Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 34

Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 34
— Nei takk, ég þarf ekki inn- brotstryggingu!! © Sönguriitn Framh. af bls. 31. unum, en á milli var ég alveg að ærast. ,Ertu brjálaður, mað- ur?‘ æpti ég. ,Hvað meinarðu með að haga þér svona? Ég hefði getað fengið móðursýkis- kast og valdið hneyksli og hvað eina!‘ Hann var sakleysið upp- málað. ,Nú, hvað er þetta, ég sagðist skyldi hjálpa þér, og svo fengi ég koss í staðinn', sagði hann með stökustu ró- semi. Og þar með var málið útrætt frá hans hálfu. Hann kvaddi mig, og ég hef aldrei séð hann fyrr eða síðar. Hugs- aðu þér að lenda í svona nokkru í fyrsta sinn sem maður kemur fram í óperu!“ ,,Það er að minnsta kosti af- skaplega skemmtilegt til frá- sagnar á eftir — engin furða þótt óperusöngvurum þyki dag- lega lífið hversdagslegt utan sviðsins. En heldurðu, að þú sért nú orðin nógu vond mann- eskja til að vera söngkona? Hef- urðu versnað mikið síðan þú fórst að syngja opinberlega?" ,,Ja, margir hafa sagt, að ekkert gerði fólk eins vont og listin. Ég er reyndar alls ekki sammála — mér finnst söngv- arar yfirleitt bezta fólk sem ég hef kynnzt, einkum þó þeir sem eru raunverulegir lista- menn, því að mestu listamenn- irnir eru oftast líka sannasta og bezta fólkið, lausir við merki- legheit og tilgerð sumra þeirra sem minna geta. Og söngurinn gefur svo mikla gleði og á- nægju, að ág held, að engin manneskja sem syngur, sé veru- lega óhamingjusöm. Söngurinn gleður hjartað, og sá sem er glaður í hjarta sínu, er ekki vondur maður.“ TTVERNIG líkaði þér við *>xl hina frægu Linu Pagliug- hi?“ 34 ,,Ó, hún er dásamleg, bæði sem listakona og kennari. Ann- an eins kennara og hana hef ég aldrei haft. Ég man, að þegar Gigli dó, var skrifað í blöðin, að nú væri Lina Pagliughi eini eftirlifandi fulltrúi bel canto á Ítalíu, einu tengslin við fortíð- ina, gullöld söngsins. Mér datt ekki í hug, að hún tæki nem- endur, en ég hafði heyrt, að hún byggi í Milano, og þegar ég kom út í annað sinn, hringdi ég til hennar og bað hana að visa mér á kennara. Hún bauðst til að hlusta á mig og sagði mér að koma til sín, en þegar ég var búin að syngja fyrir hana, sagði hún, að ég væri miklu betri en hún hefði búizt við, og að hún skyldi sjálf taka mig í tíma. En ég fengi ekki að syngja neitt nema æfingar fyrstu þrjá mánuðina. Ég var himinglöð að fá slíkan kennara, og eftir það hef ég alltaf verið hjá henni þegar ég hef komið til Ítalíu. Tvö sumur bjó ég úti á ströndinni þar sem hún átti sumarhús og var þá í tím- um á hverjum degi. Hún kenndi mér rn. a. alla Traviata og all- an Faust, og ég vonast til að geta lært meira hjá henni seinna.“ Óskahlutverkið er Marguerite í Faust. „Hvaða hlutverk hefurðu haft mest gaman af að syngja?“ „Líklega eru Rosina í Rakar- inn í Sevilla og Musetta í La Boheme skemmtilegustu hlut- verk sem ég hef fengið, en mesta ánægju hafði ég af Leo- noru í II trovatore — sú upp- færsla var í Austurbæjarbíói.“ „Og hvaða hlutverk langar þig mest að syngja í framtíð- inni?“ „Það er ekki gott að segja. Jú, mig dreymir um að syngja Marguerite í Faust. Ég elska það hlutverk og þá óperu.“ MYNDIRÐU hafa áhuga á að gerast leikkona?