Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 27

Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 27
VERÐLAUNAGETRAUNIIM l TILHÖGUN VERÐLAUNA- GETRAUNAREMNAR ★ Verðlaunagetraun Fálkans, sem hófst í 18. tölublaði og lýkur mánudaginn 28. júní er í senn stórglæsileg og spennandi. ★ t hverju blaði verður birt mynd af íslenzkum leikara í hlutverki og eiga lesendur að ráða af mynd- inni hvaða leikrit er um að ræða. Til að gera getraunina auðveld- ari, eru talin upp þrjú leikrit og er eitt af þeim hið rétta svar. ★ Dregnir verða út þrír glæsilegir vinningar. 1. vinningur: 15 daga ferð til Costa Brava á Spáni fyrir tvo á vegum Ferðaskrifstofunnar Sögu. Flogið til ''Kaupmannahafnar og heim aftur með Flugfélagi íslands. Ferð- in stendur frá 6.—20. september. Fæði og hótelherbergi er að sjálf- sögðu innifalið. 2. vinningur: Ferð fyrir einn með Gullfossi til Kaupmannahafnar og heim aftur með viðkomu í Leith. Farið héðan 18. september og komið til Reykjavíkur 30 septem- ber. Fæði og þjónusta innifalið. 3. vinningur: Flugferð fyrir einn til London og heim aftur með Flug- félagi íslands á tímabilinu októ- ber—nóvember í haust. Rangers frá Skotlandi. Þetta olli spenningi, en fæstir áttu fyrir höndum að lifa svo lengi að þeir vissu hverjir sigur bæru af hólmi. (Spánverjar, 6:0). Þessum kappleik var mikið for- mælt í nágrenninu næstu daga, því að marga lokkaði hann út í dauðann. í heildartölu þeirra er fórust skipti þetta þó ekki máli, enda mun ekki dæma- laust heldur að sumir hafi forð- að lífi sínu með því að láta sér dveljast við að horfa á leikinn. En uppi í fjallinu urðu sig- merkin nú hvað geigvænlegust. Þau ruku upp í sem svaraði 190 og síðar 200 millimetra á sólarhring. Rétt fyrir kl. 9 ákvað Bia- dene, þá staddur í Feneyjum, að gera nokkrar varúðarráðstaf- anir neðan við stífluna og um- hverfis Longarone. Hann talaði í síma við aðstoðarmann sinn Belluno og bað hann að láta lögregluna stöðva alla umferð um götur neðan við stífluna og í kringum borgina. Símað var til ýmissa stofnana og manna er höfðust við nærri ánni, og sagt að verið gæti að dálítið vatn skvettist yfir stífluna í nótt en það væri ástæðulaust að verða óttasleginn. ★ ★ ★ KLUKKAN 10,39 hrundi fjallið — auðvitað ekki allt, en þetta skriðuhlaup varð stór- kostlegra en dæmi eru til í Evrópu síðan sögur hófust. Höggið sem varð þegar skriðan skall niður í gljúfrið var svo mikið að það kom raunveru- legur jarðskjálfti sem mældist á jarðskjálftamæla í fimm lönd- um. Spildan sem losnaði úr hlíðinni nam 600 milljónum tonna, og að rúmtaki var hún svo geysileg að ef öllu þessu grjóti og jarðvegi væri hrúgað upp á fleti sem svaraði til venjulegs knattspyrnuvallar að stærð þá næði hraukurinn 40 mílur í loft upp. Þessi ókjör hrundu ekki smátt og smátt niður brattann, heldur gerðist það sem verra var að fjallið klofnaði, eins og skorið með hnífi og öll spildan steyptist í einu lagi niður í uppistöðuna í gljúfrinu. Don Carlo Onorini, sóknar- prestur í Casso, þorpi hátt uppi í fjallshlíðinni hinum megin við gljúfrið, horfði á hamfar- irnar. Öll fjallshlíðin var böð- uð í flóðljósum, svo að ekkert fór framhjá honum. Fjallshlíð- in lagði af stað með hvin „sem minnti á að það væri kominn heimsendir.“ Leðjuþykkt flóð reis upp með hlíðinni fyrir neðan hann og gleypti kirkj- una og nokkur neðstu húsin, áður en það skall til baka niður í gljúfrið. Óskaplegum bláhvít- um bjarma sló á himinhvolfið um leið og háspennuleiðsla með 20 þúsund volta spennu slitnaði. Svo varð allt kol- dimmt. ‘ Umhverfis alla uppistöðuna geystust óðar öldur flóðsins — ekki 80 fet — heldur 800 fet upp fyrir yfirborð vatnsins og þrátt fyrir allt stóðst stíflan þennan gífurlega þunga. Flóð- ið æddi yfir stífluna — ekki í 5 feta hæð — heldur 300 feta hæð og hvolfdist niður í gilið 800 fetum fyrir neðan. Þar krepptu barmar gilsins svo að að það spýttist fram á sléttuna eins og út úr byssuhlaupi, rek- andi á undan sér bylgju af is- köldu lofti, blönduðu vatnsúða og froðuskvettum. Þetta var eins og rigningarslagviðri en kom ekki niður heldur stefndi upp. Og þetta var ekki flóð- bylgja eða venjulegt vatnsflóð. Framh. á bls. 41. llfYND 6 Gísli Halldórsson er hér sem Ernest Beevers í leikritinu: 1. Á yztu nöf ? 2. Rekkjan? 3. Tíminn og viÖ? Rétt svar: Þegar verðlaunagetrauninni lýkur 28. júní eiga þátttak- endur að ldippa út allar myndirnar og senda þær ásamt svörum til ritstjórnar Fálkans, pósthólf 1411. Annað form á úrlausnum verður ekki tekið til greina þegar vinningarnir verða dregnir út.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.