Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 41

Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 41
9 Fjórir sýtía Framh. af bls. 21. fólk á að venjast. Margir hlut- anna eru hreyfanlegir, og hér sérðu mótor, sem knýr eitt verkið áfram. Þetta er ekkert nýtt, það hafa margir fengizt við þetta á undan okkur. Ann- ars er óþarfi að fara út í ná- kvæmar lýsingar á verkunum, það er miklu betra að menn komi á sýninguna og skoði verkin með eigin augum. —Hvað á sýningin að standa lengi? — Sýningin, sem verður í Ásmundarsal, stendur frá 12. til 24. júní. Á sama tíma sýn- um við nokkur verk í Mokka- kaffi. — Nokkuð sem að þið vilduð taka fram að lokum? — Ekki annað en það, að við teljum nauðsynlegt fyrir alla hugsandi menn að sjá þessa sýningu, kannski er enn meiri nauðsyn fyrir hina að sjá hana. • Ruslaskúffan Framh. af bls. 37. „Ó, þetta olli mér engum leið- indum,“ svaraði Logan, bros- andi. „Og þér hafið einnig verið okkur hjálplegur,“ bætti Pink- son við. „Það gleður mig að hafa orð- ið yður að liði,“ sagði Logan hæglátlega. „Gleður mig mjög mikið, reyndar." Síðan kvöddust þeir og Logan stikaði yfir forsalinn á leið til grasafræðitímans, sem byrja átti klukkan tíu. ® Dreymir dýrfat Framh. af bls. 20. ávana „að ganga í svefni“, enda þótt það sé í hans tilfelli lífs- nauðsynlegt, en aftur á móti hvimleitt eða jafnvel háska- legt fyrir menn — a. m. k. þegar þeir fara að fá sér göngu- túr eftir þakrennunum. Dreymir dýrin? Það kemur fyrir að hundar hlaupa upp geltandi úr værum svefni og fyrir því er á það gizkað að þeir hafi haft ein- hverjar draumfarir heldur óróa- samar. En sérfræðingurinn í dýragarðinum í Kaupmanna- höfn telur með ólíkindum að hunda dreymi í myndum líkt og menn dreymir. Sjónskynið hjá þeim er ónæmt og sljótt í samanburði við þefskynið. Það er því nokkur ástæða til að ætla að draumurinn komi aðal- lega til hundsins sem áhrif á þefskynjunina. En slíkt er auð- vitað ógerlegt að prófa, jafn- vel ekki í dýragarði. Þær stöður sem dýr hafa er þau sofa eru í augum manna líkastar vöku. Og oft er frá- gangssök að segja til um hvort dýr sefur eða vakir. Um fiska gildir þetta alveg sérstaklega því að þeir hafa engin augna- lok. En sennilegt þykir að þegar þeir eru grafkyrrir séu þeir í einhverju ástandi sem líkja má við svefn. Langur nætursvefn getur verið lífshættulegur fyrir sum dýr. Dæmi þar um er kolibrí- inn. Hann hefur einstaklega hröð efnaskipti í sínum litla skrokk, og þarf þess vegna að éta með fárra stunda millibili. Ef hann sefur of lengi getur hann dáið — eiginlega úr hungri. í dýragarðinum verður að lengja dag hans á veturna með eins konar gervi-dagsljós- um, svo að hann sofi ekki yfir sig — því að það getur endað með skelfingu að leyfa sér slíkan munað. Mörg dýr eiga erfitt með að halda á sér hita. Ekki eru þau öll eins lánsöm og mauraætan. Hún hefur sína eigin sæng er hún hefur meðferðis hvert sem henni verður reikað. Á nóttunni hallar hún sér á bakið og breið- ir sitt loðna skott ofan á sig. Þar undir sefur hún sætt og rótt. • Kvikmyrtdagerð Framh. af bls. 33. högg við siðalögmál samfélags- ins. Það sem svo snilldarlega kemur fram er gáfa leikstjór- ans til að smala hinum týndu,' einmana sauðum og sýna kvik- myndahússgestum fram á eymd þeirra, jafnvel þótt við geturn ekki að öllu skilið líffræðileg- ar ástæður kynvillunnar.“ Þar með höfum við fengið skýringu á því, hvers vegna Duperley talar um „The shock of the Sextet“. Mig skal ekki furða, þó að Danir hafi tekið nærri sér þá ósvífni Annelise Hovmand að kíkja bak við framhlið velferð- arríkisins. Mér kemur í hug frásögn merkrar konu, er hún varð fyrir þeirri reynslu, að Danir hneyksluðust á því allra Norðurlandaþjóða mest,' hversu margir lausaleikskróar fæddust á íslandi. Sjálfir hafa þeir þennan háttinn á, að neyða unglingana í hjónaband, ef barn er á leiðinni. Hitt er svo ekki eins áberandi í opinberum skýrslum, að slit slíkra ungl- ingahjónabanda eru svo tíð, að vanaleg farsæld er undantekn- ing. Hvenær skyldum við fá að sjá þessa mynd hér? Að hún sé þess virði, er ég ekki í hin-. um minnsta vafa um. Að hún muni hneyksla hérlendis, sem í Danmörku, er ég ekki heldur í vafa um. Við erum fyrir löngu orðin meistarar } því á ísa köldu landi að skýla okkur bak við skrautbúna framhlið og af- myndumst í flærðarlegri for- undran, ef okkur er bent á, að ekki er allt sem sýnist. Heill þér Annelise Hovmand! H. E. • Rababararéttir Framh. af bls. 39. sykri, soðið þar til það er jafnt. Kælt. Sykri, sítrónusafa og vanillu blandað saman við. Matarlímið lagt í bleyti, brætt við gufu, hrært saman við rabarbaramaukið. Eggjahvít- urnar stífþeyttar, blandað var- lega saman við, hellt í skál, kælt vel. Borið fram með vanillusósu. • Tígrisdýrirt Framh. af bls. 13. efa. Ég sá, að hann var að hugsa um réttarsali og dómara. „Þá það,“ sagði ég. „En þessi Noddy — hann sá andlit þeirra.“ „Hann er ekki ákærandinn. Og hann sá þá ekki berja yður.“ „Jæja,“ sagði ég. „Svo þeir eiga þá bara að sleppa.“ „Ég sagði það ekki. Ég var aðeins að benda á erfiðleikana." „Erfiðleikana," hrópaði ég. Ég reyndi að setjast upp. Það olli mér vítiskvölum, og reiði mín margfaldaðist við það. „Erfið- leika! Heyrðu mig nú, ég fékk að vita svolítið í morgun. Ég fékk að vita, að ég var meðvit- undarlaus í níu daga. Þeir vissu ekki, hvort ég myndi nokkurn tima fá aftur meðvitund. Þeir vissu ekki, hvort ég yrði heil- brigður andlega eða iíkamlega, ef ég fengi meðvitund. Þeir ... „Ég veit þetta, herra Sherris," sagði Koleski. Hann var að reyna að róa mig. „Við munum gera allt, sem í okkar valdi stend- ur...“ Framh. í næsta blaði. • Þegar fjaHið Framh. af bls. 27. Þetta var fellibylur af vatni, leðju og stórgrýti sem vall fram öskrandi í fölu mánaskini næt- urinnar og náði hundruð feta upp í loftið. Framundan var borgin. Á næstu mínútunum — lík- lega sex mínútum — geystist flóðið upp í hlíðina hinum megin við dalinn, og skall svo aftur niður í lágdalinn með skelfilegu soghljóði eins og FALKINN 41

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.