Draupnir - 01.05.1893, Blaðsíða 194
194
„Hvað heldurðu þá, að verði þjer að gæfuráni?“
„Ekkert! Sorg og arrnæða er ekkert gæfurán!“
Páll Ijek sjer við Sólveigu, sem var orðin stór
og fögur og sagði: ,,|>jer helir hlotnazt heimilis-
rósemi, frændi! og þar sem hún er, þar verkar
ytri áreitni lítið á“.
,,Satt er það. En hve skjótlega getur ekki
þessi heimilisrósemi breytzt í sorg? Setjum nú
svo, að bólan, sem geysar á Eyrarbakka, kæmi
hjer“.
,,Já, setjum svo! — Ef vjer leitum að öllu
mögulegu, sem fram getur komið, þá —-----------“
Eei, Páll! Jeg leita ekki að neinum ásteyting-
arsteinum. Sleppum þessu umtalsefni og búum
oss á stað“.
Biskup tók auðsjáanlega á sig gleðibragð,
því hann var ekki glaður. Hann kyssti Sól-
veigu og sagði um leið: ,,þ>ar sem yðar fjár-
sjóður er, þar er og yðar hjarta“. þeir tæmdu
hestaskálarnar og gengu síðan út.
„þá fer oss að gefast tækifæri á, að kynnast
þessum nýja valdsmanni vorum, Oddi Sigurðssyni",
sagði biskup, þá er hann steig á bak. „jpannig
hafa mjer draumar gefizt, að jeg muni ekki lifa
allan aldur minn óáreittur af honum“.
,,þ>ú_ hefir ekkert nema hrakspár á reiðum hönd-
um“, sagði Árni. „Jeg heldað það liggi í loptinu“>
Leit hann þá upp og sá, að skýin voru að hnappu
sig saman. „Jeg sje engar óhamingjunornir, jafn-
vel þótt andi Magnúsar heitins í BræðratungU
sveimi þungt yfir höfði mjer, eins og þetfca þing
mun sanna“.