Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 36

Fálkinn - 14.06.1965, Blaðsíða 36
HVAÐ GERIST ÞESSAVIKII Hrútunnn, 21. marz—20. apríl: Þú þarft ekki að búast við neinum skyndi- legum breytingum til batnaðar, svo þú ættir að taka lífinu sem mest með ró. Þú ættir að gera fjölskyldu þinni eitthvað til gamans um helgina. Nautiií. 21. apríl—21. maí: Þú ert með ýmsar góðar hugmyndir í höfð- inu núna og bví um að gera fyrir þig að reyna að koma þeim beztu á framfæri því það hyllir undir ágætt tækifæri til frama fyrir þig. Taktu ráðleggingum vina þinna. Tvíburarnir. 22. mai—21. júni: Það eru möguleikar á að þú fáir nýtt og skemmtilegt verkefni að glíma við. Þú æt.tir þó að fara rólega í sakirnar því annars áttu á hættu að hlaupa á þig og verða þannig af góðu tækifæri. Krabbinn, 22. júní—23. júlí: Það virðist vera bjartari dagur framundan og verður þessi vika að mörgu leyti upphaf þess. Helgin mun verða sérstaklega skemmti- leg. Eitthvert skemmtilegt atvik, sem þig hefur ekki órað fyrir, mun koma þér þægilega á óvart. Ljónib. 24. júlí—23. ápúst: Ef einhver hefur þörf fyrir hvíld og róleg- heit núna þá ert það þú. Þú ættir að nota helg- ina til að lita til með þeim sem raunveru- lega þurfa á þér að halda. Það væri óvitur- lcgt. að sækja skemmtanir eins og er. Meyjan, 24. ágúst—23. sept.: Þú skalt ekki flíka tilfinningum þínum en ganga einbeittur að því að leysa þau verkefni sem eru mest aðkallandi. Þú hefur á tilfinn- ingunni að þú munir fá meira frjálsræði á næstunni og það er ekki ímyndun ein. Vogin, 24. sept.—23. okt.: Láttu ekki svartsýnina ná tökum á þér, en reyndu að líta sem mest á björtu hliðarnar því tækifærin til að koma málum þínum á réttan kjöl, aukast dag frá degi. Fólk í áhrifa- stöðum gæti eert bór mikinn greiða. Drekinn, 24. okt.—22. nóv.: Það er líklegt að þú þurfir að standa slcil á ýmsu fyrri hluta vikunnar, sem þú hefur ckki tekið með í reikninginn og það bætir ekki skapið. Þó verður seinni hluti vikunnar og þá aðallega helgin. til að bæta það upp. BogmaSurinn, 23. nóv.—21. des.: Þú ættir fremui að sækjast eftir visældum innan fjölskyldu þinnar heldur en út á við. Það eru möguleikar fyrir því að fá meira út úr hlutunum en oft áður, notaðu því tækifærið til að koma málum þínum sem bezt áleiðis. Steingeitin, 22. des.—20. janúar: Fyrri hluti vikunnar er ekki vel fallinn tii að hefja langferðalag, en smáferðir til vina og kunningja gætu orðið til mikillar ánægju. I vikulokin gætu þér borizt til eyrna ánægju- legar fréttir af gömlum vini eða kunningja. Vatnsberinn, 21. janúar—19. febrúar: Notfærðu þér hvern þann möguleika sem þú hcfur til að auka þekkingu þína. Vertu ekki of hlédrægltr heldur skaltu íeyfa hæfileikum bínum að njóta sín. þá verður árangur erfiðisins eftir því góður. Fiskarnir, 20. febrúar—20. marz: Pcrsónuleg málefni þín gætu orðið fyrir óvæntum og mikilvægum breytingum. Hjá sum- um gæti verið um að ræða flutning í annað land eða annan landshluta. Seinni hluti vikunn- ar verður skemmtilegur og munu ástamálin verða nokkuð ofarlega á blaði Konter’s sundbalir 19G3 úr Spandex og Helanca efnum Ný snið — lengri — teygjanlegri Nýjung í brjóstaskálum Hrd/fd iffff Kaníer’s OF SCANDINAVIA Kónter's ag þér iiíiö þaö besia 36 FALK.INN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.