Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 33

Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 33
I XI DÖNSK KVIKMYNDAGERÐ Isíðustu viku lofaði ég les- endum að segja þeim eitt- hvað frá þeirri danskri kvinnu, sem ég hef mestan áhuga á, Annelise Hovmand, jafnframt I því að sagt skyldi frá kvik- myndinni Sextett. Skal nú hvort tveggja efnt. Annelise Hovman kom fyrst fram á sjónarsviðið sem kvik- myndaleikstjóri árið 1955, er hún gerði ásamt Finn Methling, fræðslumyndina „Hvers vegna stelur barnið“. Mynd sú hlaut Antoniusarverðlaunin. Fyrsta leikin mynd hennar var kvikmyndin „Enginn tími til ástarhóta", og enn vann hún með Finn Methling. Mynd þessi varð til þess að vekja mjög verulega athygli á Annelise Hovmand, enda fékk hún Bodil- verðlaunin. Þau verðlaun þykja hin merkustu í Danmörku, eru veitt af kvikmyndagagnrýnend- um Kaupmannahafnar, sem ár- lega veita þá viðurkenningu fyrir beztu innlendar og er- lendar kvikmyndir, auk leik- stjórnarverðlauna og annarra. Frá þeim tíma hefur Anne- lise Hovmand sent frá sér fjórar myndir þeirra síðust er Sextett. Annelise Hovmand er fædd 17. september árið 1926, eftir stúdendspróf gerðist hún blaða- kona við Nationaltidende, undi þó ekki lengi við það, en gerð- ist sjálfboðaliði við kvikmynda- ver Minerva film í Kaupmanna- höfn. Næstu árin vann hún flest þau störf, sem til féllu innan ýmissa kvikmyndavera. Sjálf segir hún um þau ár í viðtali í „Alt for damerne“ rétt eftir 38 ára afmæli sitt: „Ég hef í raun og veru gengið í kvik- myndaskóla — aðeins utan þess kvikmyndaháskóla, sem við ekki eigum — og unnið allt saman, með hörðum hönd- um, eins og sagt er, en það hefur bara alls ekki verið erfitt. Manni finnst ekki erfitt að vinna sextán tíma í sólarhring, þegar maður hefur áhuga á því, sem maður er að gera.“ Reyndar lét Annelise Hov- mand sér ekki nægja að vinna í kvikmyndaverum heimalands- ins áður en hún fór sjálf að fást við kvikmyndagerð, því hún var um tíma við nám bæði í Englandi og Frakklandi. Eftir heimkomuna vann hún sem aðstoðarmanneskja hjá nokkrum þekktum leikstjórum Dana, meðal annars hjá Ole Palsbo, sem þekktur ér af ýms- um dokunentar myndum sínum um ólík efni, einnig var hún aðstoðarmanneskja hjá Astrid Henning Jensen, sem einnig er mjög þekkt fyrir stuttar doku- mentarkvikmyndir sínar og loks vann hún með Johan Jacobsen, en hann hefur meðal annars gert kvikmynd, sem hann nefndi „Allt þetta og ís- land líka“ og margir munu kannast við. Fleiri myndir hans munu þekktar hérlendis. Samstarf Johan Jacobsen og Annelise Hovmand er reyndar enn við líði, þau giftust og áttu börn og buru og hafa haldið saman gegnum þykkt og þunnt. Johan Jacobsen og Flamingo Film, fyrirtæki þeirra hjóna hefur nú um árabil staðið að baki allra mynda Annelise Hovmand. Og snúum okkur að Sextett. Árið 1963 var mynd sú frum- sýnd í Kaupmannahöfn. Anne- lise Hovmand hafði vænt sér mikils af myndinni og hún segir sjálf svo frá í fyrrnefnöu viðtali, að það hafi komið yfir hana eins og reiðarslag, að henni var illa tekið, Ennfremur segir hún: „Þegar maður síðan verður fyrir því, að hver einasti útlendingur, sem myndina sér, hrósar henni í hástert, þá verð- ur maður blátt áfrarn kolrugl- aður. En þetta er um leið sér- lega hollt, því að maður fer að segja við sjálfan sig: Þú getur ekki verið að hlusta á þá, sem hrósa henni slík ósköp, og þú getur heldur ekki lagt þig niður við að hlusta á hina. Þú verður einfaldlega að halda áfram og vinna þitt starf eins vel og þú getur.“ Denis Duperley, sem ég minntist á í rabbi mínu um danskar kvikmyndir, hefur skrifað grein í „Films and film- ing“, sem hann nefnir „The shock of the Sextet". Þar segir hann meðal annars: „Sextett er byggður á sögu eftir ungan mann, Paul Bach, og er stjórnað af Annelise Hov- mand, leikstjóra, sem ég spái, að verði einn góðan veðurdag hinn nýi Dreyer danskra kvik- mynda-... Annelise Hovmand hefur safnað saman fyrir kvik- myndatjaldið, sex persónum, sem daglega verða að setja upp „opinbera framhlið“, sem verða að leika hlutverk, er aðrir hafa þröngvað upp á þær. Smám saman koma Hovmand og Bach þeim í þær kringum- stæður, að þær hljóta að koma upp um sinn innri mann. Þessi leiliur að ketti og mús endar með miklum sigri sannleikans, þar sem hann gengur í ber- Framh. á bls. 41. ýýyý-.;.;

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.