Draupnir - 01.05.1893, Blaðsíða 175
175
»J>ykir þjer bauluöskrið þitt betra?« spurði Páll.
»|>ví fylgir þó kraptur«.
»Kraptur, sem skelfir, en blíðkar ekki«, sagði
Páll.
»þú ert orðinn úfinn eins og útilegumaður, Páll,
á þessu sveitarölti þínu«.
»Ekki mun jeg þó drepast sem melrakki uppi á
fjöllum, eins og þú*1, svaraði Páll.
f>á var matur borinn á borð, og þeir settust all-
ir við borðið. »Ekkert brennivín á borðum«, sagði
biskup,. spratt upp, lauk upp skáp og tók upp
stóra, áttstrenda fiösku, brá henni fyrir birtuna og
sá, að hún var tóm; leit þá önuglega til þórðar
bróður síns og sagði: »þ>ú gazt þá þá ekki látið
þetta vera, bróðir«.
»Mjer þótti ekki betra að gefa þjer vín frá öðr-
tirn, en sjálfum þjer«2.
Sveinar biskups sögðu þá frá því, er þórður hafði
gert, og hugðu, að hann hefði seitt til sín vín úr
flöskunni, og fjekk hann mikið galdraorð af þessu.
þórður hefir breytt vatni í vín«, sagði Arni, »en
þú hefir sjálfur drukkið úr flösku þinni«.
»|>að er vitleysa, vitleysa, jeg skildi, vínið eptir«,
svaraði biskup.
»þá hefir, þórður, gefið þjer að smakka á Mímis
brunni«, sagði Páll, og þeir hlógu að.
»Báðir ljfigið þið. þórður hefir tekið vínið, þegar
flann kom hjer, áður en hann hitti mig«, svaraði
fliskup.
1) Sannur viðburður.
2) Sannur viðburður.