Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1965, Síða 27

Fálkinn - 29.11.1965, Síða 27
• Hjartaskurður Framh. af bls. 24. að sjó. Ég hefði líkast til orðið formaður á Stokkseyri, trúlega ofdirfskufullur sjósókn- ari, og væri kominn í sjóinn fyrir mörgum árum. — Þú lifir eiginlega nýju lífi. — Já, vel má segja það, og ég þarf nokkurn tíma til að átta mig til fulls á því. Mér finnst þetta miklu meiri um- skipti en að skipta um stjórn- málaflokk eða flytja búferlum. Allir hlutir bjóða upp á nýja möguleika. Þessu má líkja við það að maður kunni allt í einu til hlítar eitthvert alheims- tungumál sem hann ekki þekkti nein deili á áður, — eins og maður, sem maður hefur ein- stakt dálæti á og þó aldrei hef- ur þekkt nema af samtali í síma, standi allt í einu ljóslif- andi fyrir framan mann, — eins og það sem áður var í brotum sé fyrirvaralaust orðið heild. Þeir eru margir sem ganga með þessi vanheilindi að ein- hverju leyti, og vil ég eindregið ráðleggja þeim að láta óhikað skera sig. Framfarir á þessu sviði geta ef til vill orðið svo örar á næstu árum að aðgerðin þurfi ekki að taka nema tvær klukkustundir... Þannig er að vita fyrst 44 ára gamall hvað það er að vera heill heilsu. S. H. • Skemmtilegri Framh. af bls. 13. aðeins, að nákvæm orðatilhög- un skipti megin máli. 2. Fálmið ekki. Ef þér mun- ið ekki til hlítar eitthvert at- riði, þá sleppið því. Ef það var ekki nógu áríðandi til að haíd- ast yður í minni þá á það ekk- ert erindi inn í frásögn yðar. Ef þér munið ekki nákvæm- lega rétta orðið, þá notið það næst bezta og segið söguna við- stöðulaust til enda. Og hafið þann endi ávallt í huga. 3. Ekki er alltaf nauðsynlegt að segja frá atburðum í réttri röð. Venjulega er áhrifameira að kynna aðalatriðin strax en bæta aukaatriðunum við seinna. Ef áhugi hlustenda yðar er vakinn, munu þeir biðja um meira. 4. Reynið að halda grunn- hyggnislegum athugasemdum og margtuggnum málvenjum við lágmark. Ef þér hafið ekk- ert að segja, þá segið ekkert. Þess er ekki vænzt af yður að þér séuð alltaf frumlegur og spakvitur, en þér yrðuð undr- andi ef þér vissuð, hve vinirn- ir tækju þögn yðar langt fram- yfir einskisvert mas. 5. Notið ekki þrjú eða fjögur löng orð, þar sem eitt stutt myndi nægja. Það eru meiri líkur fyrir því, að fólk líti á yður sem raupara og vindbelg en gáfað glæsimenni, ef þér sláið um yður eins! og yfirgangs- maður á þingi. Það er ekki víst, að aðrir finní til sömu aðdáunar og þér á drynjandi hljómfegurð raddar yðar. 6. Hafið hugfast, að áheyr- endur yðar eru ekki eintóm fífl. Það er ekki einasta hvim- leitt heldur hrein og bein móðg- un, að spyrja á fárra sekúndna fresti, hvort hlustandinn skilji, hvað þér eruð að segja. Ef tals- máti yðar er svo ruglingsleg- ur, að þér þurfið stöðugt að vera að segja, „Skilurðu?“ — þá eruð það þér, sem þurfið útskýringa við en ekki vinir yðar. 7. Umræðuefni, sem ei>u yður ákaflega hugleikin, vekja ekki undantekningarlaust sam- svarandi hrifningu hjá öðrum. Ef yður finnst þér hljóta stutt- orðar og hálfvelgjulegar undir- tektir þegar þér ræðið áhuga- mál yðar, er ef til vill kominn tími til að skipta um umræðu- efni. Eða halda sér saman. ★ ★ ££>A th/a/ - Stillið á lit og saumið - Það er þessi einfalda nýjung, sem kölluð er „Colormatic", sem á skömm- um tíma hefur aukið vinsældir HUSQVARNA 2000 til stórra muna. •Belnn saumur, hnappagöt, blindfaldur og úrval mynztursauma er hægt að ’velja með einu hand- taki. Þar sem það er sýnt á greinilegan' hátt, i litum, á „saumveljara"; HUSQVARNA heimilistæki, saumavélár o. fl. eru þekkt hér á landi í yfir 60 ár. Hafa nafninu hér sem annarstaðar stöðugt vaxið vinsældir. íslcnzkur leiðarvísir fylgir nú með vélunum. Ef þér komizt ekki til að kynna yður vélina, send- um vér yður sölumann heim eftir lokun. Hringið og leitið upplýsinga. tinticii í9$c>£eiiööön h.f Suðurlandsbraut 16 - Reykjavik - Slmnefni: »Volver« - Sími 35200 IMÓVEIVIBER IVIánudagur Dagatðl eru vinsælasta og öruggasta auglýsingin hvern einasta dag ársins. Talið við okkur sem lyrst. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN H.F. SPÍIALASTÍG 10 - SÍiVII 11640 FALKINN 27

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.