Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 19

Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 19
Bnnain Huss sem utan POIYTIX PLASTMÁLNING HVÍTT FramUlðandi ó íslandi: Polytex plastmálning er varan« legusl, áferðarfallegust, og létt- ust í meðförum. Mjög fjölbreytt litaval. Notíð Polytex plastmálningu innan húss sem utan . gerið heimilið hlýlegra og vistlegra með Polytex. -U I 1 I 1 Jrvni reikulum skrefum að stúku Sinni, lagði Logan byssuna aftur niður í skúffuna og lokaði henni. Tritt lét aftur stúku- hurðina og höfuð hans hvarf niður fyrir þann hluta glersins, sem ógegnsær var. í sömu svif- um hringdi síminn á borði Pinksons og hann tók hann upp. Logan horfði á bak hans og •innan tíðar sá hann, að líkami Pinksons stirðnaði upp. Logan andvarpaði, því nú vissi hann, að hann myndi ekki ná pening- unum í þessari atrennu. Ekkert skeði nokkur augna- blik; þá þusti gamli vörðurinn ‘skyndilega fyrir hornið á stúk- unum með stóra skammbyssu í skjálfandi höndunum og reyndi að beina henni að Logan. ,,Svona nú, svona! Kyrr nú! Upp með hendurnar, strax!“ Logan lyfti höndunum og vörðurinn sneri sér að Pinkson með hálfgerðan undrunarsvip á andlitinu. „Jæja þá, herra Pinkson, nú kemst hann ekki undan.“ Pinkson stóð upp um leið og Tritt kom út úr stúkunni. Mennirnir þrír nálguðust Logan hægt í vari byssunnar. „Farðu gætilega, Louie, hann er vopnaður,“ sagði Tritt í að- vörunarrómi við vörðinn. „Mætti ég spyrja hvað geng- ur á?“ sagði Logan, með hend- urnar hátt á lofti. „Herra Logan,“ mælti Pink- son, „mér þykir þetta leitt, en herra Tritt hérna segir mér að — að ...“ „Að þér reynduð að ræna mig tíu þúspnd dölum,“ sagði Tritt samanbitnum tönnum. „Ég — ég hvað?“ „Þér gerðuð rétt í þessu til- raun til að ræna bankann," sagði Tritt seinlega. „Reynið ekki að bera á móti því.“ Logan varð á svipinn eins og maður, sem er svo algjörlega yfirkominn af undrun og van- trú, að honum verður orðfall. Hann gætti þess þó að ofleika ekki. Fyrst hló hann bláít áfram að Tritt. Síðan lét hann hendurnar síga, í trássi við byssu varðarins, og stóð upp, hinn stillilegi, hneykslaði há- skólaborgari. „Hið eina, sem ég get sagt, herra Tritt, er að ég ber vissu lega á móti því.“ „Guð komi til,“ sagði Pink- son. „Það er betra að þú takir af honum byssuna, Louie,“ sagði Tritt skipandi við varðmann- inn. Vörðurinn stiklaði varlega til Logans og þuklaði hann, eins og gert er í kvikmyndum. „Hann hefur enga byssu, herra Tritt,“ sagði hann. „Auðvitað hefur hann byssu,“ sagði Tritt hvellt. Hann ýtti verðinum til hliðar. „Hún er hér í jakkavasa hans.“ Tritt keyrði holduga hendina niður í vinstri jakkavasa Logans og gramsaði í honum. „Hún er ekki í þessum vasa,“ sagði hann eftir nokkra stund. „Hún er ekki í neinum vasu,“ sagði Logan. „Ég hef enga byssu.“ „Þér hafið hana víst. Þér hafið víst byssu. Ég sá hana,“ sagði Tritt. Málrómur hans var að byrja að minna á þrætu- gjarnan krakka. Hann hriiig- sneri Logan og reif af honum jakkann með hnykk. Ermarnar úthverfðust. í ákafa sínum sneri gjaldkerinn hliðarvösun- um við, leitaði í innri vösnn- um og brjóstvasanum, fór síðan höndum um alla flíkina, kryppl- aði hana saman. „Byss ... byss- an er ekki í jakkanum,” sagði hann loksins. „Hún er ekki í buxnvösun- um,“ bætti varðmaðurinn við. Tritt gekk hratt að borðinu. „Hún er einhvers staðar hér nálægt,“ sagði hann. „Við sát- um héma.“ Hann stóð beint fyrir framan lokuðu skúffuna og hendur hans fálmuðu í til- gangsleysi um borðplötuna. Hann lyfti upp snyrtilegum hlaða af innleggsseðlum og lét hann niður aftur, leit síðan undir þerriblaðið eins og byssa gæti leynst þar. Logan vissi að hann yrði að stöðva þetta. „Er hér nokkur staður, sem ég get farið úr fleiri fötum?“ spurði hann stundar- hátt og renndi axlaböndunum niður af öxlunum. Nokkrir við- skiptavinir höfðu safnazt saman við marmaragrindurnar til að horfa á og herra Pinkson var búinn að fá nóg. „Nei, nei, mikil ósköp,“ nærri því hrópaði hann. „Þess gerist engin þörf, herra Logan. Louie sagði að þér væruð óvopnaður. Jæja, Louie, legg þú nú þina byssu frá þér og í hamingjunn- arbænum, fáðu fólkið til að halda áfram.“ „En herra Pinkson, þér verð- ið að trúa mér,“ sagði Tritt og gekk nú til framkvæmdastjór- ans. „Þessi maður miðaði á mig byssu og ...“ „Það er erfitt að ákveða hverju skal trúa,“ sagði Pink- son. „En peningum var engúm stolið og ég sé enga ástæðu til að valda herra Logan frek- Framh. á bls. 34. FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.