Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 8

Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 8
ekkert sérstaklega um það. Nú mátti ekki hafa hátt, af því að pabbi var að æfa sig eða pabbi þurfti að hvíla sig eða pabbi var að búa sig undir konsert eða pabbi var að semja . . . þetta var gangur lífsins." „Lærðirðu ekki að spila?“ „Jú, ég byrjaði sjö ára hjá frænku minni, Katrínu Viðar, síðar lærði ég hjá Önnu Sigríði Björnsdóttur, og svo tók ég tima í píanóleik á Ítalíu.“ TTVENÆR fórstu að læra söng?“ „Ja, ég hef alltaf verið sísyngjandi frá því að ég man eftir mér — ég var byrjuð að syngja áður en ég fór að tala, segir ein frænka mín mér. Söngurinn var mitt líf og yndi, og ég hef alltaf haft unun af að syngja. Ég var ellefu ára þegar ég söng fyrst í útvarpið. Þá var ég í Austurbæjarskólanum þar sem Jóhann Tryggvason kenndi söng. Hann var alveg dásamlegur kennari, einmitt eins og söngkennarar eiga að vera, við höfðum alltaf gleði af tímunum hjá hon- um. Hann kenndi okkur sand af ætt- jarðarlögum og öðrum fallegum og skemmtilegum melódíum, og ég hlakkaði alltaf til söngtímanna, enda er ég alveg á móti því að gera söngkennslu í skól- um að stærðfræðitímum — þar á söng- gleðin að vera aðalatriðið. Ég man, að við vorum saman í kórnum hjá honum, Margrét Eggertsdóttir, Kristinn og Ás- geir Hallssynir, Guðmundur Gilsson og ég. Við sungum á skólaskemmtunum og alls konar barnaskemmtunum. í gagnfræðaskólanum bæði söng ég á skemmtunum og lék í skólaleikritum. Ég hef verið í tímum hjá mörgum söng- kennurum, Sigurði Birkis, Guðrúnu Sveinsdóttur og Guðmundi Jónssyni, og eftir að okkar stóra prímadonna, María Markan, hóf kennslu, hef ég tekið tíma hjá henni, ng erum við stórum bættari hér í Reykjavík, að hún skuli helga okkur sína starfskrafta og miðla okkur af sinni miklu reynslu. Fyrstu árin var ég alltaf talin mezzosópran. Rétt eftir stríðið fór ég til London og tók inntöku- próf í RAM (The Royal Academy of Music) og ætlaði mér að læra til að verða söngkennari. Það var nú meira, þarna varð ég að spila þunga sónötu eft- ir Beethoven, syngja lieder eftir Schu- bert og Schumann og lesa nótur af blaði fyrir fimm manna dómnefnd. Ég komst þó inn.“ Þá kom ástin í spilið. VERNIG líkaði þér í London?“ „Það varð nú ekki eins mikið úr náminu og til stóð, því að um sömu mundir kom ástin í spilið og ég fór heim og gifti mig í staðinn fyrir að ' halda áfram við músíknámið. Ég var þess vegna ekki nema þrjá mánuði í Englandi." „En þú hefur samt ekki hætt við söng- inn?“ „Nei, néi, árið eftir að ég eignaðist fyrsta barníð, fór ég í Útvarpskórinn til Róberts Abraham, og þá fyrst kom í ljós, að ég hafði sópranhæð — ég náði háa G — og síðan hef ég ekki sungið mezzo. Um vorið söng ég einsöng í messu eftir Haydn, erfitt hlutverk. Um svipað leyti söng ég líka inn á plötu með Magnúsi Jónssyni dúettinn úr La traviata, ,Parigi, o cara‘. Hann hefur verið spilaður óteljandi sinnum í út- varpið síðan, og fyrir skömmu var ein- hver að býsnast yfir því, að ég syngi ekki á betri ítölsku eftir að hafa lært í landinu — en þegar ég söng inn á plöt- una, hafði ég aldrei til Ítalíu komið og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.