Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 37

Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 37
• Ruslalcistait Framh. af bls. 35. skjalatöskunni í vegginn og greip handfylli í jakkalöf Logans. „En ég fékk yður þá! Ég fékk yður þá! Andlit hans var öskugrátt og röddin skræk. „Þér létuð þá í skjalatöskuna. Ég sá það! Ég sá yður gera það!“ Hann tók Logan eins og í úrslitatilraun til að hrista úr honum tíu þúsundin. Pinkson rétti úr sér með próf- blöðin í höndunum og sagði: „Guð sé oss næstur, herra Tritt, hættið þér. Hættið þér.“ Tritt hætti að skaka Logan og sneri sér tryllingslega að Pinkson. „Þér trúið mér ekki!“ hrópaði hann. „Þér trúið mér ekki!“ æpti hann. „Þér trúið mér ekki!“ „Það er ekki um það að ræða, hv ...“ „Ég skal finna þessa peninga. Ég skal sýna yður hver það er sem lýgur.“ Hann æddi að stóra borðinu og sópaði öllu af því í einni sveiflu með þung- um handleggnum. Eyðublöðin j flögruðu niður á gólfið, blek- byttan brotnaði og svart blek- ' ið slettist um gólfábreiðuna. Tritt svipti borðinu út á gólfið með brauki og bramli og og slengdi því utan í skrifborð Pinksons. Logan sá ruslaskúff- una ópnast um hálfan þuml- ' ung. Stóri maðurinn lét fallast klunnalega á kné og fór að berja gólfábreiðuna með flöt- um lófunum, þusandi um leið við sjálfan sig: „Hann er hér einhvers staðar — línpoki.“ Hann þreif í horn á ábreiðunni • og lyfti því upp, stynjandi. ; Rykmökkur gaús upp, annars sást ekkert undir ábreiðurini nema bert, óhréint gólfið. Hóp- ■i ur manna hafði safnazt saman utan við marmaragrindurnar og í gjaldkerarnir allir rýndu gégn- £. um glerrúður sínar á Tritt. £ „Ég skál finna þá! Ég skal finna þá!“ orgaði hann. Svitinn ' perlaði á enni hans, er hann stóð upp, sneri við og gekk aftur að borðinu. Hálfopin skúffan blasti nú við allra sjón- um fyrir framan hann, en eng- inn hafði augun af Tritt og hann kom ekki auga á skúff- una fyrir borðröndinni. Logan vék sér í snatri að Pinkson og hvíslaði: „Hann gæti orðið hættulegur, herra Pinkson. Þér verðið að friða hann. Hann greip í handlegg Pinkson og ýtti honum afturá' bak nokkur fet unz fram- kvæmdastjórinn settist á borð- röndina, beint yfir skúffunni. Hann var enn með prófblöðin í höndunum. „Herra Tritt, þér verðið að hætta þessu!“ sagði herra Pink- son. „Víkið úr vegi fyrir mér, Pinkson," sagði Tritt, stefndi beint á hann og blés eins og tarfur. „Þér trúið honum, en ég skal sýna yður annað. Ég skal finna þá!“ Hann lagði hendurnar á axlir Pinksons. „Farðu nú frá, heimskingi.“ „Slíka framkomu þoli ég engum,“ gelti Pinkson. Hann vantar í sjóðinn,“ hrópaði Tritt. „Það er einmitt það, sem ruglingnum veldur,“ sagði Pinkson seinlega. „Við munum komast til botns í þessu, en þangað til verð ég að fyrir- skipa handtöku yðar, herra Tritt.“ Logan tók sér stöðu við hlið Pinksons og þeir horfðu báðir með samúð á gjaldkerann, þar sem hann lötraði, ekkaþrung- inn, til stúku sinnar. „Mér fellur þetta ólýsanlega þungt,“ sagði Pinkson. „Ég held að lögin verði yður sammála um, að hann sé ekki fær um að gegna stöðu sinni,“ - Sögusynfónían, eftir Jón Leifs... rak Tritt löðrung, sem small i og sveið undan. Gjaldkerinn hætti, agndofa, svo fór hann skyndilega að gráta „Herra Pinkson. Herra Pink- son, þér verðið að treysta mér.