Draupnir - 01.05.1893, Page 10
10
sjer greia fyrir, vaknaði hjá bonum. Hún sem enn
var á bezta skeiði, varð að sitja yfir sjúkum, elsku-
legum eiginmanni, er auðsjáanlsga var að fram
kominu, og einnig yfir föður sínum; þar að auki
hlaut bún að hafa veg og vanda af svo mörgu, sem
hún ekki hefði þurft að skipta sjer af, ef þeir hefðu
verið heilbrigðir. Jón virti hana nákvæmlega fyrir
sjer og varð hlýrra í hug til hennar. »Hún er
alls ekki ókvennleg«, hugsaði hann, »og það hefir
hún fram yfir mig, að geta litið glaðlega út, þótt
hjartað sje hryggtn. Hann ásetti sjer nú að ljetta
undir byrði hennar eptir megni og reynast verð-
ugur þeirra velgjörða, sem þau hjón sýndu honum.
Hún skildi á hinn bóginn ekki 1 sjálfri sjer, og
var hissa á því, hversu innilega hún kenndi í brjóst
um þennan efnilega og gáfaða guðfræðing, — eins
og enginn væri munaðarlaus nema hann. »En hann
er bráður í skapi og ætlast einnig til, að heimurinn
hossi sjer, og þess vegna þolir hann fátæktina ver
en margir aðrir. Jeg las sára sorg úr.augum hans,
þegar hann leit á mig áðan. Jeg skal reyna að
vera honum góð. Að berjast með þögn og þolin-
mæði við mótlætið er virðingarvert«. jpau báru nú
þegar hlýjan hug hvort til annars, og vinátta henn-
ar jókst við það, að hann var glaðlyndur og ræð-
inn og gat jafnan fundið upp á einhverju geðfelldu
umtalsefni, þá er hún var í þungu skapi. þórði
biskupi var öðru vísi varið; hann var rólegur og
alvarlegur og breytti lítt skapi sínu, hvort sem
bljes með eða móti. Hún bar því áhyggjur sínar
einsömul og hann sínar, en þó var hjúskapur
þeirra góður og sambúð þeirra friðsamleg. En öll