“ „Nei, ekki held ég það. Ein- hvern veginn fyndist mér hálf- tómlegt að fara að leika án söngs eftir að hafa vanizt óper- unni, því að þar er músíkin svo mikill þáttur í öllu saman og gerir dramatísku hliðina langt- um ríkari og sterkari. Annars er varla hægt að bera saman óperuleik og venjulegan sviðs- leik. Það er svo margt um að hugsa í sambandi við sönginn sem leikari þarf ekki að taka tillit til — maður getur ekki sunídð háa C flatmagandi á gólfinu eða í keng undir borði, maður þarf að fá tíma til að anda með vissu millibili í mús- íkinni, og það er ekki hægt að hoppa og dansa um allt sviðið meðan maður er að syngja. Bezti leikurinn finnst mér allt- af þegar áhorfendurnir eru sannfærðir um, að þeir gætu gert alveg eins vel sjálfir — mér finnst sumar leikkonur hugsa alltof mikið um, að þær séu að leika. Þær þurfa að vera persónan, ekki að leika hana. Þannig er Callas, og engin ó- perusöngkona stendur henni á sporði sem leikkona.“ Langar inn á nýjar leiSir. „Hvenær fær maður að sjá þig næst á sviði eða konsert- palli?“ „Ég veit ekki, ég hef ýmis- legt í huga með haustinu, en ég vil síður tala of mikið um framtíðaráætlanir mínar. Sem stendur hef ég mestan áhuga á að kynna mér betur það ó- numda land sem móderne söng- músík er, ég er búin að syngja svo mikið af því gamla, að nú langar mig inn á nýjar leiðir. En við skulum bíða með allar umræður um framtíðina . . . . þangað til hún er orðin að for- tíð.“ ★ ★ • Ruslaskúffan G'ramh af bls 19 ari leiðindum með þessu máli. Gjörið svo vel að setja á yður axlaböndin aftur, herra Logan.“ Þetta var hræðileg niður- lægingarstund fyrir gjaldker- ann — fyrsta skiptið sem orð hans voru dregin í efa í bank- anum. „En herra minn, ég staðhæfi að þessi maður ...“ „Ég verð að biðja yður að snúa aftur til stúku yðar, herra Tritt, sagði Pinkson, allur í uppnámi. Tritt hlýddi. Framkvæmdastjórinn hjálp- aði Logan í jakkann og leiddi hann síðan að borðinu sínu. „Þetta eru herfileg mistök, herra Logan. Gjörið nú svo vel að setjast niður, gjörið svo vel.“ Litli vingjarnlegi maðurinn var móður og másandi. „Nú vildi ég aðeins mega benda yður á, að ef þér farið í mál út af þessu, þá stöndum við ákaflega höllum fæti gagnvart aðalskrifstofunni, niðurfrá og ég. ..“ „Verið ekki að æsa yður upp, herra Pinkson,“ sagði Logan og brosti. „Ég mun ekki fara i mál.“ Logan tók þessu öllu mjög létt. Herra Tritt hafði ímyndað sér, að hann sæi byssu, annað ekki. Þetta var einfald- lega ein þeirra villa, sem hent geta fullkomlega heilbrigt fólk, stöku sinnum. Og vildi nú fram- kvæmdastjórinn vinsamlegast greiða honum bréfin? Herra Pinkson afhenti honum áttatíu og þrjá og fimmtíu, og baðst í sífellu velvirðingar. Logan yfirgaf bankann og gekk í kafaldinu, blístrandi jólalag. Honum hafði tekizt með stakri prýði. Vikurnar sem á eftir fóru, hélt Logan áfram að eiga skipti við Tritt, eins og ekkert hefði í skorizt. Gjaldkerinn reyndi að sýnast upphafinn og rólegur en hann lagði skakkt saman og hendur hans skulfu. Dag einn seint í janúar stóð Tritt upp í miðjum klíðum, tröllvaxinn lík- ami hans nötraði allur. „Hafið mig afsakaðan, herra Logan,“ tuldraði hann og rauk inn gang- inn fyrir aftan stúkurnar. Pinkson fór á eftir honum og Logan neytti færis að líta eftir byssunni. Hún lá óhreyfð í skúffunni. Svo kom Pinkson aftur einsamall. „Mér þykir afar leitt að hafa tafið yður aftur, herra minn, sagði hann. „Herra Tritt líður ekki vel.“ „ímyndaði hann sér að hann sæi aðra byssu?“ spurði Logan stillilega. „Nei. En hann er orðinn mjög uppnæmur. Síðan þetta kom fyrir með yður í síðasta mán- uði, hefur hann verið eins og köttur á heitu þaki.‘ „Ég hef orðið var við breyt- ingu á honum.“ „Hann hefur glatað sinni gömlu, köldu bankarósemi, herra Logan. Og svo gengur hann auðvitað í sífelldum ótta við nýjar ofsjónir.“ „Það þykir mér leitt að heyra,“ sagði Logan og sýndist taka þetta nærri sér. „Það er sorglegt þegar menn missa tök- in á starfinu.“ FALK.INN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.