“ Pinkson fyrirvarð sig óðara fyrir verknað sinn. „Mér þykir þetta leitt, drengur minn. Ég hefði ekki átt að gera þetta.“ „Ég segi yður satt, hann miðaði á mig byssu aftur. Raun- verulegri byssu — þetta er ekki ímyndun mín.“ „En hvers vegna hringduð þér ekki í Louie?“ sagði Pink- son. „Þér vitið að það er venj- an.“ „Ég vildi ná honum sjálfur. Hann — hann gerði mig að slíku fífli i síðasta mánuði.“ „En þetta atvik i síðasta mánuði voru ofsjónir,“ sagði Pinkson og leit á Logan. Logan kinkaði kolli. „Það eru þó líklega engar of- sjónir, þegar tiu þúsund dali sagði Logan og Pinkson eygði farsæla leið út úr ógöngunum. „Ef til vill er það rétt hjá yður.“ Logan lét í ljós umhyggju sína með því að hjálpa til við að koma lagi á óreiðuna eftir Tritt. Hann og aðstoðarfram- kvæmdastjórinn lyftu borðinu á sinn stað við innri vegginn og Logan ýtti ruslaskúffunni vandlega aftur með fingurgóm- unum um leið. Norman Logan lagði leið sina í bankann síðla næsta dag. Hann settist við borðið til að skrifa út innleggsseðil og hann fann sigurfögnuð fara um sig allan, er hann laumaði byss- unni og tíu þúsund dölunum uþp úr skúffunni og niður í frakkavasa sinn. Þegar hann gekk út um aðaldyrnar, fram- hjá verðinum, mætti hann herra Pinkson, sem var á hraðri ferð inn „Hræðilegt. Hræðilega," sagði litli maðurinn og gaf sér ekki einu sinni tíma til að heilsa. „Hvað er á seyði?“ spurði Logan með stillingu. „Ég var að enda við að tala við læknana á Bellevue um Tritt,“ sagði Pinkson. „Hann virðist heilbrigður og þeir hafa sleppt honum. En til allrar óhamingju getur hann svarað öllum spurningum nema — Hvar eru peningarnir? —“ Logan hélt þéttings fast um peningana í vasa sínum og hélt áfram að votta samúð sína. Þegar Logan var kominn heim til sín, fékk hann lánaða ferðaritvél hjá manninum á efri hæðinni. Síðan settist hann við að skrifa eftirfarandi bréf: Kæri herra Pinkson, Ég skila hérmeð aftur pen- ingunum. Mér fellur þetta mjög þungt. Ég hef líklega ekki vitað, hvað ég var að gera. Ég held mér hafi ekki verið sjálf- rátt um nokkurt skeið. Eftir að hafa leitað uppi stafi Tritts á gamalli kvittun, falsaði hann smágert og snyrti- legt W og T undir bréfið. Logan þurrkaði fingraför sín af peningaseðlunum og vafði þeim, ásamt bréfinu í snotr- an böggul. Eitt ævintýralegt augnablik hugleiddi hann hve dásamlegt það myndi vera að halda peningunum. Hann gæti sagt upp í háskólanum, farið vestur og haldið áfram rann- sóknum á eigin spýtur. En það var ekki í fyrirætluninni og hún hafði gengið of vel til að vert væri að breyta henni nú. Logan ók til póststofu þeirrar, sem næst var heimili Tritts og sendi peningana til Pinksons í bankann. Næsta morgun hringdi herra Pinkson til Logans í háskóla- ann. „Jæja, málið er nú upp- lýst,“ sagði hann, feginn en dapur. „Tritt hefur skilað aftur peningunum svo bankinn mun ekki höfða mál gegn honum. Ég þarf líklega ekki að geta þess, að Tritt verður látinn fara. Hann neitar ekki einungis að hafa tekið peningana, heldur neitar hann einnig að hafa skil- að þeim aftur.“ „Honum hefur sennilega alls ekki verið sjálfrátt,“ sagði Logan. „Nei. Hann kemst einmitt þannig að í bréfinu. Hvað sem því líður, herra Logan, ég —* ég vildi aðeins láta yður vita þetta og biðja yður afsökunnar á þeim leiðindum, sem við höf- um valdið yður.“ Framh. á bls. 41. FAlmnn 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.