til frekari heilabrota. Ég var drif- ín inn í búningsherbergi og förðuð í framan — það gerði söngkonan sem fór með hlut- verk Maddalenu, keppinautar míns í óperunni um ástir her- togans. Með mér í herberginu var gömul söngkona sem lék Giovönnu, þjónustustúlkuna mína; hún hafði verið lengi fastráðin þarna og söng venju- lega minni háttar hlutverk, en hafði geysimikla reynslu að baki sér. Eftir dálitla stund var barið að dyrum og inn kom maður sem reyndist vera full- trúi klappliðsins og var að sækja sína þóknun. Ég hafði aldrei heyrt um klappliðin sem eru fastur þáttur í öllum ítölsk- um óperusýningum, og ég sagði hneyksluð, að ég ætlaði sko ekki að borga fyrir klapp. Þá sagði Giovanna lágt við mig og var orðin hvasseyg: ,Borgaðu honum undir eins 250 lírur'. Og ég þorði ekki annað en hlýða. Maðurinn hneigði sig og fór út, en um leið og hann var búinn að loka hurðinni, sagði Giovanna mér, að það . væri hrein brjálsemi að neita að borga klappliðinu. ,Þú hefðir átt að borga honum þúsund lírur', sagði hún. ,Þá hefðu þeir hjálpað þér og gefið þér fínt klapp. Fyrir 250 lírur láta þeir þig aðeins afskiptalausa. En hefðirðu ekkert borgað, myndu þeir hafa eyðilagt þig gersam- lega og hrópað þig niður, svo að þú hefðir ekki einu sinni fengið frið til að sýna hvað þú gætir. hvíslarinn . . . ,,Ég var rétt að melta þessar upplýsingar þegar aftur var barið og inn kom annar mað- ur. Það reyndist vera hvíslari leikhússins. Hann bauðst til að vera mér hjálplegur, ef . . . Mér var nóg boðið, og ég sagði honum, að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af mér, ég kynni hlutverkið, og hann f.'ngi eskt eina líru. Til allrar hamingju þurfti ég ekki á aðstoð hans að halda, enda lét hann sem hann sæi mig ekki allt kvöldið — þó að ég hefði farið út af og staðið eins og þorskur á þurru landi, myndi hann ekki hafa hjálpað mér neitt. og gagnrýnandinn. „Ekki var ég fyrr byrjuð að jafna mig eftir hneykslunina en barið var í þriðja sinn og þriðji maðurinn kom inn. ,Hvað er nú?‘ spurði ég og bjóst við hinu versta. Jú, þessi spurði ofur elskulega hvort ég vildi ekki fá lofsamlega blaðadóma eftir sýninguna! „Þá var mér allri lokið og meira en það. Mér fannst þetta svo fáránlegt, fjarstætt og sið- laust, að ég átti engin orð til að lýsa gremju minni. Það vildi mér til happs, að þetta var á- kaflega geðugur ungur maður, og hann skildi auðsjáanlega til- finningar mínar. Þó að hann fengi ekki neitt, skrifaði hann um mig af velvilja, eins og þú sérð hér. — Svona nokkuð finnst mér óþolandi og lítils- virðing fyrir listamennina sem koma fram. Það eru ekki pen- ingarnir út af fyrir sig, heldur prinsippið í því . . . nei, ég held, að ég gæti aldrei vanizt slíku.“ FiiiSuá á r vtt í hléinu. „Hvernig gekk svo, í :gar J komst loksins út é fevibið?“ „Ágætlega, framar öllum von- um, það voru svakaleg læti í húsinu og móttökurnar mjöj; góðar, æpt og hrópað hástöfum eftir hverja aríu og dúett. Þeir komu flestir íslenzku strákarn- ir sem voru að læra með mér í Milano, og í hléinu vissi ég ekki fyrr en Jón Sigurbjörns- son kom æðandi allur í æsingi — hvernig hann hefur farið að komast á bak við, get ég ekki ímyndað mér — og heimtaði að fá að vita hvaða glæpamaður hefði eiginlega útuglað mig svona, málað á mig þessar hryllilegu eplakinnar o. s. frv. Nú, það skipti engum togum, hann hreinsaði af mér farðann í rosaflýti og málaði mig al- veg listilega vel áður en ég fór aftur fram á sviðið, svo að ég var stórum álitlegri í næsta þættinum. ,Þú átt ekki að láta þessar kerlingargribbur koma nærri þér‘, sagði Jón, og svo var hann þotinn aftur. Aum í hnjánum eftir hallarsenuna. „Bersellini stóð við loforð sitt og gaf mér alls konar smáleið- Framh. á bls. 31. Val yðar er 30 den úrvals perlonsokkar HVERS VEGNA! ? . . . ÞVÍ BELLINDA KVENSOKKAR ERU FRAMLEIDDIR ÚR BEZTUM HUGSANLEGUM PERLON ÞRÆÐI OG ENDINGIN OG ÁFERÐ ÞVÍ SERSTAKLEGA GÖÐ BELLINDA ER HEIMSÞEKKT VÖRUMERKI Á KVENSOKKUM. REYNIÐ BELLINDA 30 DEN. PERLON SOKKA. — ÞEIR MUNU EKKI SVÍKJA YÐUR. G. BERGMANN, heildverzl., LAUFÁSVEGI 16, sími 18970. FALKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.