Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 12

Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 12
„Fyrirgefðu, vinur. Já, viss um, að þú værir úr allri hættu. Hún hringir til mín á hverjum degi. Hún verður svo glöð ...“ „Það gefur að skilja,“ sagði ég. „Skilaðu ástarkveðju til hennar." Það var óþægileg þögn. Mae var eirðarlaus, rótaði í hand- tösku sinni, án þess þó að taka neitt úr henni, strauk á sér hár- ið. Handan við gluggann sáust byggingar, svartar af sóti, bera við bláan vorhimininn. „Hvað stóð í bréfinu?" „Þetta venjulega. Það var auð- vitað nafnlaust. Tracey hafði engar áhyggjur af sjálfri sér, hún vildi bara ekkert eiga á hættu með Bets og Pudgy. Ég skil vel, hvernig henni hefur liðið, ég með mín þrjú." „Það er allt í lagi," sagði ég. „Segðu henni, að það hafi verið alveg rétt af henni. Segðu henni að mér líði vel.“ „Að sjálfsögðu. Hún hefur verið hræðilega áhyggjufull. Jæja, ég ætti líklega að fara núna, læknirinn sagði, að fimm minútur væri hámarkið. En ég kem aftur." Hún kyssti mig aftur. Brúnu augun hennar voru að fyllast af tárum. Mér þótti vænt um hana. En ég þráði Tracey. „Hvenær kemur hún aftur?" „Mjög fljótlega. Þegar gengið hefur verið frá þessu. Lögreglan sér um það.“ Hún beygði sig snögglega og reyndi að faðma mig án þess að snerta við meiðsl- unum. „Ég er svo hamingjusöm, að ég held að ég fari að gráta. Vertu blessaður, við sjáumst á morgun." Hún fór, fálmandi í tösku sinni eftir vasaklút. Ég hugsað; með mér, að ég hlyti að hafa slasazt meir en litið. Og Ti'acey var i Boston. Laurel Terrace Drive 202. Ég heyrði í anda Chuck lesa heim- ilisfangið. Auðvitað varð hún að fara. ra Það var vegna barnanna. Vondu strákarnir — nei, þetta var úr draumnum. En það var satt. Þeir máttu ekki koma nærri Bets og Pudgy. Þeir máttu ekki heldur snerta Tracey. Auðvitað hafði hún orðið að fara. Strókur af eldglæringum rauk upp frá einni stálsmiðjunni. Hjúkrunarkonur komu og fóru með pilsaskrjáfi, og læknirinn kom. Hann hét Obermeyer og var heimilislæknir okkar, einn sá bezti í Malls Ford og dýr eftir því. Hann vildi ekkert segja mér, nema að mér væri að batna og að ég skyldi engu kvíða. Ég innti hann eftir fætinum á mér. „Brákaður. Láttu ekki strekk- inn valda þér áhyggjum, hann er mest til að sýnast. Nú held ég að við ættum að sofna aftur stundarkorn." Við sofnuðum. Morguninn eftir kom Koleski frá rannsóknarlögreglunni. Hann var ungur maður, snyrtilega klæddur i dökkblá föt. Hann var kurteis, fallegur, vandvirkur. Við fylitum í nokkrar eyður hvor fyrir annan. Schmitz gamli hafði orðið kvíðinn, þegar ég sneri ekki aftur. Hann hringdi í kaffi- söluna, og þegar honum var sagt, að ég hefði ekki komið þangað, fór hann að leita að mér. Þegar hann fann mig, var ég einn. Hann hafði ekki einu sinni séð bílinn. „Gætuð þér þekkt piltana aftur?" spurði Koleski. Ég sagði honum, að ég hefði ekki séð andlit þeirra. „En ég myndi þekkja þann stóra, hvar sem væri. Á röddinni. Hann hét Chuck." Koleski skrifaði þetta allt hjá sér. „Gætuð þér lýst klæðnáði þeirra?" „Sportbuxur. Jakkar. Það var dimmt, en ég myndi segja, að þeir hefðu verið vel klæddir." „Höfðu þeir nokkur sérkenni, sem gætu gefið til kynna upp- runa þeirra?" „Nei, þeir voru allir dæmi- gerðir amerískir drengir Engin íátæklinga börn heldur." Hann leit hvasst á mig. „Hvers vegna eruð þér svo vissir um það?“ „Akandi um í blæjubíl?" „Þeir gætu hafa fengið hann að láni." „Eða stolið honum," sagði ég og hugleiddi þennan nýja mögu- leika. Hann hristi höfuðið. „Það hef- ur enginn tilkynnt þjófnað á blæjubíl." „Jæja, þeir voru það nú samt ekki. Þeir hvorki töluðu né hög- uðu sér eins og öreigabörn. Þeir 2. HLUTI höfðu engan áhuga á peningun- um mínum og samt var ég með um fjörutíu dali á mér. Sá stóri, Chuck, virtist vera í nöp við út- hverfisbúa, en það var á persónu- legri hátt en svo, að það líktist stéttahatri." 1 hvert skipti, sem ég reyndi að hugsa eða muná, fór mig að verkja í höfuðið, en ég settist samt við. „Hann sagði hinum að virða mig fyrir sér, svona vildu mömm- ur þeirra, að þeir yrðu. Og sá hái, horaði, bar kennsl á mig eða vissi hver ég var." Koleski var strax á verði. Hann spurði spurninga og skrif- aði hratt. Ég gat ekki, þessa stundina, munað eftir neinum dreng, sem lýsingin á Bill ætti við. „Ég held, að þeir hafi lent í hrakningi," sagði ég. „Við bar- þjón og einhvern í bleikri skyrtu. Mér skildist, að þeir hefðu kom- izt í kast við einhverja ósvikna harðjaxla og orðið að láta í minni pokann og væru að ná sér niðri á fyrsta handbæra fórnarlamb- inu. Þeir héldu, að ég væri flæk- ingsróni, þegar þeir námu stað- ar.“ „Við munum grafa það upp.“ Hann stóð upp og ætlaði að fara og ég sagði. „Bíðið augna- blik, hvað með bréfið? Getur það ekki upplýst neitt?" Hann leit á mig tómlega. „Hvaða bréf?" „Sem þeir skrifuðu konunni minni." „Ójá," sagði hann, „það bréf. Svo ég segi yður eins og er, herra Sherris, þá höfum við ekki séð það." „Hvað eigið þér við með að þér hafið ekki séð það? Konan mín...“ „Hún nefndi það. Ég lagði fyr- ir hana spurningar varðandi möguleikana á því, að þér ættuð einhverja óvini, og þá nefndi hún , það. Hún sagði, að í bréfinu hefði verið fyrirskipun um að brenna það, svo hún brenndi það. Þaðan verða ekki fengnar fleiri upp- lýsingar." „Nei," sagði ég. „Hún hafði áhyggjur af börnunum." „Ég skil." „Eigið þér börn?“ , „Nei, ég er ókvæntur." „Þá getið þér ekki skilið það.“ Hann kinkaði kolli. „Nei, lík- lega ekki." Af svari hans mátti ýmislegt ráða. Ég spurði hann ekki frek- ar. Hann sneri sér við i dyrunum og sagði. „Reynið að gera yður i hugarlund, hver renglulegi drengurinn gæti verið. Það myndi koma að miklu gagni." Ég sagðist skyldi gera það. Hann kvaðst mundu láta mig fylgjast með gangi mála. Síðan kvaddi hann. Ég lá kyrr og reyndi að hugsa um Bill, en ég gat ekki haft hugann við það. Ég gat ekki hugsað um annað en Tracey. Hún kom ekki, en foreldrar 12 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.