Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 31

Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 31
FERÐASKRIFSTOFAN SKÖLAVÖRÐUSTÍG 16, II HÆÐ. - SÍMI 22890. L/\ N a SVN ^ O Veitir upplýsingar og fyrirgreiðslu varðandi ferðalög um allan heim. O Selur flugmiða hvert sem er. Getur séð um fyrirgreiðslu á farmiðum með skipum og járnbrautum víðsvegar umheim. O Önnumst fyrirgreiðslu á hótelgistingum innanlands og utan. O Skipuleggjum hópferðir og ferðir einstaklinga innan- lands og utan. O Ef þér þurfið að fljúga, hringið til okkar. Við útvegum flugferðir strax með hinum glæsilegu Loftleiðavélum. Mun- ið greiðsluskilmála Loftleiða — FLUGFERÐ STRAX OG FAR GREITT SÍÐAR. — Loftleiðir bjóða íslenzkum við- skiptavinum sínum upp á þriggja til tólf mánaða greiðslu- frest á allt að helmingi þeirra gjalda, sem greidd eru fyrir flugför á flugleiðum félagsins. IIÓPFERÐIR: L.S.5. Finnland — Sovétríkin, 10/7—24/7. Verð kr. 15.500,00 — Helsinki, Leningrad, Kiev, Yalta, Moskva. Farar- stjóri: Gestur Þorgrímsson. L.S.6. Finnland — Sovétríkin, 17/7—31/7. Verð kr. 15.500,00 — Helsinki, Leningrad, Riga, Kiev, Sochi, Moskva. Far- arstjóri: Reynir Bjarnason. L.S.7. Frakkland — Algiere (Heimsmót æskunnar) 23/7— 13/8. Verð kr. 15.500,00 — Luxemborg, Paris, Algiere. Fararstjóri: Héðinn Jónsson. L.S.8. Danmörk — A.-Þýzkaland (Eystrasaltsvikan) 1/7— 17/7. Verð kr. 9.500,00 — Kaupmannahöfn, Rostock, Berlín. Fararstjóri: Tryggvi Sigurbjarnarson. L.S.9. Danmörk — Rúmenía (Mamaia) 29/7—19/8. Verð kr. 13.200,00 — Kaupmannahöfn, Malmö, Constanta, Mam- aia. Fararstjóri: Gestur Þorgrímsson. L.S.10. Noregur — Danmörk 10/7—29/7. Verð kr. 13.000,00 — Osló, Harðangursfjörður, Esbjerg, Odense, Kaup- mannahöfn, Gautaborg. Fararstjóri: Elín Torfadóttir. L.S.ll. Danmörk — Tékkóslóvakía — Holland (Spartakiade) 26/6 — 9/7. Verð um kr. 15.500,00 — Kaupmanna- höfn, Prag, Amsterdam. Fararstjóri: Gestur Þorgríms- son. L.S.13. Ðanmörk — Rúmenía (Mamaia) 2/9—21/9. Verð kr. 13.200,00 — Kaupmannahöfn, Malmö, Constanta, ________Mamaia. Fararstjóri: Gestur Þorgrímsson.____________ Nánari upplýsingar í skriístofu okkar. Þátttaka takmörkuð í sumar ferðirnar. Auk þess seljum við farmiða í hópferðir til m. a. Spónar, Ítalíu, Júgóslavíu, Austurríkis, Sviss, Þýzkalands, með þekktum dönsk- um ferðaskrifstofum. Skipaferðir um Eystrasalt — Miðjarðarhaf með Balticline. Am- eríkuferðir. Fjölbreyttar transit ferðir til Japan gegnum Sovét- ríkin á um 30—40 þúsund krónur. Allt innifalið í mánuð. Síminn er: 22890 — Skrifið: Utanáskriftin er: Ferðaskrifstofan LANDSÝN h.f., *.o. bo* íbs. Rvik. isiand • Söngurínit Framh. af bls. 11. beiningar inn á milli þegar við vorum að syngja. En því miður var ég ekki orðin nógu góð í ítölskunni til að hafa full not af þeim. I dúettinum fræga í höll hertogans, ,Tutte le feste al tempio', var hann alltaf að hvæsa til mín: ,Ginocchio!‘ Ég vissi ekki, að ginocchio þýddi hné, og að hann meinti, að ég ætti að krjúpa á kné, en hins vegar vissi ég, að occhio þýddi auga, svo að ég hélt, að ég ætti að horfa eitthvað sérstaklega innfjálg á hann, og ég einblíndi á hann af öllum lífs og sálar- kröftum, því fastar, því oftar sem hann sagði ,Ginocchio!‘ En Bersellini var lágvaxinn og ég 175 cm á hæð, og karl gerir sér bara lítið fyrir, tekur um axlirnar á mér og keyrir mig niður á hnén, og á hnjánum varð ég að gera svo vel að liggja allan dúettinn í gegn, til þess að hann gæti trónað yfir mér voða dramatískur. „Hvað sem öðru leið, gerði þetta svo mikla lukku, að við urðum að endurtaka seinni dú- ettinn, ,Si, vendetta'/ Ég var mátulega búin að varpa önd- inni léttar að vera komin í gegnum eldraunina þegar tjald- ið dróst frá, Bersellini ýtti mér aftur á hnén og beljaði enn á ný: ,Si, vendetta!1 Þeir héldu víst, að maður gæti rifið úr sér háu Essin eins og að drekka vatn! Það fór allt prýðilega, en mikið skelfing var ég aum í hnjánum á eftir. Hálfköfnuð í pokanum. „Þó var þetta nú ekkert á móti pokaatriðinu. Aldrei á æv- inni hefur mér liðið eins illa og ofan í pokaskrattanum — ég sem hef alltaf þjáðst af inni- lokunarkennd — ég hélt í al- vöru, að ég myndi kafna. Hefði verið æfing áður, myndi ég hafa getað athugað að hafa eitthvert op til að anda inn um, en þarna var ekki því að heilsa, þeir tróðu mér bara í pokann í hend- ingskasti, og þar varð ég að húka hálfköfnuð í kolniða- myrkri heila eilífð að því er virtist, og ég þóttist vita, að ég yrði steindauð þegar að loka- dúettinum kæmi. Hin dramatíska grátsena. „Ég lifði það samt af, og þeg- ar ég gat loksins stungið höfð- inu upp úr pokanum, gekk allt ágætlega. Ég dó ósköp fallega á fínu pianissimo B, Bersellini endaði á sínu fræga: ,Gilda! mia Gilda! . . . E morta! . . . Ah, la maledizione!*, kastaði sér yf- ir mig í örvæntingu og hristist og skókst allur af gráti. Ekki vantaði dramatíkina, tjaldið lyftist og féll aftur og aftur, og alltaf grét Bersellini . . . en hvað heldurðu, að hann hafi í raun og veru verið að gera í þessari ofsafengnu grátsenu? Allan tímann sem hann grúfði sig yfir mig, var hann að knús- kyssa mig með þessum líka lát- unum! Ég var alveg að slepp.. mér, en gat ekki hreyft mig; ég var gersamlega varnarlaus þarna frammi fyrir öllum á- horfendunum sem auðvitað héldu, að Bersellini væri svona innlifaður í tragedíuna. Áendanum stóð hann upp, og við vorum klöppuð fram hvað eftir annað. Þetta var eins og í bíómynd — við brostum blíðlega hvort til ann- ars meðan við hneigðum okkur og beygðum fyrir fagnaðarlát- Framh. á bls. 34. FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.